Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Síða 52
Föstudagur 12. september 200852 Tíska DV Litaðir Leggir í vetur Má ekki ganga í gráu Leikkonan Keira Knightley vakti heldur betur athygli á frumsýn- ingu myndarinnar The Duchess á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Mörgum fannst hún ekki líta vel út, en leikkon- an hefur aldrei verið jafnmjó og nú. Kjóllinn sem hún klæddist á frumsýningunni gerði einnig lítið fyrir þessa mögnuðu leikkonu. Tískusérfræðingar hafa nú kom- ist að þeirri niðurstöðu að Keira megi alls ekki ganga í gráum lit. Leikkonan glæsilega mætti nefnilega á frumsýningu Atone- ment í fyrra í ljósgráum kjól og vakti hún einnig mikla athygli þá fyrir að vera veikluleg. Svo virðist sem grái liturinn geri lítið fyrir konur sem eru eins mjóar og föl- ar og Keira. Þá vitum við það. Calvin Klein á útsölu tískufrömuðurinn Calvin Klein fagnar nú fjörutíu ára starfsafmæli sínu, en hann hefur verið einn helsti hönnuður bandaríkjanna síð- astliðna áratugi. Klassískur og þægilegur fatnaður er nú í boði fyrir alla því Calvin Klein hefur opnað vefsíðu, calvinklein.com, þar sem hægt er að versla á netinu. undir kvenmannsfatnaði má einnig finna flíkur á út- sölu og er svo sannarlega hægt að gera góð kaup hjá þessum frábæra hönnuði. PERSÓNAN nafn? „Logi geirsson aka L&I.“ starf? „atvinnumaður í handknattleik.“ stíllinn þinn? „stílhreinn, samt loose og fjölbreytilegur.“ allir ættu að...? „...klæða sig eins og þeim líður best, þora að vera þeir sjálfir og öðruvísi.“ Hvað er ómissandi að eiga? „Flottan hlýrabol og subbulega skó.“ Hvað Keyptir þú þér síðast? „breitling-úr.“ Hvert fórst þú síðast í ferðalag og í Hvaða tilgangi? „til Kína til þess að ná í silfur fyrir Íslendinga.“ uppáHaldsflíKin í fatasKápnum? „Hvít skyrta sem fer mér hrikalega vel, svo hafa gömlu twister-gallabuxurnar aldrei svikið mig síðustu 7 árin.“ Hvenær Hefur þú það best? „Þegar ég er afslappaður og búinn að ganga frá öllu sem þurfti að gera. reyndar held ég að það sé minn hæfileiki í lífinu að mér líður alltaf mjög vel.“ ert þú með einHver áform fyrir næstu daga? „Ég er alltaf með áform. Núna er það bara að halda áfram að vera ég sjálfur, jákvæður og slá í gegn í boltanum. svo má ekki gleyma því að gefa af sér.“ lumar þú á góðu tísKuHeilræði? „Já, reyndar en ég ætla að láta það koma í ljós á þessari síðu sem verður opnuð innan skamms: logi-clothing.com. „so stay tuned.““ tíska Umsjón: Hanna Eiríksdóttir Netfang: hanna@dv.is Flikka upp á dressið. Litaðir leggir gera mikið fyrir heildarútlitið. Hvernig væri að vera svolítið djarfar í vet- ur? Þar sem íslenskar konur eru duglegar við að ganga í svörtu á veturna er um að gera að fríkka upp á dressið með skrautleg- um sokkabuxum frá We Love Colors Loksins eru fallegur sokkabuxurnar frá We Love Colors fáanlegar á Íslandi. Sokkabuxurnar gera gríðarlega mikið fyrir svart vetrardressið og ættu að vera skyldueign í hverjum fataskáp. Sokkabuxurnar fást á hárgreiðslustofunni Kristu/Quest í Kringlunni í öllum mögulegum litum og litasamsetningum. Það er löngu orðið viðurkennt meðal íslensku þjóð- arinnar að klæðast nánast eingöngu svörtum fatnaði yfir vetrartímann. Ef þú átt fullan skáp af svörtum kjólum, pilsum og bolum er um að gera að flikka að- eins upp á fataskápinn með fallegum sokkabuxum í skemmtilegum lit. Það virðist þó lengi hafa reynst erfitt að finna hinar einu réttu hér á landi. Nú hefur hins vegar hár- greiðslustofan Krista/Quest í Kringlunni tekið í sölu þessar frábæru sokkabuxur sem er svo sannarlega vert að mæla með. Sokkabuxurnar eru fáanlegar í öllum regnbogans litum. Þær eru þykkar og þægileg- ar og þynnast alls ekkert út á stöðum sem við erum breiðari á líkt og lærum og rassi. Heiðbláar og fagrar. Sokkabuxurnar eru fáanlegar í öllum regnbogans litum. Marglitar sokkabuxur Sokkabuxurnar fást ekki bara einlitar heldur líka marglitar í ýmsum mismunandi litasam- setningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.