Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Síða 42
Föstudagur 12. september 200842 Ferðir DV
Á ferðinni
Veiðiréttindi...
...færðu með því að ljúka skotvopnanám-
skeiði og veiðikortanámskeiði hjá umhverf-
isstofnun. töluvert uppnám hefur verið
vegna þess hve fá skotvopnanámskeið
eru í boði þetta árið en það borgar sig fyrir
áhugasama að skrá sig á biðlista á veidikort.
is. betra aðgengi er að veiðikortanámskeið-
unum. saman kosta þessi námskeið á bilinu
25 til 30 þúsund með öllum kostnaði.umsjón: Ásgeir jónsson asgeir@dv.is
Kysstu snípuna
á bossann
Feðgarnir Gísli Jóhannsson og Þrándur Gíslason eru miklir veiðimenn. Þeir eru dug-
legir við að leggja land undir fót og veiða fjölbreytta bráð. Feðgarnir eru nýkomnir af
hreindýraveiðum. Þeir ætla til Danmerkur í vetur þar sem veiðin er nokkuð ólík þeirri
sem við þekkjum og hefðirnar aðrar.
„Ég var fimm ára þegar við byrj-
uðum að veiða murtu í Þingvalla-
vatni,“ segir Þrándur Gíslason,
unglingalandsliðsmaður í hand-
bolta, ættaður frá Dalsgarði í Mos-
fellsdal. Hann og faðir hans Gísli
Jóhannsson rósabóndi hafa ver-
ið duglegir við að veiða saman í
gegnum árin og er óhætt að segja
að Þrándur hafi byrjað ungur.
Maríulaxinn 10 ára
„Þegar við veiddum á Þing-
völlum vorum við bara með þetta
helsta sem börn nota. Flotholt og
svona fínerí. Pabbi var alltaf dug-
legur að taka okkur með,“ segir
Þrándur og á þá við Þorberg bróður
sinn heitinn. „Pabba finnst best að
veiða með okkur. Hann segir okk-
ur bestu veiðifélagana. Afslappað-
asta og skemmtilegasta.“ Þránd-
ur var tíu ára þegar hann veiddi
maríulaxinn sinn í Leirvogsá og
hafa þeir verið ófáir síðan.
„Á svipuðum aldri fór ég að
rölta með á rjúpu og svona aðeins
að kynnast skotveiðinni. Fór að
tína upp fugla og fræðast aðeins
um þetta æðislega sport.“ Í kjöl-
farið fylgdi gæsin og nú í haust fór
Þrándur ásamt pabba sínum og
góðra vina hópi í sína fyrstu hrein-
dýraveiði.
Fyrsti hreindýratúrinn
„Þetta var ein allra skemmti-
legasta veiðiferð sem ég hef farið í.
Hópurinn var alveg frábær en við
fórum þarna átta saman sem erum
í veiðifélaginu Komdu og skjóttu
mig.“ Þrándur segir hreindýraveið-
ina hafa verið öðruvísi og spenn-
andi. „Við fórum austur á Horna-
fjörð og tókum dýrin á svæði níu,“
en það var Halldór Guðmundsson
sem leiðbeindi hópnum á veiðun-
um.
„Við fundum þarna 70 dýra
hjörð. Það voru bara beljur og þær
lágu þarna og jórtruðu. Við skrið-
um að dýrunum og það var mik-
ið að gerast í hausnum á manni.
Spenna, stress og eftirvænting sem
er skiljanlegt þegar ungir menn
eru á ferð sem eru óvanir að skjóta
svona stóra bráð með svona stór-
um vopnum.“
Þrándur segir veiðina hafa
gengið vel fyrir sig og að allir hafi
hitt bráðina eins og fagmenn. „Það
var reyndar einn náungi þarna sem
var ekki í okkar hópi sem misskildi
hlutina eitthvað aðeins. Hann var
uppstrílaður en skaut bara út í
loftið. Spurning hvort hann hafi
sett kíkinn öfugan á byssuna.“
Veiðifélagið Komdu og skjóttu
mig hittist svo í vikunni eftir
veiðina og gerði að dýrunum sem
felld höfðu verið. „Það var frá-
bær stemning líka og stór partur
af þessu öllu. Leiðsögumaðurinn
sýndi okkur tökin og svo gerð-
um við að þeim sjálfir. Við áttum
hakkavél en keyptum okkur vak-
úmpökkunarvél. Fengum okkur
rauðvín og hlustuðum á góða tón-
list.“
Snípan kyssir á móti
Þrándur og Gísli eru á leiðinni
til Danmerkur í vetur þar sem þeir
halda til veiða. „Pabbi varð fimm-
tugur nýlega og fjölskyldan gaf
honum ferð til Danmerkur.“ Þeir
feðgar ætla væntanlega að halda
utan í desember þegar minna er
að gera hjá Þrándi í handboltan-
um.
