Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Qupperneq 26
Föstudagur 7. Nóvember 200826 Fókus u m h e l g i n a „Ég var harðákveðin í því að verða leikkona þegar ég var yngri og átti mér alltaf þennan draum. Ég var dugleg að taka þátt í leikuppfærsl- um í bæði grunnskóla og mennta- skóla. Í kringum stúdent var ég síð- an ekki alveg viss hvað ég vildi gera en svo tók ég ákvörðunina um að kýla bara á þetta,“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona sem fer með hlutverk í Vestrinu eina sem frum- sýnt verður hjá Borgarleikhúsinu í kvöld. Kristín hefur verið áberandi í ís- lensku leikhúslífi allt frá útskrift af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2007 en strax eftir útskrift fékk Kristín samning við Leikfélag Akur- eyrar þar sem hún lék í Óvitunum, Fló á skinni og Ökutímum við góð- an orðstír. „Ég var með nemendaleikhúsinu í síðustu sýningunni okkar á Lífið notkunarreglur fyrir norðan og varð svo eiginlega bara eftir þar,“ segir Kristín hlæjandi. „Það var alveg frá- bært. Ég byrjaði í Óvitum, svo lék ég í Ökutímum og svo Fló á skinni.“ Hleypur ekki á milli sviða Nú er Kristín komin á fastan samn- ing hjá Borgarleikhúsinu og hef- ur leikið fyrir troðfullu húsi í Fló á skinni og oft tvær sýningar á kvöldi. Unnur Ösp hefur nú tekið við henn- ar hlutverki í þessum bráðfyndna farsa þar sem Kristín er að fara að leika í Vestrinu eina og sá ekki alveg fram á það að geta verið á tveim- ur sviðum sama kvöldið. „Þar sem Vestrið eina og Fló á skinni eru sýnd á sitt hvoru sviðinu gæti það vel gerst að það verði sýningar á sama tíma. Ég hefði örugglega átt í heldur miklum erfiðleikum með að hlaupa á milli sviða. Sérstaklega þar sem karakterinn minn í Fló á skinni er Taílendingur svo það hefði getað orðið frekar ruglingslegt,“ segir hún á léttu nótunum. Dramatískt og fyndið í bland Ásamt Kristínu leika þeir Þröst- ur Leó Gunnarsson, Björn Thors og Bergur Þór Ingólfsson í Vestrinu eina. Leikstjóri verksins er Jón Páll Eyjólfsson en verkið er eftir írska leikskáldið og leikstjórann Martin McDonagh sem meðal annars leik- stýrði kvikmyndinni In Bruges sem skartaði þeim Colin Farrell og Ralph Fiennes í aðalhlutverkum. „Verkið gerist í írskum bæ og fjallar um tvo bræður, þá Coleman og Valene, sem rífast yfir öllu, meira að segja snakki. Faðir Welsh er presturinn í bænum og hann reyn- ir að koma á friði milli bræðranna og í bænum almennt, það geng- ur frekar brösuglega,“ segir Kristín sem fer með hlutverk Girleen. „Ég leik sextán ára sprúttsala. Það var mjög spennandi að setja sig inn í þetta hlutverk og skemmtilegt. Þetta er líka frábær hópur og leikstjóri og alveg rosalega flott verk, mannlegt með miklum húmor,“ útskýrir hún en Vestrinu eina er best lýst sem gamanharmleik. „Þetta er mjög fyndið og dramat- ískt verk í bland.“ Breytir stressinu í orku Þrátt fyrir að farið sé að síga á seinni Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur haft í nógu að snúast í leikhúsum landsins eftir út- skrift af leikarabraut Listahá- skólans í fyrra. Undanfarið hefur hún kætt landann í hlut- verki sínu sem taílensk húshjálp í Fló á skinni en frá og með kvöldinu í kvöld verður hún sextán ára sprúttsali í gaman- harmleiknum Vestrið eina í Borgarleikhúsinu. Pönkari með prestsdrauma Sextán ára SprúttSali listmunauppboð gallerís Foldar Gallerí Fold heldur listmunauppboð