Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Qupperneq 2
„Ég hef drauginn Starkað grunaðan
um þetta,“ segir Bjarni Harðarson al-
þingismaður en hann er sérfræðing-
ur í íslenskum álfum, tröllum, draug-
um og útilegumönnum. Bjarni gaf út
bókina Landið, fólkið og þjóðtrúin
árið 2001 og veit því sitthvað um þá
sem ekki sjást.
Vandræði Sultartangavirkjunar
hófust í nóvember í fyrra en þá bilaði
annar af tveimur spennum virkjunar-
innar en framleiðslan stöðvaðist svo
alveg þegar seinni spennirinn bil-
aði á aðfangadag. Varahlutur í ann-
an spenninn laskaðist síðan í flutn-
ingum á þessu ári og loksins þegar
Landsvirkjun taldi sig vera búna að
gera við einn spenninn brann hann
yfir. Hrakfallasagan er lyginni líkust
og hafa menn því velt fyrir sér hvort
um megi kenna utanaðkomandi öfl-
um.
Dó á leið til ástkonu
„Rétt ofan við Sultartanga er fal-
legur steinn í heiðarlandi en þetta
er vestan megin við ána. Þessi steinn
heitir Starkaðssteinn og þar liggur
draugurinn,“ segir Bjarni.
„Draugurinn varð til þegar norð-
anmaður með þessu nafni var á
leið til sinnar heittelskuðu sem bjó í
Gnúpverjahreppi. Maðurinn varð úti
þarna við steininn og var það mjög
dramatískur endir. Hann vitjaði nátt-
úrlega ástkonu sinnar eftir að hann
var kominn yfir móðuna miklu og
hann hefur verið þarna á sveimi síð-
an,“ segir Bjarni.
Forsvarsmenn Landsvirkjunar
reyna nú að komast að orsökum bil-
ananna en bæði framleiðendur og
hönnuðir spennanna hafa verið kall-
aðir til landsins til þess að rannsaka
þá. Ekki liggur fyrir á þessari stundu
af hverju spennarnir biluðu en ein
af hugmyndunum er sú að eldingu
hafi lostið í þá með fyrrgreind-
um afleiðingum. Ljóst þykir þó að
spennarnir eiga að endast er marg-
falt lengur en nokkur ár.
Draugar með tækjadellu
„Draugar eru mjög fiktgjarnir og
með tækjadellu og því er hann Stark-
aður líklegur,“ segir Bjarni og bætir
við að það séu nokkur ár síðan hann
heimsótti svæðið.
„Ég veit ekki hvort einhver hafi
hróflað við steininum eða gert þar
eitthvað sem ekki má. Aðalatriðið
gagnvart draugum er að umhverfi
þeirra og stöðu sé sýnd eðlileg
virðing. Annars er lítið um álfa
á hálendinu. Þetta eru aðal-
lega byggðir trölla og útilegu-
manna. Það eru til dæmis
útilegumenn í Þjórsárverum
sem ákveðin ver draga nafn
sitt af eins og Illugaver sem ég
hef fulla trú á að séu þar enn,“
segir Bjarni.
Bera virðingu fyrir landinu
Nú þegar stórframkvæmd-
ir á hálendinu og víðar eru dag-
legt brauð hljóta menn að velta
því fyrir sér hvort ekki sé hægt að
semja við þá álfa, drauga
eða tröll sem ráða
yfir svæð-
un-
um. Bjarni hefur efasemdir um slíkar
sáttaleiðir.
„Ég hef alltaf haft efasemdir
um þannig tjáskipti að frumkvæði
mannanna en held aftur á móti að
það sé vel hægt að komast af ef þeim
er sýnd tilhlýðileg virðing. Það sem
er mikilvægast fyrir Landsvirkjun er
að feta sig áfram eftir þeirri slóð sem
þeir virðast aðeins hafa gefið lítinn
gaum seinni ár. Það er að bera ótta-
blandna virðingu fyrir landinu en
það eru minni líkur á að þeir lendi
í útistöðum við landvættina ef þeir
fara varlega og láta helgustu náttúru-
perlurnar eiga sig, það er það sem
mestu skiptir,“ segir Bjarni Harð-
arson.
Þetta helst
Föstudagur 12. september 20082 Fréttir DV
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
Sandra Björg Ármanns-
dóttir, þriggja vikna göm-
ul dóttir Ármanns Freys
Hjelm og Hildar Óskar
Víðisdóttur, bjargaði lífi
foreldra sinna þegar hún vaknaði
um miðja nótt. Kviknað hafði í
út frá þurrkara í íbúðinni og var
þvottahúsið orðið fullt af reyk.
