Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Blaðsíða 60
58*
Búnaðarskýrslur 1957
Mðtorrafstöðvar voru fáar eða engar á sveitabœjum við lok heimstyrjaldar-
innar síðari. Var ekki um að ræða opinberan stuðning til þess að koma á fót slík-
um rafstöðvum, fyrr en það var upp tekið í raforkulögin (lög frá 25. maí 1949)
að heimilt væri að veita úr Raforkusjóði „bændum, sem eru svo í sveit settir [að
þeir væru utan þess svæðis, sem héraðsrafveitum var ætlað að ná til] og ekki hafa
aðstöðu til vatnsvirkjunar, lán til að koma upp mótorrafstöðvum á heimilum
sínum að upphæð allt að 3/5 stofnkostnaðar rafstöðvarinnar“. í framkvæmd munu
lánveitingar þó varla hafa verið hærri en liálft kostnaðarverð rafstöðvar og raf-
búnaðar í stöðvarhúsi. Lánin eru til 10 ára og með 3 %% vöxtum. Annan stuðn-
ing fá menn ekki til að koma þessum stöðvum upp. — Stöðvar þessar eru mjög
misstórar. Flestar eru 3 kw aðeins, og ætlaðar til ljósa og smáþæginda annarra,
aðrar eru jafnframt til suðu, og enn aðrar eru einuig til upphitunar híbýla, og
er þá oftast til þess notað kælivatn vélarinnar. í árslok 1954 voru mótorrafstöðv-
ar á samtals 264 býlum, og á árunum 1955—57 var komið upp 133 slíkum stöðv-
um fyrir jafnmörg býli. Voru þær samanlagt 477 kw, og stofnkostnaður þeirra
(að mestu samkvæmt reikningum, en að nokkru samkvæmt áætlun raforkumála-
skrifstofunnar) 3 170 þús. kr. Árin 1955—57 voru flestar mótorstöðvar reistar í
þessum sýslum: Norður-Þingeyjarsýslu (24), Dalasýslu (16), Strandasýslu (14) og
Snæfellsnessýslu (9)
Á síðustu árum hafa langflest sveitabýli fengið rafmagn frá stórum virkjun-
um, þ. e. rafstöðvunum við Sogið, Laxá I Þingeyjarsýslu, Andakílsá, Gönguskarðsá
og Laxá á Ásum. Undirbúningur þessarar rafvæðingar sveitanna hófst þegar í
síðari heimstyrjöldinni, með setningu laga um rafveitur ríkisins frá 15. maí 1942
og lögum frá 25. sept. 1942, með ákvæðum um stofnun Raforkusjóðs. Samkvæmt
lögunum um rafveitur ríkisins, skyldu þær „hafa það verkefni að afla almenn-
ingi í landinu raforku með því að vinna hana sjálfar, kaupa eða taka við henni
frá orkuverum eða öðrum orkuveitum, veita orkunni um hreppa, sýslur eða smærri
landshluta“. En samkvæmt lögunum um Raforkusjóð skyldi ríkið leggja fram til
stofnunar sjóðsins 10. millj. kr. af tekjuafgangi áranna 1941 og 1942 og síðan ár-
lega 500 þús. kr. Vegna styrjaldarinnar kom þó ekki til þess, að nokkrir sveita-
bæir fengju rafmagn samkvæmt þcssum lögum. En strax að stríðslokum voru
lög þessi endurskoðuð, eða raunar réttara sagt ný löggjöf sett, raforkulögin frá
2. apríl 1946. Samkvæmt IV. kafla þeirra laga, um héraðsrafmagnsveitur ríkis-
ins, og reglugerð frá 13. maí 1947, var þegar hafízt handa um að leiða rafmagn
frá hinum stærri virkjunum til nálægra sveitabýla, þar sem byggð var einna þétt-
ust. í árslok 1953 höfðu þannig 261 sveitabýh á Suðurlandsundirlendinu fengið
rafmagn frá Sogsvirkjuninni, 113 býli frá Andakílsárvirkjuninni, 61 frá Laxár-
virkjuninni, 42 frá Gönguskarðsárvirkjuninni og 19 frá öðrum virkjunum (aðal-
lega mótorstöðvum í kaupstöðum). En þegar bér var komið, var það Ijóst orðið,
að þessari dreifingu rafmagnsins varð að koma í skipulagt horf, enda hafði þá
verið gerð 10 ára áœtlun um rafvœðingu sveitabœja frá almenningsveitum eða „hér-
aðsveitum“ eins og þær almenningsveitur, sem sjá eiga um dreifingu rafmagns-
ins til kauptúna og sveita, eru kallaðar. Samkvæmt þessari áætlun skyldi ríkið
leggja fram árlega 10—12 millj. kr. til héraðsrafveitna vegna rafvæðingar sveit-
anna, en með því mundi 2 550 sveitabýli fá rafmagn næstu 10 ár eða 255 býli að
meðaltali á ári. Móti framlagi ríkisins skyldu þeir, er rafmagnið fengju, greiða
svokallað ,,heimtaugargjald“, er áætlað var að svaraði til x/s kostnaðarins, en var
mismunandi mikið eftir fasteignamati býlisins. í kostnaði béraðsveitnanna er tal-
inn kostnaður við raflínur frá aðalstöð, spennistöðvar, heimtaugar, inntök og mælar.