Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Page 21
Föstudagur 7. Nóvember 2008 21Helgarblað
FUNDARHERBERGI HANGA Í LOFTINU
Verðlaunatillaga um nýjar höfuðstöðvar Lands-
bankans var valin í júníbyrjun en tillagan hefur
ekki verið kynnt. Áætlað var að kynna hana um
miðjan október en hrun á bankamarkaði varð
til þess að ákveðið var að fresta því um sinn.
Óvíst er hvort verður af byggingu nýrra höfuð-
stöðva en þær voru áætlaðar við Geirsgötu.
Efnt var til samkeppni um hönnun og fram-
kvæmd nýbyggingar fyrir höfuðstöðvar bank-
ans á lóðinni. Bankinn keypti lóðina fyrri hluta
árs 2006 en kaupverð hefur ekki fengist upp-
gefið.
Hjá Landsbankanum fengust þær upplýs-
ingar að verðlaunaféð hafi þegar verið greitt
út í júní þótt vinningshafarnir hafi ekki verið
kynntir formlega. Formaður dómnefndar og
þáverandi forstjóri Landsbankans, Björgólfur
Guðmundsson, hafi þá afhent sigurvegurun-
um samtals 300 þúsund evrur, sem samsvar-
ar tæpum 50 milljónum á núvirði. Sigurveg-
arinn hafi þá fengið sem nemur 30 prósentum
af þeirri upphæð, eða um 15 milljónir. Sá í
fimmta sætinu fengi hins vegar um tíu prósent
upphæðarinnar, eða 5 milljónir. Hér hefur ekki
verið tekið tillit til virðisaukaskatts.
Alls var 21 tillaga valin í úrslit, þar af 13 teymi
með íslenskum arkitektum. Tuttugu teymi skil-
uðu tillögum í framhaldinu og fékk hvert þeirra
50 þúsund evrur í viðurkenningarfé, eða tæp-
ar 8,3 milljónir íslenskra króna. Alls fengu tut-
tugu aðilar því 166 milljónir
fyrir að skila inn framhalds-
tillögu.
Samtals veitti gamli
Landsbankinn því rúmar 210
milljónir í hugmyndavinnu fyrir
nýjar höfuðstöðvar. Er þetta
með hæstu fjárhæðum
sem um getur hér á
landi fyrir forvinnu
að byggingum. Stór
hluti fjármagnsins
fór þó til erlendra
aðila. erla@dv.is
Björgólfur Guðmundsson veitti
tuttugu arkitektastofum 210 milljónir:
Hættu við að kynna
verðlaunatillöguna
Hundraða milljóna byrjunarkostnaður
búið er að velja verðlaunatillögu um nýjar
höfuðstöðvar Landsbankans við geirsgötu en
hún ekki verið kynnt. ekki er víst að af
byggingunni verði. Mynd Portus GrouP
Sænska arkitektastofan Arkitekthuset Monar-
ken i Stokkhólmi hlaut í apríl fyrstu verðlaun í
samkeppni um deiliskipulag fyrir lóðir Glitnis
við Kirkjusand og Borgartún. Þeir lögðu einn-
ig fram tillögu að nýjum höfuðstöðvum Glitn-
is. Verðlaunaféð var 50 þúsund evrur. Á genginu
í apríl nemur það um 4,5 milljónum króna en
á gengi dagsins í dag nemur upphæðin tæpum
8,3 milljónum.
Þýska arkitektastofan Cityförster, Netzwerk
für Architekur og íslenska arkitektastofan ASK
arkitektar deildu með sér öðru og þriðja sæti.
Hvor um sig fékk 20 þúsund evrur í verðlaun,
eða um 1,8 milljónir króna á þáverandi gengi.
Glitnir veitti því þremur farsælustu arki-
tektastofunum níutíu þúsund evrur sem á nú-
verandi gengi samsvarar tæpum 15 milljónum.
Birgir Ármannsson, þáverandi forstjóri Glitnis
og formaður dómnefndar, afhenti verðlaunin.
Í keppnina bárust alls 42 tillögur frá kepp-
endum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.
Dómnefnd valdi síðan sex tillögur í úrslit og
fékk hver arkitektastofa 30 þúsund evrur sem
viðurkenningarfé. Glitnir greiddi þessum sex
stofum því samtals tæpar 30 milljónir í viður-
kenningarskyni.
Gamli Glitnir veitti því alls 45 milljónir ís-
lenskra króna í hugmyndavinnu fyrir nýjar höf-
uðstöðvar og nýtt deiliskipulag.
Glitnir keypti lóðina á Kirkjusandi af borg-
inni á rúmlega 970
milljónir árið 2006. Sam-
kvæmt tillögu Arkitekt-
huset Monarken áttu nýj-
ar höfuðstöðvar Glitnis
að vera 14 þúsund
fermetrar. Óvíst
er hvort verður af
byggingunni en
þegar Glitnir varð
ríkisbanki fór lóð-
in í eigu ríkisins.
erla@dv.is
Glitnir keypti lóðina við Kirkjusand af borginni á
tæpan milljarð en hún er nú í eigu ríkisins:
tugir milljóna í
Hugmyndavinnu
Kostnaðarsamt Nýjar höfuðstöðvar glitnis
voru fyrirhugaðar í borgartúni og kostaði
bankinn miklu til við hugmyndavinnuna.
Mynd Glitnir/ArKiteKtHuset MonArKen
Vildi byggja bjarni
Ármannsson var formaður
dómnefndar um tillögu
að nýjum höfuðstöðvum
glitnis við borgartún.
dómari björgólfur
guðmundsson var
formaður dómnefndar
um tillögur að nýjum
höfuðstöðvum.