Enginn reykskynjari var í íbúð-
inni og því er það ótrúleg mildi
að ungbarnið vaknaði. „Ég get
aldrei orðið jafnþakklátur henni
og fyrir að hafa bjargað lífi okkar,“
segir pabbi hennar. „Ég hugsa
ekki um neitt annað en hvað ég er glaður að hún skyldi hafa vaknað
um nóttina,“ segir hann og bætir því við að Sandra Björg hafi sofið
afar vel síðustu nætur.
þriggja vikna bjargvættur
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins
fimmtudagur 11. september 2008 dagblaðið vísir 167. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
Þriggja vikna stúlka vakti foreldra Þegar heimilið logaði:
fólk
Dorrit með
elítunni
í london
börnin hræDDviðheimsenDi
Hun bjargaði
lifi okkar
fréttir
skotum dugðu tvö skot sport
forsetafrúin í
sebrabuxum á
djamminu
Þorgerður Katr-
ín Gunnars-
dóttir fer ekki
á Ólympíumót
fatlaðra sem
stendur nú yfir í Peking.
Jóhanna Sigurðardóttir
er hins vegar heiðurs-
gestur þar. „Mennta-
málaráðherra er auðvit-
að íþróttamálaráðherra
allra og eðlilegt að hún
sýni fötluðum íþróttamönnum sömu virðingu og ófötluðum,“ sagði
Haukur Gunnarsson, sem vann gullið í 100 metra hlaupi á Ólymp-
íumóti fatlaðra í Seúl árið1998, í viðtali við DV. Athygli vakti að Þor-
gerður Katrín fór ekki aðeins einu sinni á nýafstaðna Ólympíuleika
heldur tvisvar og gaf hún þá skýringu að ekki væri annað en eðlilegt
að ráðherra íþróttamála væri viðstaddur jafnstóran viðburð íslenskra
íþróttamanna. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjárhags- og
afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra, sér ekkert athugavert við að
Þorgerður Katrín mæti ekki á mótið. „Við lítum ekki á þetta sem neitt
gagnrýnivert. Svona er þetta bara.“
fer ekki til Peking
2
Ágúst Magnússon er
nýlega laus úr fangelsi
vegna dóms fyrir kyn-
ferðisbrot gegn fimm
drengjum. Hann er nú
á reynslulausn og fór til
Uppsala í Svíþjóð þar sem hann
stundar nám við biblíuskóla. Ág-
úst fékk sérstakt leyfi hjá fangels-
ismálayfirvöldum til þess að fá
að fara til Svíþjóðar. Fólkið sem
hann dvelur hjá í Svíþjóð fékk
ekkert að vita um fortíð hans fyrr
en fjölmiðlar fréttu af veru Ágústs
þar. „Auðvitað er maður ekkert
sáttur við þetta,“ segir Ívar Jóhann Halldórsson, faðir Tönju Rósar
sem stundar nám við sama biblíuskóla og dæmdi barnaníðingur-
inn Ágúst Magnússon. Ívar segir að hann muni ekki sætta sig við að
barnaníðingurinn sé með Tönju í bekk og umgangist hana daglega.
leynd um glæPi níðings
Vilja barnaníðing
burt úr bekk
dótturinnar
Miðvikudagur 10. SepteMber 20086
Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
„Auðvitað er maður ekkert sáttur
við þetta,“ segir Ívar Jóhann Hall-
dórsson, faðir Tönju Rósar sem
stundar nám við sama biblíuskóla
og dæmdi barnaníðingurinn Ágúst
Magnússon. DV greindi frá því í gær
að Ágúst hefði ákveðið að setjast á
skólabekk í bíblíuskólanum Livets
Ord í Uppsölum í Svíþjóð á sama
tíma og hann er á reynslulausn
vegna kynferðisafbrota. Hann fékk
leyfi hjá fangelsismálayfirvöldum til
þess en þau neita að tjá sig um mál-
ið. Ágúst losnaði nýlega úr fimm ára
fangelsisvist eftir kynferðisafbrot
gegn sex ungum drengjum. Ívar ótt-
ast um dóttur sína ef Ágúst heldur
áfram vist í skólanum.
Venjulegur nemandi
„Hann er eins og hver annar
nemandi, nema vandamál hans er
bara milli hans og skólastjórans.
