Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Page 14
Föstudagur 7. Nóvember 200814 Helgarblað
Formaður skilanefndar Glitnis, Árni Tómasson, og Ársæll Hafsteinsson, sem situr í skilanefnd Landsbank-
ans, rufu bankaleynd og urðu uppvísir að óeðlilegum viðskiptaháttum árið 2003 sem varð til þess að Fjármála-
eftirlitið úrskurðaði að Búnaðarbankinn hefði gerst brotlegur við lög. Fjármálaeftirlitið segir þó ekkert til-
tökumál að ráða tvo menn í skilanefndir þótt gjörðir þeirra hafi gert banka brotlegan fyrir fimm árum.
Tveir úr skilanefnd rufu bankaleynd
Sex af þeim fimmtán einstakling-
um sem sitja í skilanefndum ríkis-
ins og eiga meðal annars að rann-
saka viðskipti í bönkunum tengjast
eða hafa tengst bönkunum á ein-
hvern hátt í gegnum tíðina. Þá rufu
Árni Tómasson og Ársæll Hafsteins-
son bankaleynd og Fjármálaeftirlit-
ið úrskurðaði að bankinn sem þeir
störfuðu hjá hefði gerst brotleg-
ur vegna gjörða þeirra. Árni, sem
er formaður skilanefndar Glitnis,
segir að ábyrgðin hafi verið hans.
Fjármálaeftirlitið telur þá ekki van-
hæfa þrátt fyrir að eftirlitið hafi úr-
skurðað bankann brotlegan fyrir
fimm árum og réð þá því til starfa
sem skilanefndarmenn. Þá sat einn
skilanefndarmannanna í nefnd á
vegum Glitnis fyrir rúmu ári. Einn
nefndarmannanna er þó reiður fyr-
ir hönd þjóðarinnar og skrifaði sig á
lista gegn beitingu Breta á hryðju-
verkalögum gegn Landsbankanum.
Ábyrgð skilanefndanna er mikil
því meðal annars hefur Fjármála-
eftirlitið gert þeim að rannsaka við-
skipti stjórnenda og stærstu eigenda
bankanna og stærstu viðskiptavina
þeirra.
Rufu bankaleynd
Í gögnum frá Fjármálaeftirlitinu,
sem DV hefur undir höndum, kem-
ur fram að formaður skilanefndar
Glitnis, Árni Tómasson, og nefnd-
armaður í skilanefnd Landsbank-
ans, Ársæll Hafsteinsson, hafi rof-
ið bankaleynd og orðið uppvísir
að því að brjóta gegn heilbrigðum
og eðlilegum viðskiptaháttum með
þeim afleiðingum að Fjármálaeft-
irlitið úrskurðaði gegn bankanum
árið 2003. Þá var Árni bankastjóri
Búnaðarbankans og Ársæll yfirlög-
fræðingur. Forsvarsmenn Norður-
ljósa kærðu málið á sínum tíma til
Fjármálaeftirlitsins en
þá sökuðu þeir starfs-
menn bankans um að
reyna að hrekja fyrir-
tækið í gjaldþrot. Ástæðan var sú að
fjölmiðlafyrirtæki sem meðal ann-
ars var í eigu Björgólfs Guðmunds-
sonar vildi komast yfir Norður-
ljós. Núna situr Ársæll í skilanefnd
Landsbankans, sem Björgólfur átti
meirihluta í.
Í úttekt DV á skilanefndum bank-
anna kemur í ljós að sex manns í
nefndunum hafa ýmist tekið þátt
í útrás bankanna í gegnum tíðina,
fengið kaupréttarsamninga við þá
eða tengst þeim með öðrum hætti.
Björgólfur vildi Norðurljós
Það var árið 2002 sem Sigurður
G. Guðjónsson, þáverandi fram-
kvæmdastjóri Norðurljósa, kvartaði
til Fjármálaeftirlitsins vegna ásak-
ana um að Búnaðarbankinn hefði
reynt að knýja Norðurljós í gjaldþrot
í þágu þriðja aðila. Þriðji aðilinn var
Fjölmiðlafélagið ehf. sem Björgólf-
ur Guðmundsson var í forsvari fyr-
ir. Á þeim tíma var Árni Tómasson
annar bankastjóra Búnaðarbanka
Íslands en Ársæll Hafsteinsson yfir-
lögfræðingur bankans. Málið komst
í hámæli eftir að í ljós kom að mað-
ur hafði stolið gögnum úr bankan-
um og komið í hendur Sigurðar en
þau gögn sýndu að Ársæll hefði rof-
ið bankaleynd þegar hann upplýsti
þriðja aðila um skuldastöðu Norð-
urljósa.