„Við förum til Jótlands þar
sem ég var í sveit þegar ég var lít-
ill og vinafólk okkar býr. Við höf-
um oft boðið þeim í lax og gæs
hérna þannig að það hefur staðið
til lengi að fara þangað.“ Þrándur
segir að bráðin verði fjölbreytt og
skemmtileg. „Við veiðum dádýr,
krónhirti, fasana, snípur og jafn-
vel dúfur,“ en Þrándur segir mesta
sportið hjá Dönunum að veiða
snípur. „Það þykir voða fínt. Þegar
þú ert búinn að skjóta þína fyrstu
snípu ber veiðistjórinn hana að
þér að veiði lokinni og þú átt að
kyssa hana á bossann. Þeir sem
eru sniðugir kreista hana og þá
kyssir hún á móti.“
Meira en bara veiði
Þrándur segir veiðiferðirnar
snúast um mun meira en að fella
bara bráðina. „Þetta snýst um úti-
veruna og hreyfinguna. Að vera
með fjölskyldu og vinum. Læra
örnefni, skoða staði og heyra
skemmtilegar sögur.“ Þrándur seg-
ir erfitt að gera upp á milli stang-
og skotveiði. „Þetta er svo ólíkt en
hvort tveggja er þetta frábær af-
þreying og hið mesta sport.“
„Það þarf smá drápseðli til þess
að stunda þetta,“ segir Þrándur
aðpurður hvað þurfi til þess að
vera veiðimaður. Hann er ekki viss
um að sportið sé fyrir alla en fólk
finni það fljótt. „Það eru til dæmis
margir í fjölskyldunni sem borða
villibráðina með bestu lyst en
gætu alls ekki hugsað sér að fella
hana.“ Þegar Þrándur er spurður
hvort hann sé fæddur veiðimaður
er hann með svar á reiðum hönd-
um: „Já. Natural born killer,“ segir
hann léttur í bragði.
asgeir@dv.is
Varist
strumpana
Á akureyri eru almenningssam-
göngur ókeypis. Í flestum öðrum
borgum er maður illa staddur ef
maður þarf að komast leiðar sinnar
og skortir farareyri. Í reykjavík er
um lítið annað að ræða en að leita
á náðir misgeðvondra strætóbíl-
stjóra og biðja um miskunn á
ýmist íslensku eða pólsku. Þó eru
til aðferðir sem flestir kannast við
til að blekkja strætóbílstjóra, svo
sem að skipta því klinki sem til er í
krónur og henda ofan í baukinn
þegar maður strunsar framhjá, eða
þá að skrapa dagsetninguna af
útrunna skiptimiðanum. Höfundur
tekur þó enga ábyrgð á því hvort
slíkt beri endilega árangur.
Í Helsinkiborg í Finnlandi eru
almenningssamgöngur til mikillar
fyrirmyndar. reykvíkingur sem er
vanur að þurfa ávallt að bíða í 20
mínútur eftir strætó getur varla
annað en hlegið þegar hann sér
Helsinkibúa æða niður rúllustig-
ann til að ná neðanjarðarlestinni,
vitandi að aldrei líða fleiri en þrjár
mínútur á milli lesta. Þar er fólki
líka betur treyst og því í sjálfsvald
sett hvort það kaupir sér miða eða
ekki. ekki er þó traustið algert, því
bláklæddir miðaverðir eiga það til
að birtast með reglulegu millibili
til að kanna hvort fólk sé með
gilda miða.
miðaverðir þessir eru í daglegu tali
kallaðir strumparnir og þegar
strumparnir birtast eru góð ráð
dýr. öllum útgönguleiðum er
lokað og allir sem eru teknir á
lestarpallinum miðalausir eru
sektaðir sem nemur tugum
þúsunda króna. eina leiðin til að
sleppa úr klóm strumpanna er því
að hlaupa inn í lestargöngin. Ég
þekkti eitt sinn mann sem gerði
einmitt þetta og það þurfti að loka
öllu neðanjarðarlestarkerfi
Helsinkiborgar meðan strumparnir
veiddu hann upp á næstu
lestarstöð.
sá hefði reyndar haft efni á
sektinni þegar allt kom til alls, því
skömmu síðar vann hann einn
stærsta lottóvinning í sögu
Finnlands. en heppnin eltir ekki
ógæfumann til lengdar. Hann fór
til amsterdam með vinningsféð,
þar sem hann lést fyrir aldur fram.
Hvernig almenningssamgöngur
eru í framhaldslífinu komumst við
öll að raun um fyrr eða síðar. en lík-
lega er betra jafnt þar sem hér að
vera með miða sem gildir.
Valur Gunnarsson
rithöfundur skrifar
Þrándur og gísli Þeir eru ekki
bara fallegir feðgarnir heldur einnig
hörku veiðimenn.
Vel heppnuð
Veiði Þrándur
krýpur við dýrin
sem veiðihópurinn
Komdu og skjóttu
mig felldi.
Veiðihópurinn KoMdu oG
SKJóttu MiG góðir félagar sem leggja
land undir fót og skemmta hver öðrum.