Nema skólastjórinn hefur samþykkt
að þegja yfir þessu sem er ósann-
gjarnt gagnvart öllum hinum og ef
þú ert að fara að bæta ráð þitt hlýt-
urðu náttúrlega að koma fram eins
og þú ert klæddur.“
Ívar bendir einnig á að hann ef-
ist um að skólastjórinn þekki allan
bakgrunn Ágústs. „Einhvern veginn
efast maður um að skólastjórinn viti
að hann er alræmdur barnaníðing-
ur hér á Íslandi þannig að ef Ágúst
sjálfur hefur skrifað þetta bréf get-
ur maður ímyndað sér að hann hafi
sykurhúðað svolítið, að hann ætti
kannski við einhver vandamál að
glíma og viljað losna við þau
eins og flestir einstaklingar
en ég efast um að hann
viti hversu djúpt mál-
ið ristir. Þannig von-
ar maður, ef hann
hefur gert grein
fyrir þessu, að
hann taki sönsum og segi honum
að fara úr skólanum.“
Staddur á Íslandi
Samkvæmt heimildum DV er Ág-
úst staddur á Íslandi þessa dagana í
einkaerindum en mun halda aftur
til Svíþjóðar á næstu dögum. Ágúst
býr hjá fjölskyldu með tvö börn sem
stunda einnig nám við skólann.
Ívar segir að hjónin hafi fyrst frétt
af bakgrunni Ágústs eftir að hafa
leigt honum. Ívar segir málin munu
skýrast á næstu dögum. „Gunnar
Wienke, forstöðumaður unglinga-
starfsins hjá Veginum, mun hafa
samband við þá úti fljótlega og við
sjáum svo til hvað gerist í fram-
haldi af því.“
Aðspurður um líð-
an Tönju Rósar seg-
ir Ívar að hún
sé áhyggju-
full yfir
framhaldinu en það sé ekki
enn komin nein reynsla á
hvernig sé að hafa Ágúst
fyrir skólafélaga. Ívar segir
að hann muni ekki sætta
sig við að barnaníðingur-
inn sé með Tönju í bekk og
umgangist hana daglega.
„Framhaldið er náttúru-
lega ekki það að við sættum
okkur við þetta. Hann er ekki
búinn að fara í meðferð eða
neitt, strákurinn. Maður verð-
ur ekki bara heilbrigður samdæg-
urs þegar maður labbar inn í
biblíuskóla,“ segir Ívar
áhyggjufullur að
lokum.
„Maður verður ekki
heilbrigður samdæg-
urs þegar maður geng-
ur inn í biblíuskóla.“
Tanja Rós Ívarsdóttir Ágúst Magnús-son
Boði logaSon
blaðamaður skrifar bodi@dv.is
Ágúst Magnússon dæmdur fyrir að níðast á börnum, en fór með samþykki fangelsisyfirvalda í biblíuskóla í Svíþjóð.
Líðan Össurar Péturs Össurar-
sonar sem fannst með lífshættulega
höfuðáverka á mótum Laugavegs,
Skúlagötu og Höfðatúns á laugar-
dagsmorgun er óbreytt samkvæmt
upplýsingum læknis á gjörgæslu-
deild Landspítalans. Honum er hald-
ið sofandi í öndunarvél. Lögreglan
er engu nær varðandi málið og eng-
in vitni hafa gefið sig fram. Sigur-
björn Víðir Eggertsson rannsóknar-
lögreglumaður segir ekkert sérstakt
benda til þess að ráðist hafi verið á
Össur, áverkinn geti allt eins hafa
orðið til vegna falls. Hann tekur fram
að málið sé algjörlega óupplýst og að
án vitna geti svo farið að málið verði
það áfram. Vinir og vandamenn Öss-
urar hafa sett af stað „styrktarsíðu
Össa okkar“ á Facebook þar sem þeir
óska vini sínum bata.
Vinir Össurar sem DV hafði sam-
band við hafa enga hugmynd um
hvað gæti hafa gerst. „Ég er æsku-
vinkona hans en ég veit ekki neitt
frekar en aðrir,“ segir Ásta Soffía Ást-
þórsdóttir en hún er ein af þeim sem
hefur skrifað heillakveðjur á Face-
book-síðuna. Hún segir Össur al-
mennt hressan, skemmtilegan og
glaðan mann.
Engilráð Ósk Einarsdóttir tekur í
sama streng og Ásta: „Hann er einn
af lífsglöðustu mönnum sem ég hef
hitt á minni ævi, ótrúlega frábær og
góður strákur.“ Fleiri vinir leggja orð í
belg á síðunni, til dæmis hann Hjalti
sem segist hlakka til þess að sjá Öss-
ur þegar hann vaknar aftur. Ingibjörg
vinkona hans segir: „Elsku Össi, ég
veit þú munt koma út úr þessu heill
og hressari en nokkru sinni fyrr. En
þangað til þá ert þú í bænum mínum
og svo margra annarra. Ég sendi þér
batnaðar- og baráttukveðjur.“
jonbjarki@dv.is
Vinir Ö sur r harmi sle nir
glaður maður vinir Össurar sem
dv talaði við eru sammála um það
að þar fari einn af lífsglöðustu
mönnum sem þeir þekkja.
