Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Page 40
Föstudagur 12. september 200840 Helgarblað DV
umsjón: kolbrún pálína helgadóttir kobrun@dv.is
Nýtum
beriN
Fyrir ykkur sem eruð búin að sulta
þetta haustið og eigið nokkur ber
afgangs gæti verið gaman að gera
gómsætan eftirrétt eða böku úr
berjunum. Þessi dýrindis
aðalbláberjaostakaka ætti að
gleðja bragðlaukana.
aðalbláberjaostakaka
botn:
n 230 gr hafrakex
n 100 gr smjör
n 1 tsk. sykur
Fylling:
n 500 gr rjómaostur
n 50 gr sykur
n 350 gr aðalbláber
n 1½ dl rjómi
n 5 stk. matarlímsblöð
oFan á kökuna:
n 2 dl rjómi
n 1 stk. eggjahvíta
n 1 msk. flórsykur
aðFerð:
n myljið kexið vel niður, bræðið
smjörið og blandið saman við
ásamt sykrinum. Þrýstið í botninn
á forminu, kælið.
n osturinn er unninn mjúkur með
sykrinum, rjóminn er þeyttur og
blandað saman við rjómaostinn.
n leysið upp matarlímið og
blandið saman við og að síðustu
er berjunum blandað út í. einnig
er hægt að nota önnur ber, svo
sem bláber og krækiber.
n Þeytið rjómann, þeytið saman
hvíturnar ásamt sykrinum, blandið
þessu saman, smyrjið yfir kökuna
og kælið.
n blandið rjómanum og eggjahvít-
unni saman og smyrjið yfir
ostafyllinguna.
& ínMatur
Fylltar
kartöflur
kjúklingaFylling
n 4 stórar kartöflur
hitið ofninn í 200°C. pikkið kartöflur allt
um kring með gaffli eða prjón. bakið í 1-1
½ klst. eftir stærð.
kjúklingaFylling:
n 300-400 g steikt kjúklingakjöt (gott er
að nota steikta afganga eða skera utan af
heilum lærum)
n 3 dl mexíkóskt tómatsalsa
n 1-2 tsk. gott krydd, t.d. Fiesta de mexico
n 150 g ostur, rifinn
n hitið ofninn í 200°C. skerið bakaðar
kartöflur í tvennt og skafið smávegis
innan úr þeim. setjið maukið í skál.
blandið kjúklingi, tómatsalsa og kryddi
saman við og skiptið fyllingunni niður á
kartöflurnar. stráið osti yfir og bakið þar til
fyllingin er orðin heit í gegn og osturinn
bráðnaður.
osta- og skinkuFylling:
n 50 g smjör
n 250 g hvítmygluostur, saxaður
n 150 g skinka í bitum
n 2 tsk. grófkorna sinnep eða dijon-sinnep
n 1 egg
n 100 g rifinn ostur
n hitið ofninn í 180°C. skerið bakaðar
kartöflur í tvennt, skafið innan úr þeim og
raðið þeim í ofnfast fat. setjið maukið í
skál og blandið smjöri, hvítmygluosti,
skinku, sinnepi og eggi saman við. Fyllið
kartöflurnar með blöndunni, stráið osti
yfir og bakið í 10-15 mínútur.
græn Fylling:
n 200 g blöðrukál (savoy-kál), frekar
smátt skorið
n 8-10 stilkar vorlaukur
n 3 msk. olía
n 400 g frosnar, grænar baunir, þýddar
n salt og pipar
n 100 g fetaostur
n hitið ofninn í 200°C. skerið bakaðar
kartöflur í tvennt, skafið innan úr þeim
og raðið þeim í ofnfast mót. setjið
maukið í skál. steikið kál og vorlauk í olíu
og bætið baunum út í. setjið kálblönd-
una út í kartöflumaukið og blandið vel
saman, kryddið með salti og pipar. Fyllið
kartöflurnar með blöndunni. stráið
fetaosti ofan á og bakið í 10-15 mínútur.
Lasagne Magnificento
Ég sé nú ekki vanalega um eldamennskuna á mínu heimili
vegna þess að maður æfir öll virk kvöld vikunnar og þá sér eig-
inkona mín Dröfn Jónasdóttir um eldamennskuna en þá hjálpa
ég frekar til um helgar og þau kvöld sem ég er ekki á æfingu sem
er þó sjaldan. Þá er nú oftast sem ég grilla eða sé um einhverj-
ar stórar steikur en ég ætla nú samt að deila með ykkur þessari
uppskrift vegna þess að hún er svo góð.
n 3 msk. ólífuolía
n 4 hvítlauksgeirar saxaðir
n 500 g nautahakk
n 2 tsk. múskat
n ½ nautakraftsteningur
n 3 msk. tómatmauk
n 2 dósir niðursoðnir tómatar
handfylli af söxuðum basillaufum
n 300 g kotasæla
n maldon salt / nýmalaður pipar
hitið olíuna í potti og steikið hvítlaukinn og
hakkið.
kryddið með múskati, bætið tómatmauki og
tómötum, basil, kotasælunni og kraftinum við
og látið malla í 30 til 40 mín
n ½ til 1 pakki af lasagne-plötum
n 2 mozzarellaostakúlur sneiddar
n 300 g parmesanostur rifinn
sósa
n 400 g sýrður rjómi
n 300 g parmesanostur
n 1 kjúklingateningur
hitið ofninn í 200 gráður setjið 1/3 af
kjötsósunni í botninn á eldföstu móti og raðið
mozzarellasneiðum á víð og dreif ofan á, stráið
parmesan yfir og leggið lasagne-plötur ofan á,
hellið 1/3 af ljósu sósunni yfir. endurtakið þar
til hráefni er búið og endið á að dreifa
mozzarella- og parmesanosti yfir. eldið í ofni í
40 til 50 mín. borið fram með salati og
hvítlauksbrauði og góðu rauðvíni, til dæmis
góðum ítala eða peter lehmann Wild Card,
klikkar ekki.
Að lokum verð ég að skora á Fríðu Hrönn Elmarsdóttur þar
sem ég skora á hverju kvöldi hjá Magnúsi Gunnari,
markmanni og eiginmanni hennar. Og veit ég af eigin raun
að hún er snilldarkokkur og lumar á góðri uppskrift.
M
atg
æð
ing
ur
inn
Góð ráð í Vikunni
í nýútkomnu tímariti Vikunnar má finna
sextíu og þrjár girnilegar uppskriftir úr
danska kúrnum. danski kúrinn hefur
slegið rækilega í gegn hér á landi sem
og annars staðar og hjálpað mörgum
að ná tökum á þyngdinni. auk upp-
skriftanna gefur Vikan einnig góð ráð að
breyttum og hollari matarvenjum.
hönnuður: sigríður
bragadóttir
ljósmyndari:
kristinn magnússon
í boði Gestgjafans
Kartöflur eru
ódýrar og mett-
andi. Bakaðar og
fylltar með góm-
sætri fyllingu
eru þær herra-
mannsmatur.
Það er um að
gera að nota
ímyndunaraflið
og nýta af-
ganga sem
fyllingu en hér
koma nokkrar
tillögur.