Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 17
Föstudagur 7. Nóvember 2008 17Helgarblað bankans með kauprétt á þá leið að þeir kaupa hluti í bankanum á um- sömdu verði, taka fyrir því lán hjá bankanum en bankinn tekur veð í hlutabréfum viðkomandi til þess að tryggja endurgreiðslu lánsins. Þetta má heita almenn regla í viðskiptum af þessum toga. Falli bréfin í verði getur komið til þess að bankinn tryggi hagsmuni sína með veðkalli. Með veðkalli gerir bankinn eiganda hlutabréfanna grein fyrir því að hann þurfi að reiða fram viðbótarveð fyr- ir skuldinni. Að öðrum kosti getur bankinn, Kaupþing í þessu tilviki, selt hlutabréfin eða hluta þeirra til tryggingar greiðslu skuldarinnar. Spyrja má hvers vegna stjórnend- ur Kaupþings fóru ekki þessa leið þegar hlutabréf í bankanum tóku að falla, til dæmis í apríl á þessu ári og svo aftur hægt og bítandi síðla sum- ars? „Þegar gengi bréfanna í Kaup- þingi var komið niður fyrir 700 með haustinu má kannski segja að hafi verið komin þörf fyrir veðkall, að eig- endur bréfa reiddu fram meiri trygg- ingar. Reglan er sú að veðið þarf að vera 20 prósentum yfir skuldinni af öryggisástæðum. Hugsanlega hefði mátt selja bréfin hægt og rólega og án þess að einhver ótti myndaðist. Það er hins vegar tilkynningaskylt til Kauphallarinnar þegar starfsmenn bankans selja og í því hefði getað fal- ist hætta. Þetta er líka spurning um tiltrú á framtíð bankans. Ef íbúðar- verð fer niður í 90 prósent af hús- næðisskuldinni er ekki þar með sagt að bankinn þurfi að leysa hana til sín. Þetta byggist á áhættu og mati.“ Ekki haldið og sleppt Lagaprófessor við Háskóla Íslands, sem vill ekki láta nafns síns getið, bendir á að ef Kaupþing hafi ætlað að stilla starfsmönnum sínum upp við vegg og krefja þá um tryggingar væri ekki á sama tíma hægt að ætlast til þess að þeir seldu ekki hlutabréfin sín í bankanum. Persónuleg ábyrgð á skuldum starfsmannanna er trygg- ing sem er umfram þá tryggingu sem fæst með veðinu í hlutabréfunum og líklega til komin vegna þess að kaup- rétturinn skipti milljörðum króna. „Með því að aflétta persónulegri ábyrgð starfsmanna bankans hlýtur að hafa fylgt sú kvöð að þeir seldu ekki hluti sína í bankanum.“ Brynjar Níelsson hæstaréttar- lögmaður virðist svipaðrar skoðun- ar, en hann hefur sagt að söluréttur starfsmanna Kaupþings hafi allt- af átt að tryggja að þeir gætu farið skaðlaust út úr viðskiptunum. Síðan hafi sölurétturinn verið tekinn af en eftir hafi staðið samkomulag um að starfsmenn myndu bera mjög tak- markaða ábyrgð. Spurður um þetta kveðst Gunnar Páll telja að einungis hafi verið mælst til þess, og starfsmennirnir hvattir til þess, að selja ekki hlutabréf sín í bankanum. „Mér var efst í huga á stjórnarfundinum 25. september að tryggja hag bankans. Ef starfsmenn bankans hefðu sýnt vantrú á bank- anum með því að selja eign sína í honum hefði það getað skapað ofs- aótta á markaðnum og leitt til hruns á gengi bankans. Staða bankans var alls ekki slæm í lok september. Og þegar í óefni var komið í byrjun okt- óber hét Seðlabankinn honum 400 milljóna evra láni til að reyna að halda velli. Það hlýtur að segja sína sögu.“ Tortryggileg tímasetning Annar löglærður maður, sem DV hefur rætt við, telur að engin sér- stök ástæða hafi verið til þess að aflétta persónulegri ábyrgð vegna kaupréttar starfsmanna Kaupþings á stjórnarfundi 25. september frek- ar en til dæmis í apríl eða síðla sum- ars. „Bjuggu þeir yfir upplýsingum sem aðrir hluthafar höfðu ekki?“ Jafnframt segir hann að undirstrika verði að með því að strika út per- sónulegu ábyrgðirnar hafi eigna- staða bankans verið rýrð. „Það getur engin ástæða legið þar að baki önn- ur en sú að reyna að bjarga þessum starfsmönnum bankans frá gjald- þroti. Það var engin ástæða til að af- nema ábyrgðirnar nema vegna þess að þeir bjuggust við hinu versta og vildu hygla þessum stjórnendum á kostnað bankans.“ Siðlegt Árið 2004 óskaði VR eftir því við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að gerð yrði úttekt á siðferðilegum álitaefnum um stjórnarsetu fulltrúa VR í hlutafélögum. Þótti stofnun- inni ýmislegt mæla gegn því að for- ystumenn VR tækju að sér slík störf. Það gæti skapað hagsmunaárekstra, til dæmis ef formaður VR þyrfti að taka afstöðu í málum sem snertu félaga í VR sem væru launþegar í viðkomandi félagi. Þá væri hætta á að formaður VR gæti ekki tekið op- inbera afstöðu og gagnrýnt viðkom- andi fyrirtæki ef hlutverk hans sem formanns VR kallaði á slíkt. „Þegar gengi bréfanna í Kaupþingi var kom- ið niður fyrir 700 með haustinu má kannski segja að hafi verið kom- in þörf fyrir veðkall, að eigendur bréfa reiddu fram meiri tryggingar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.