Áreitti sex
ára barn
Karl á fimmtugsaldri hefur
verið úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 23. september. Hann
er grunaður um að hafa áreitt
barn kynferðislega í miðborg-
inni. Maðurinn er grunaður
um að hafa brotist inn í íbúð í
miðborg Reykjavíkur aðfara-
nótt laugardags þar sem kona
var sofandi með sex ára gömlu
stúlkubarni. Konan vaknaði við
umgang mannsins en hann flúði
af vettvangi um leið og hún varð
hans vör.
Stóð föst á sínu
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra
sagðist á þingi í gær verja þá
ákvörðun sína að hafa farið
tvær ferðir til Kína. Jón Magn-
ússon þingmaður Frjálslynda
flokksins sagði augljóst að ferð
hennar hefði ekki verið rædd í
ríkisstjórn. Þorgerður sakaði Jón
um að fara með rangt mál. Hún
sagði þetta vera mikilvægasta
viðburð íþróttasög-
unnar og því hefði
hún sem íþrótta-
málaráðherra
ákveðið að fara
utan aftur. Þá
upplýsti hún
að ferðin hefði
kostað 1,8
milljónir
króna.
Áhyggjur af
Ögmundi
„Ég hef áhyggjur af manni
sem eyðir tíma sínum í að
falsa ljósmyndir og setja á
vefinn,“ segir Guðlaugur Þór
Þórðarson heilbrigðisráð-
herra um samsetta mynd af
honum og Gaddafi á heima-
síðu Ögmundar Jónasonar,
þingmanns vinstri-grænna.
Ögmundur sagði í færslu sem
fylgdi samsettu myndinni að
Guðlaugur Þór og Moamm-
ar Gaddafi Líbíuleiðtogi ættu
það sameiginlegt að þurfa
ekki að færa djúp rök fyrir
afstöðu sinni þegar ráðist er í
grundvallarbreytingar á sam-
félaginu. Í bítið á Bylgunni í
gær sagði Ögmundur að um
væri að ræða pólitíska list.
Hann sagði að allir þeir sem
hefðu vott af skopskyni og
húmor hefðu tekið þessu vel.
3
Sultartangavirkjun er óstarfhæf eftir röð bilana í
báðum spennum hennar. Hrakfallasaga virkjunarinnar er lyginni
líkust en forsvarsmenn Landsvirkjunar búast ekki við að ná henni
í gang fyrr en eftir áramót. Bjarni Harðarson alþingismaður seg-
ir drauginn Starkað ganga um svæðið og að friðarumleitanir við
hann felist í virðingu fyrir umhverfinu.
hitt málið
DRAUGUR
HERJAR Á
SULTARTANGA
Heilsu-
átak
dr. Gillian
McKeith
Mataræði
sem veitir þér vellíðan
allt til æviloka
H
eilsuátak
dr. G
illian M
cK
eith
HÓLAR
Bók sem
hefur bætt
líðan margra.
Fæst í
bókabúðum.
þriðjudagur 9. september 20082
Fréttir
ÞORGERÐUR SNIÐGENGUR FATLAÐA
„Menntamálaráðherra er auðvitað
íþróttamálaráðherra allra og eðli-
legt að hún sýni fötluðum íþrótta-
mönnum sömu virðingu og ófötluð-
um,“ segir Haukur Gunnarsson sem
vann gullið í 100 metra hlaupi á Ól-
ympíumóti fatlaðra í Seúl árið1998.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra fer ekki á Ól-
ympíumót fatlaðra sem stendur nú
yfir í Peking. Jóhanna Sigurðardótt-
ir félagsmálaráðherra er hins vegar
heiðursgestur á leikunum.
Virðingarvert að mæta
Þegar blaðamaður hafði sam-
band við menntamálaráðuneyt-
ið og spurðist fyrir um hvort
Þorgerður Katrín hygðist fara á
Ólympíumót fatlaðra fengust
þær upplýsingar að sú hefð
hefði skapast að mennta-
málaráðherra fer fyrir hönd
þjóðarinnar á Ólympíuleik-
ana en félagsmálaráðherra
sækir heim Ólympíumót
fatlaðra sem haldið er
skömmu síðar.
