Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Síða 60

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Síða 60
58* Búnaðarskýrslur 1957 Mðtorrafstöðvar voru fáar eða engar á sveitabœjum við lok heimstyrjaldar- innar síðari. Var ekki um að ræða opinberan stuðning til þess að koma á fót slík- um rafstöðvum, fyrr en það var upp tekið í raforkulögin (lög frá 25. maí 1949) að heimilt væri að veita úr Raforkusjóði „bændum, sem eru svo í sveit settir [að þeir væru utan þess svæðis, sem héraðsrafveitum var ætlað að ná til] og ekki hafa aðstöðu til vatnsvirkjunar, lán til að koma upp mótorrafstöðvum á heimilum sínum að upphæð allt að 3/5 stofnkostnaðar rafstöðvarinnar“. í framkvæmd munu lánveitingar þó varla hafa verið hærri en liálft kostnaðarverð rafstöðvar og raf- búnaðar í stöðvarhúsi. Lánin eru til 10 ára og með 3 %% vöxtum. Annan stuðn- ing fá menn ekki til að koma þessum stöðvum upp. — Stöðvar þessar eru mjög misstórar. Flestar eru 3 kw aðeins, og ætlaðar til ljósa og smáþæginda annarra, aðrar eru jafnframt til suðu, og enn aðrar eru einuig til upphitunar híbýla, og er þá oftast til þess notað kælivatn vélarinnar. í árslok 1954 voru mótorrafstöðv- ar á samtals 264 býlum, og á árunum 1955—57 var komið upp 133 slíkum stöðv- um fyrir jafnmörg býli. Voru þær samanlagt 477 kw, og stofnkostnaður þeirra (að mestu samkvæmt reikningum, en að nokkru samkvæmt áætlun raforkumála- skrifstofunnar) 3 170 þús. kr. Árin 1955—57 voru flestar mótorstöðvar reistar í þessum sýslum: Norður-Þingeyjarsýslu (24), Dalasýslu (16), Strandasýslu (14) og Snæfellsnessýslu (9) Á síðustu árum hafa langflest sveitabýli fengið rafmagn frá stórum virkjun- um, þ. e. rafstöðvunum við Sogið, Laxá I Þingeyjarsýslu, Andakílsá, Gönguskarðsá og Laxá á Ásum. Undirbúningur þessarar rafvæðingar sveitanna hófst þegar í síðari heimstyrjöldinni, með setningu laga um rafveitur ríkisins frá 15. maí 1942 og lögum frá 25. sept. 1942, með ákvæðum um stofnun Raforkusjóðs. Samkvæmt lögunum um rafveitur ríkisins, skyldu þær „hafa það verkefni að afla almenn- ingi í landinu raforku með því að vinna hana sjálfar, kaupa eða taka við henni frá orkuverum eða öðrum orkuveitum, veita orkunni um hreppa, sýslur eða smærri landshluta“. En samkvæmt lögunum um Raforkusjóð skyldi ríkið leggja fram til stofnunar sjóðsins 10. millj. kr. af tekjuafgangi áranna 1941 og 1942 og síðan ár- lega 500 þús. kr. Vegna styrjaldarinnar kom þó ekki til þess, að nokkrir sveita- bæir fengju rafmagn samkvæmt þcssum lögum. En strax að stríðslokum voru lög þessi endurskoðuð, eða raunar réttara sagt ný löggjöf sett, raforkulögin frá 2. apríl 1946. Samkvæmt IV. kafla þeirra laga, um héraðsrafmagnsveitur ríkis- ins, og reglugerð frá 13. maí 1947, var þegar hafízt handa um að leiða rafmagn frá hinum stærri virkjunum til nálægra sveitabýla, þar sem byggð var einna þétt- ust. í árslok 1953 höfðu þannig 261 sveitabýh á Suðurlandsundirlendinu fengið rafmagn frá Sogsvirkjuninni, 113 býli frá Andakílsárvirkjuninni, 61 frá Laxár- virkjuninni, 42 frá Gönguskarðsárvirkjuninni og 19 frá öðrum virkjunum (aðal- lega mótorstöðvum í kaupstöðum). En þegar bér var komið, var það Ijóst orðið, að þessari dreifingu rafmagnsins varð að koma í skipulagt horf, enda hafði þá verið gerð 10 ára áœtlun um rafvœðingu sveitabœja frá almenningsveitum eða „hér- aðsveitum“ eins og þær almenningsveitur, sem sjá eiga um dreifingu rafmagns- ins til kauptúna og sveita, eru kallaðar. Samkvæmt þessari áætlun skyldi ríkið leggja fram árlega 10—12 millj. kr. til héraðsrafveitna vegna rafvæðingar sveit- anna, en með því mundi 2 550 sveitabýli fá rafmagn næstu 10 ár eða 255 býli að meðaltali á ári. Móti framlagi ríkisins skyldu þeir, er rafmagnið fengju, greiða svokallað ,,heimtaugargjald“, er áætlað var að svaraði til x/s kostnaðarins, en var mismunandi mikið eftir fasteignamati býlisins. í kostnaði béraðsveitnanna er tal- inn kostnaður við raflínur frá aðalstöð, spennistöðvar, heimtaugar, inntök og mælar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.