Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Page 44
Föstudagur 12. september 200844 Helgarblað DV
Sakamál
SýrubaðSmorðin
John george Haigh fékk viðurnefnið „sýrubaðsmorðinginn“.
Hann var enskur raðmorðingi upp úr miðri síðustu öld. Hann
staðhæfði að hann hefði drukkið blóð úr einu fórnarlamba
sinna og var í kjölfarið kallaður „blóðsugumorðinginn“ í dag-
blöðum. Haigh myrti sex manns sem vitað er um.
Hvati ódæða hans var upp að vissu marki peningagræðgi, og
hann falsaði pappíra með það fyrir augum að selja eigur fórnarlambanna.
Lesið um sýrubaðsmorðingjann í næsta helgarblaði dV.
umsJón: KoLbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is
EITURDROTTNINGIN
Samviska var ekki eitt af því sem Lydía Sherman burðaðist með í farteskinu. Til að losna við basl sem fylg-
ir barnastússi losaði hún sig við vandamálin eitt af öðru. Óhætt er að segja að þeim sem ekki voru henni að
skapi varð ekki auðið langra lífdaga eftir að hafa kynnst henni.
Lydía Sherman fæddist í Burl-
ington í Bandaríkjunum 1824.
Hún varð munaðarlaus níu ára
að aldri og ólst upp hjá frænda
sínum. Sextán ára yfirgaf Lyd-
ía Burlington og flutti til New
Brunswick í New Jersey og kynnt-
ist þar sínum fyrsta eiginmanni,
ekklinum Edward Struck, og áttu
þau sex börn.
Hjónakornin fluttu með
barnaskarann til Manhattan-
eyjar þar sem Struck gekk í rað-
ir lögreglunnar. Segir ekki meira
af hjónunum næstu átján árin,
en þá var eiginmaðurinn rekinn
úr lögreglunni vegna hugleysis
og áður en langt um leið lagðist
hann í þunglyndi og breyttist úr
fyrrverandi lögreglumanni í at-
vinnulausa fyllibyttu. Þess var
ekki langt að bíða að Lydíu yrði
nóg boðið og kvöld eitt dröslaði
hún honum drukknum í rúmið
og mataði hann á hafraseyði og
rottueitri. Skammturinn var ban-
vænn og eitthvað fannst lækn-
inum dauðinn grunsamlegur,
en skellti skuldinni á óhóflega
neyslu áfengis. Engu að síður tók
hann þá ákvörðun að óska eftir
opinberri rannsókn. Læknirinn
hafði ekki erindi sem erfiði því
Lydía hafði séð til þess að jarð-
arförin færi strax fram og yfir-
völd sáu ekki ástæðu til að ónáða
hana í sorg sinni.
Hálf tylft barna of mikið
Lydía komst þó fljótt að þeirri
niðurstöðu að það yrði ærið
verk að sjá um hálfa tylft barna.
Skyndilega varð engu líkara en
hún sæi rottu í hverju horni. Það
var í það minnsta það sem hún
sagði í lyfjabúðinni í nágrenninu
þar sem hún keypti rottueitur.
Eitt af öðru féllu börn henn-
ar í valinn. Á einum degi kom
Lydía þremur barna sinna fyrir
kattarnef; ungbarninu William,
Edward, fjögurra ára, og Mörthu
Ann, sex ára. Í hverju tilfelli kall-
aði hún til mismunandi lækna,
sem allir tóku orð hennar, um
dánarorsök barnanna, trúanleg.
Þegar hinn fjórtán ára George
veiktist setti Lydía arsenik í teið
hans og kláraði það sem veik-
indin hefðu ekki getað. Hið sama
gerði hún við Önnu Elísu, tólf
ára, þegar hún fékk kvef og háan
hita einn kaldan vetur. Síðust til
að deyja var Lydía, yngsta barn-
ið sem var skírð í höfuð móður
sinnar, og eftir var ekki neinn.
Reyndar grunaði fyrrverandi
mág Lydíu, að ekki væri allt með
felldu í ranni hennar. En þrátt
fyrir ítrekaðar kröfur um að líkin
yrðu grafin upp, hafði skrifræðið
sigur og ekkert var að gert.
ný atvinna, nýir eiginmenn,
fleiri börn
Lydía var frelsinu fegin og
skipti ótt og títt um vinnu. 1868
kynntist hún, og giftist, öldruð-
um, ríkum ekkjumanni, Dennis
Hurlbut. Þar sem skammturinn
af rottueitri kostaði aðeins tíu
sent, heyrði Hurlbut brátt sög-
unni til.
Lydíu var því frjálst að giftast
Nelson Sherman, sem tók hana
með sér til Connecticut þar sem
hann bjó. Ekki var allt eins og
Lydía hefði kosið á því heimili,
því auk fjögurra barna Nelsons
frá fyrra hjónabandi var á heim-
ilinu tortryggin tengdamóðir.
Lydía beið ekki boðanna og
losaði sig við tvö barnanna án
tafar. Dauði þeirra var reiðar-
slag fyrir Nelson, og sérstaklega
syrgði hann fjórtán ára dóttur
sína, Addý. Nelson sneri sér að
áfengi, bugaður af sorg, og með
því undirritaði hann sinn eigin
dauðadóm.
„Ég vildi bara lækna hann af
drykkjusýkinni,“ sagði Lydía, eftir
að læknar höfðu rannsakað lifur
og magainnihald eiginmannsins
sáluga. Eiturefnasérfræðingar
fundu nóg arsenik til að leggja
heilan her að velli. Hið sama kom
í ljós þegar líkamsleifar barnanna
tveggja voru rannsakaðar.
myrti af mannúðarástæðum
Lydía staðhæfði fullum fetum
að hún hefði haft líkn að leiðar-
ljósi þegar hún hjálpaði fólkinu
yfir móðuna miklu: „Fólkið var,
þegar allt kemur til alls, fárveikt.“
Klædd samkvæmt nýjustu
tísku hafði Lydía heilmikil áhrif
á þá sem voru viðstaddir réttar-
höldin yfir henni í New Haven
í Connecticut. Og lánið lék við
hana því dómarinn ákvað að fara
mildum höndum um konuna
sem enga mildi hafði sýnt öðr-
um. Park dómari beindi þeim
tilmælum til kviðdómenda að
íhuga morð af annarri gráðu.
Sú varð raunin og Lydía var
dæmd til lífstíðar í fangelsi, en sór
þess eið að hún myndi ekki bera
beinin á bak við lás og slá. Lydía
Sherman skildi við innan veggja
fangelsisins árið 1878. Hún hafði
að minnsta kosti fjörutíu og
tvö mannslíf á samviskunni, en
hvort hún iðraðist nokkurn tím-
ann fylgir ekki sögunni.
Á einum degi kom Lydía þremur barna sinna
fyrir kattarnef; ungbarninu William, Edward,
fjögurra ára, og Mörthu Ann, sex ára.
Eiturbyrlarinn Lydía gæti auðveld-
lega talist einn mest harðbrjósta
morðingi bandaríkjanna á 19. öld.
Lydía Sherman byrlaði sínum
nánustu eitur ef þeir voru henni
fjötur um fót.