Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Side 62
n Umboðsmaðurinn Einar Bárð-
arson og eiginkona hans Áslaug
Thelma Einarsdóttir eignuðust
lítinn dreng um hádegisbilið á
miðvikudaginn. Fylgir það sög-
unni að móður og barni heilsist
vel, en fyrir áttu Einar og Áslaug
Thelma tveggja ára dóttur. Fjöl-
skyldan flutti nýlega til Keflavíkur
þar sem mun eflaust fara vel um
hinn nýfædda dreng, foreldrana
stoltu og stóru
systur. Einar
sagði í viðtali
við DV á dög-
unum að nú
væru þau hjón
tekin til við
að framleiða
Keflvíkinga
en fyrir það
var hann
frægastur
fyrir að koma
tónlistarfólki
á framfæri
hér og er-
lendis.
Notaði hann öll
trixin í bókinni?
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
Þórjón Pétur Pétursson, fyrrver-
andi lögreglumaður, hefur klárað
nám í sjúkraflutningum frá sjúkra-
flutningaskólanum á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann er
farinn að starfa sem sjúkrabílstjóri á
höfuðborgarsvæðinu.
Þórjón starfaði áður sem lög-
reglumaður en var dæmdur í skil-
orðsbundið fangelsi fyrir ólögmætar
handtökur og brot í opinberu starfi
og var rekinn úr lögreglunni í kjölfar-
ið. Þórjón falsaði skýrslur og freistað-
ist þannig til að réttlæta eigin gerð-
ir en dómari tók sérstaklega fram að
það væri mjög alvarlegt brot í „lýð-
frjálsu landi“. Þórjón og Þórir Marinó
Sigurðsson voru reknir úr starfi hjá
lögreglunni vegna brotanna. Í kjöl-
far dómsins fór Þórjón ásamt félaga
sínum til Írak þar sem þeir unnu við
öryggisgæslu. Hann kom heim heilu
og höldnu og tók að sér starf uppi á
Kárahnjúkum. Þórjón ákvað svo að
snúa sér á nýjan leik að samfélags-
þjónustu og hóf þá nám í sjúkra-
flutningaskólanum. Í dag lætur Þór-
jón lítið fyrir sér fara, hann vildi ekki
tjá sig um nýja starfið þegar DV hafði
samband við hann.
n Auga fellibylsins Ike stefnir nú
hraðbyri á heimili Huldu og Dean
Thomas í Houston í Texas. Ike
stefnir í að verða fjórða stigs felli-
bylur og skilur eftir sig slóð eyði-
leggingar. Hulda og Dean, sem eru
foreldrar Arons Pálma Ágústssonar,
þurfa líklegast að yfirgefa heim-
ili sitt vegna Ike en búist er við að
hann nái til Houston í dag eða á
morgun. Íbúar í strandhéruðum
Texas eru þegar byrjaðir að flýja.
„Ég hef miklar áhyggjur af fjölskyld-
unni,“ segir Aron Pálmi sem vonast
til að þau sleppi undan fellibyln-
um. Í samtali við DV segir Hulda að
hún sé óttaslegin þar sem fellibylur
hefur aldrei komið
jafnnærri heimili
hennar og Ike gerir
ef spár rætast. Þau
hjónin stefna á að
aka húsbíl norður
á land og vera
þar þangað
til Ike er
farinn
hjá.
Móðir Arons PálMA
óttAst fellibylinn
erfingi í uMboðs-
veldið
Þórjón Pétur Pétursson útskrifaður úr sjúkraflutningaskóla:
dÆMd lÖggA á sJÚKrAbíl
Sjúkrabílstjóri
Þórjón Pétur Pétursson, fyrrverandi
lögreglumaður, var dæmdur fyrir brot
í opinberu starfi árið 2003, nú er hann
farinn að keyra sjúkrabíl.
n „Það standa á honum mörg spjót.
Það er tímabært að tala við hann,“
segir sjónvarpsmaðurinn Egill
Helgason. Geir H. Haarde forsæt-
isráðherra verður gestur Egils í
þættinum Silfri Egils á sunnudag-
inn kemur. Spurður um áherslur í
viðtalinu segir Egill að efnahagsmál
verði að sjálfsögðu fyrirferðarmikil.
„Ég hef verið lengi í bransan-
um og það er langt
síðan ég man
eftir jafnmiklu
óvissuástandi í
þjóðfélaginu,“
segir Egill
en eng-
inn ætti
að láta
þáttinn
fram-
hjá sér
fara.
stAndA MÖrg
sPJót á geir