Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Page 51
Búnaðarskýrslur 1957
49*
Nýrækt Túoasléttur Nýir sáðreitir Samtals
1952 .................... 2 674 610 106 3 390
1953 .................... 3 016 437 138 3 591
1954 .................... 2 638 1 054 39 3 731
1955 .................... 2 474 750 26 3 250
1956 .................... 3 382 88 18 3 488
1957 .................... 3 576 133 23 3 732
Það skal tekið fram, að í tölum þessum er bæði nýrækt Landnáms ríkisins
og jarðabætur til landskuldargreiðglu á ríkisjörðum. Jarðabætur til landskuldar-
greiðslu hafa verið mjög litlar, aðeins örfáir hektarar árlega. En nýrækt Land-
námsins hefur hins vegar verið talsverð, og þykir rétt að birta hér yfirlit yíir hana
frá upphafi (talið í ba);
1951
og fyrr 1952 1953 1954 1955 1956 1957
Austur-Barðastrandarsýsla - - 34 12 4,4 5,5 -
Austur-Húnavatnssýsla - - 10 34 7,0 5,6 4,4
Skagafjarðarsýsla - 17 16 16 14,6 2,5 -
Suður-Þingeyjarsýsla - - - 8 7,2 5,0 10,0
Norður-Múlasýsla - - - - - - 17,5
Suður-Múlasýsla - - - - - 18,8 -
Austur-Skaftafellssýsla - 17 17 18 6,8 6,0 6,7
Rangárvallasýsla 5 10 5 - - - 4,8
Amessýsla 77 5 5 5 9,7 9,5 15,1
Samt ls 82 49 87 93 49,7 52,9 58,5
Grjótnám hefur verið sem hér segir, tahð í m3:
1948 18 924 1953 . 22 577
1949 16 583 1954 . 25 305
1950 22 824 1955 . 30 620
1951 24 493 1956 . 35 710
1952 24 049 1957 . 40 026
Framrœsla hefur á síðari árum verið með tvennum hætti, annars vegar hand-
grafnir skurðir og bandgrafin lokræsi, hins vegar vélgrafnir skurðir og lokræsi
(kílræsi). Handgröfnu skurðirnir og lokræsin hafa verið styrkt eftir svipuðum regl-
um og flestar jarðabætur samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna, en kostnað við
vélgröfnu skurðina bar ríkið að 1/3 fram til ársloka 1949, að hálfu árin 1950—54,
en 1955 og síðan hefur það greitt 65% kostnaðar við þá. Til vélgrafinna lokræsa
(kílræsa) befur enginn styrkur verið greiddur.
Handgrafnir opnir slcurðir hafa því nær einvörðungu verið grafnir þar, sem
skurðgröfum hefur ekki verið við komið, eða vegna þess að of dýrt hefur þótt
að flytja þær á staðinn. Handgrafnir skurðir vegna túnræktar hafa verið grafnir
og mældir sem hér segir, tahð í m3:
1948 83 350 1953 41 931
1949 40 690 1954 30 716
1950 49 340 1955 20 540
1951 42 180 1956 21210
1952 44 968 1957
Gröftur handgrafinna rœsa hefur einnig farið þverrandi, en af þeim hefur verið
grafið sem hér segir, tahð í lengdarmetrum:
8