nr. 44 mánudaginn 10. nóvember á rauðarárstíg 14. uppboðið hefst klukkan 18.00. meðal annars verða boðin upp verk eftir Kristján davíðsson, tolla, GunnlauG schevinG, nínu tryGGva- dóttur og jóhannes Kjarval. verkin eru til sýnis í gallerí Fold, en einnig er hægt að nálgast uppboðsskrá og myndir af verkunum á heimasíðu gallerísins myndlist.is. Héraðsskjalasafnið á Akureyri heldur upp á árlegan norrænan skjaladag næstkomandi laugardag með því að rifja upp gamla atburði sem fallið hafa í gleymsku eða verið þokað til hliðar. Rifjaðir verða upp þrír atburðir frá síðustu öld. Um er að ræða fyrstu kvikmyndasýningu landsins en hún var haldin á Ak- ureyri árið 1903. Annar atburður- inn sem tekinn verður fyrir er hval- veiðiævintýri Jakobs V. Havsteen árið 1882 en hægt er að sjá frásagn- ir af atburðinum á safninu. Síðasti atburðurinn sem rifjaður verður upp er 100 ára afmæli Akureyrar- bæjar sem var árið 1962. Opinber skjalasöfn á Norður- löndunum hafa lengi kynnt sína starfsemi með ýmsu móti en árið 2001 var sameinast um að halda árlegan kynningardag. Tilgangur- inn er að kynna starfsemi safnanna í hverju landi og jafnframt leggja áherslu á sameiginlega þætti í sögu Norðurlandanna sem og kynna starfsemina. Opið verður í Héraðsskjalasafn- inu á laugardaginn milli klukkan 12 og 17 og verður heitt á könnunni. Hægt verður að skoða muni og myndir og rifja upp hátíðarhöldin sem stóðu yfir í rúma viku og marg- ir minnast með mikilli ánægju. asdisbjorg@dv.is Norrænn skjaladagur haldinn hátíðlegur á Akureyri: 100 ára afmælisins minnst Orgeltón- leikar í lang- hOltSkirkju Hjónin Lára B. Eggertsdóttir og Ágúst I. Ágústsson halda orgeltón- leika í Langholtskirkju næstkomandi sunnudag. Tónleikarnir eru á vegum Listafélags kirkjunnar og mun verða flutt verk eftir Johann Sebastian Bach og syni hans þá Carl Philipp Emanuel Bach og Johann Christian Bach. Hjónin hafa bæði starfað sem orgelleikarar auk þess sem þau hafa tekið virkan þátt í kórastarfi sem og öðru kirkjustarfi. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 20. leiðSögn um áStina Halldór B. Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, verður með leiðsögn um sýninguna Ást við fyrstu sýn – Ný aðföng úr Würth- safninu á sunnudaginn klukkan 14. Halldór Björn mun fara um alla sýninguna og fjalla um þróun myndlistar allt frá tímum impr- essjónistanna til okkar daga út frá þeim verkum sem hanga uppi í sölum safnsins. Með vísun í verk einstakra listamanna mun hann jafnframt tengja söguna íslenskri myndlist eftir því sem tilefni gefst. Á sýningunni eru verk eftir marga heimsfræga listamenn. tíðarandinn - liStamanna- Spjall Fjórar ólíkar og áhugaverðar sýn- ingar eru í gangi í Hafnarhúsinu um helgina, en á sunnudaginn verður sjónum aðallega beint að sýning- unni ID-LAB þar sem einn lista- mannanna, Eirún Sigurðardóttir í Gjörningaklúbbnum, tekur þátt í leiðsögn um sýninguna. ID LAB er sýning á verkum listamanna sem nota kraftmikil auðkenni tísku og hönnunar til að skoða tíðaranda samtímans. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt allt frá skúlptúrum sem hver um sig býr yfir persónuleika og sögu til innsetninga þar sem fatnað- ur er saumaður á sýningargesti. 100 ára afmæli Akureyrarbæjar Hátíðarhöldin fóru meðal annars fram á torginu á akureyri árið 1962.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.