Haukur segist afar þakklátur Jó-
hönnu fyrir að sýna fötluðu íþrótta-
fólki stuðning. „Hún sýnir þá virð-
ingu að mæta á svæðið og við
metum það. En það truflar íþrótta-
fólkið ekkert að menntamálaráð-
herra er ekki með. Það er bara
hennar höfuðverkur.“ Hann bendir
á að málefni fatlaðra heyri undir fé-
lagsmálaráðuneytið.
Erla Hlynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Jóhanna sigurðardóttir
Minni virðing Haukur gunnarsson
ólympíumethafi segir fatlaða íþróttamenn
oft
þurfa að leggja enn meira á sig en ófatlaði
r.
afrek þeirra fá hins vegar minni athygli.
Mynd HEiða HElGadóttir
Gullmedalíuhafarnir koma heim jóhanna
sigurðardóttir var einnig félagsmálaráðhe
rra árið 1988.
Hún var á meðal þeirra sem tóku á móti íþ
róttamönnun-
um eftir frægðarförina til seúl. Á myndinn
i með henni
og Hauki er Lilja m. snorradóttir sundkona
sem fékk eitt
gull og tvö brons á leikunum eins og Hauk
ur.
„Það truflar íþróttafólkið ekkert að
menntamálaráðherra er ekki með.
Það er bara hennar höfuðverkur.“
Fulltrúar Íslands á
ÓlympÍumÓti Fatlaðra Í peking
Baldur Ævar Baldursson, langstökk
Eyþór Þrastarson, sund
Jón Oddur Halldórsson, frjálsar íþróttir/spr
etthlaup
Sonja Sigurðardóttir, sund
Þorsteinn Magnús Sölvason, lyftingar
ÞriðJudagur 9. SEptEMBEr 2008 3
Fréttir
FATLAÐA
meiri vinna fyrir fatlaða
Athygli vakti að Þorgerður Katr-
ín fór ekki aðeins einu sinni á nýaf-
staðna ólympíuleika heldur tvisv-
ar og gaf hún þá skýringu að ekki
væri annað en eðlilegt að ráðherra
íþróttamála væri viðstaddur jafn-
stóran viðburð íslenskra íþrótta-
manna. Þegar kemur að fötluðum
íþróttamönnum er Þorgerður hins
vegar fjarri góðu gamni. Eins og sést
glögglega á árangri Hauks eru þess
dæmi að Íslendingar nái á verð-
launapall á þeim leikum. Minna er
hins vegar gert úr árangri þeirra fötl-
uðu. „Við þurfum oft að leggja okk-
ur miklu meira fram en þeir sem eru
ófatlaðir,“ segir Haukur.
kvarta ekkert
Ólafur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri fjárhags- og afreks-
sviðs Íþróttasambands fatlaðra, sér
ekkert athugavert við að Þorgerður
Katrín mæti ekki á mótið. „Við lítum
ekki á þetta sem neitt gagnrýnivert.
Svona er þetta bara.“ Hann segir að
vissulega væri gaman ef hún kæmi.
„Við erum hins vegar mjög ánægð
með að einhver af ráðherrum ríkis-
stjórnarinnar vilji vera með okkur.
Við erum alsæl með að félagsmála-
ráðherrann mætir,“ segir Ólafur.
Hann bendir á að mennta-
málaráðuneytið hafi alltaf
verið einn stærsti stuðnings-
aðili Íþróttasambands fatl-
aðra. „Við erum ekkert
að kvarta.“ Ólafur seg-
ir sambandið aldrei
hafa gagnrýnt fjarveru
menntamálaráð-
herra á mótinu og
ekki hafi kom-
ið upp sú hug-
mynd að óska
nærveru
hans.
góður árangur Íslenskir keppendur á Ólymp
íu-
móti fatlaðra hafa náð mjög góðum árang
ri. Á
leikunum í Sydney árið 2000 fékk Kristín r
ós
Hákonardóttir gullverðlaun fyrir sund.
mynd steFán karlsson
situr heima Þorgerður Katrín gunnarsdóttir
ætlar ekki á Ólympíumót fatlaðra en fimm
íþróttamenn keppa þar fyrir Íslands hönd.
mynd sigtryggur ari
Atli Már GylfAson
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
„Draugar eru mjög fikt-
gjarnir og með tækja-
dellu og því er hann
Starkaður líklegur.“
Bjarni Harðarson alþingismaður-
inn veit allt um vætti landsins. Það er
draugurinn starkaður sem herjar á
sultartanga að hans mati.
sultartangavirkjun Hefur ekki unn-
ið á fullum afköstum frá því í fyrra og
nú er allt stopp. Virkjunin fer ekki í
gang aftur fyrr en eftir áramót.