Upplýst um skuldastöðu
Málið varð að miklu fjölmiðlafári en
einn var handtekinn af lögreglunni
og yfirheyrður vegna ásakana um
að hafa náð trúnaðarupplýsingum
úr bankanum og komið þeim til
Sigurðar. Sigurður komst
yfir skjölin eftir að Bún-
aðarbankinn
hafði skyndilega
gjaldfellt lán
á hendur
Norðurljósum. Þá vildu forsvars-
menn Norðurljósa meina að starfs-
menn Búnaðarbankans hefðu tekið
að sér að knýja Norðurljós í gjald-
þrot fyrir fjölmiðlafyrirtæki í eigu
Björgólfs Guðmundssonar. Þessu
til stuðnings segir í úrskurði Fjár-
málaeftirlitsins að Ársæll hafi upp-
lýst félag Björgólfs um allar skuld-
ir Norðurljósa. Að auki hafi verið
gerð yfirlýsing um að félag Björgólfs
hygðist yfirtaka lán Norðurljósa hjá
bankanum.
Óheilbrigðir viðskiptahættir
Í niðurstöðu úrskurðar Fjármála-
eftirlitsins segir að Búnaðarbanki
Íslands hafi brotið gegn þagnar-
skylduákvæði laga um viðskipta-
banka og sparisjóði með því að Ár-
sæll og Árni hafi átt í viðræðum við
Fjölmiðlafélagið og gert yfirlýsingu
um að félagið yfirtæki skuldir Norð-
urljósa. Að auki segir í úrskurðinum
að Búnaðarbankinn hafi gerst brot-
legur gegn heilbrigðum og eðlileg-
um viðskiptaháttum í fjármálastarf-
semi með þessari háttsemi. Það
bera að árétta að úrskurður Fjár-
málaeftirlitsins beinist gegn bank-
anum en ekki starfsmönnum hans
þrátt fyrir að gjörðir þeirra hafi orð-
ið til þess að bankinn taldist brot-
legur í þessum tveimur
tilfellum.
Bar ábyrgð
„Það sem gerðist einhvern tímann á
meðan ég var bankastjóri í Búnað-
arbankanum var að þá var álitaefni
hvort bankinn hefði átt að flagga
einhverjum tilteknum viðskiptum.
Ég bar ábyrgð á þessu eins og hver
annar bankastjóri,“ segir Árni Tóm-
asson þegar málið er borið undir
hann en sjálfur gefur hann þær út-
skýringar að það álit hafi verið gefið
út að bankinn hefði átt að tilkynna
þessi viðskipti. Hann segir bankann
hafa orðið við tilmælunum eftir úr-
skurðinn en bendir á að regl-
ur hafi verið óljósar en
mistökin hafi verið
leiðrétt.
„Ég held að
þetta sé glæp-
urinn sem
ég á að
hafa
borið
ábyrgð
á,“ seg-
ir Árni
síð-
an.
Telur sig hæfan
Árni er núna formaður skilanefndar
Glitnis en Ársæll er nefndarmaður í
skilanefnd Landsbankans, þar sem
hann eitt sinn starfaði sjálfur.
Aðspurður hvort hann telji ekki
óheppilegt að hann skuli starfa sem
formaður skilanefndar Glitnis með
úrskurð Fjármálaeftirlitsins á bak-
inu segist Árni ekki telja að svo sé.
„Í fyrsta lagi er það Fjármálaeft-
irlitið sem tilnefnir mig í þetta starf,
þannig að þeir telja mig nú ekki
vanhæfari en það að þeir treysta
mér til þess.“
Þegar haft var sam-
band við Sigurð G.
Guðjónsson, áður
framkvæmda-
stjóra Norður-
ljósa, sagði
hann: „Fjár-
málaeftir-
litið hlýt-
ur að þurfa
að velta fyr-
ir sér hvort
bankastjóri
sem hefur
gerst brotleg-
ur geti stjórnað
skilanefnd annars
banka.“
Banki sekur, ekki fólk
Hjá Fjármálaeftirlitinu
fengust þau svör frá
upplýsinga-
full-
valUR gReTTissoN
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
„Ég held að þetta sé
glæpurinn sem ég
á að hafa borið
ábyrgð á.“
Ársæll Hafsteinsson Fyrrverandi
yfirlögfræðingur Landsbankans og
áður búnaðarbankans rauf bankaleynd
árið 2003 sem varð til þess að
Fjármálaeftirlitið úrskurðaði bankann
brotlegan.
guðni aðalsteinsson situr í
skilanefnd Kaupþings en var áður
framkvæmdastjóri hjá bankanum.
Jónas Fr. Jónsson Forstjóri
Fjármálaeftirlitsins var í stjórn vöku
ásamt skilanefndarmanni.
Árni Tómasson var bankastjóri búnaðar-
banka þegar Fjármálaeftirlitið úrskurðaði
bankann brotlegan árið 2003. Árni situr
núna sem formaður skilanefndar glitnis.