Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 33
Föstudagur 7. Nóvember 2008 33Helgarblað sprottin mótmæli lítils hóps urðu til þess að við ákváðum að hafa frjálsan ræðupall á Austurvelli. Við erum að kalla eftir nýrri sýn. Andóf gegn valdaklíkum landsins. Heiðra hin góðu gildi sem virðast hafa gleymst undanfarna áratugi. Það er ekki alveg nóg að vita hvað við viljum burt, við verðum líka að vita hvað við viljum í stað- inn. Og hvað ætlum við að gera.“ Hörður segir þetta ekki auðvelda bar- áttu og að hann hafi staðið í átökum við allskonar fólk undanfarið sem vill bola honum frá. Inntur eftir því hvaða fólk það er sem vill losna við hann vill hann lítið gefa út á það. „Ég er ekki að sækjast eft- ir völdum eða auði. Aðeins að sinna starfi mínu sem listamaður. Ef nýr og betri leið- togi kemur fram mun ég víkja á stundinni. Það hefur bara enn ekki gerst. Ég er óháð- ur, hvorki í stjórnmála- né trúarflokki og ver þennan pall svo allir geti komið þang- að og talað. Þarna verða að heyrast öll sjónarmið. Við verðum bara að muna að það er mörgum í hag að koma í veg fyrir að sam- staða gegn ástandinu myndist. Hagur heildarinnar verður að ráða ferðinni. Það er nauðsyn til uppbyggingar góðu samfé- lagi að gagnrýnin skoðun, víðsýni og sið- ferðileg heilindi séu höfð að leiðarljósi. Til þess þurfum við að tala saman og fá fram viðhorf flestra og sjónarmið. Þetta mun taka sinn tíma, en við erum byrjuð.“ Hörður segir sér vera afar annt um ungu kynslóðina í landinu en sömuleið- is hafi hann áhyggjur af þeirri kynslóð. „Þetta er svæfða kynslóðin, þetta er fólk sem hefur fengið allt upp í hendurnar. Velmegunin svæfir fólk, gerir það latt og það hættir að hugsa. Þegar lífið er orðið fyrirhafnarlaust er það fyrst orðið mann- inum hættulegt. En ég veit að þau vakna bráðum og þá vonast ég til að fá frí.“ Nú segir Hörður það mjög mikil- vægt að fólk átti sig á því hversu alvarlegt ástandið í landinu sé og að allir láti í sér heyra. „Fólk var ringlað og óöruggt en nú er fólk bara búið að fá nóg. Það gengur ekki til lengdar að nokkrir menn eigi allt í heilu landi.“ Ekki nógu fínt að mótmæla Hörður segir mótmælin hafa gengið von- um framar og að hann hafi fundið fyr- ir miklum samhug. Hann segir einnig að nú sé kominn tími til að breyta áður léleg- um mótmælaaðferðum Íslendinga. „Ís- lendingar mótmæla ekki af því það þykir ekki nógu fínt. Svo er einfaldlega búðið að bæla þjóðina niður. Þetta verður að breytast. Við verðum að læra að láta í okkur heyra þegar okkur er misboðið.“ Eitt segist Hörður þó eiga erfitt með að skilja og það er hvers vegna konur séu svona tregar til að tala. Hvað er að kon- um? Konur er svo hæfar á mörgum svið- um, fantagóðir pennar oft á tíðum en vilja ekki koma fram og tala. Ég leita nú mark- visst að konum sem treysta sér til að láta rödd sína hljóma.“ Herði er mikið niðri fyrir þegar hann talar um hræddan og reiðan almúgann sem og illa skipaða stórn landsins. „Það eru forkastanleg vinnubrögð að fólk í ábyrgðarstöðum segi ekki af sér þeg- ar því verður alvarlega á í starfi. Þetta er ein af kröfunum sem við verðum að setja fram núna og fylgja eftir. Það getur ekki endað vel að vera með stjórnendur sem er alveg sama um skoðanir fólksins í land- inu og þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörð- um sínum. Slíkt fólk er einfaldlega ekki í tengslum við raunveruleikann af því að það er ekki í tengslum við fólkið. Ábyrgð verður að fylgja, annars er ekkert frelsi.“ Jólakökur Sjálfur hefur Hörður átt um sárt að binda eftir að hafa misst allt, eins og hann orð- ar það, og veit því hvað stór hópur þjóðar- innar er að ganga í gegnum. „Ég hef misst aleiguna og meira að segja tvisvar en ég bretti upp ermarnar og vann mig út úr því. Það er flest allt hægt ef viljinn er fyr- ir hendi. Í mínu tilfelli settist ég niður og skrif- aði niður markmið mín og áætlun um að koma mér út úr þessu ástandi. Ég skrifaði niður hverja einustu krónu sem ég þénaði og hverja einustu krónu sem ég eyddi og borgaði eins og óður maður upp skuldir mínar. Reyndar skipti ég orðinu króna út fyrir orðið jólakaka því það var pínulítið annað að hugsa um jólaköku en venju- lega krónu. Ég hugsaði mig því tvisvar um áður en ég eyddi einni jólaköku í ein- hverja vitleysu. Svo er fyrirhafnarmeira að telja jólakökur en krónur.“ Hörður segir að fólk eigi að hætta að nota kort og taka út pening. „Við berum miklu meiri virðingu fyrir peningaseðl- Við, samkyn- hneigt fólk, átt- um oft um sárt að binda enda var skömmin gífurleg. Mörg dæmi voru um að fólk svipti sig lífi þess vegna, svo slæmt var það. um en nokkurn tímann kortunum. Einnig hvet ég fólk sem á í fjárhagserfiðleikum til að setjast niður á hverju kvöldi og fara yfir bókhaldið. Það er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um stöðu mála öllum stund- um þó að hún sé erfið.“ atvinnumissir Fréttir af uppsögnum virðast enga endi ætla að taka þessa dagana. Allir þekkja einhvern sem misst hefur vinnuna og í til- felli Harðar er það sjálfur sambýlismaður hans. „Það er búið að segja honum upp og ekkert við því að gera. Það er ekkert að gera á þessu sviði núna,“ segir Hörð um sambýlismann sinn, Massimo, sem starf- ar á arkitektastofu hér á landi. „Massimo er sprenglærður og reyndur maður en þarf að öllum líkindum að fara utan til að finna sér vinnu, en Massimo er ættaður frá Ítalíu.“ Inntur eftir því hvort hann haldi ekki utan með honum segir Hörður það ekki vera í stöðunni, því miður, og að ástæð- an sé einföld. „Ég vil passa upp á pabba gamla. Pabbi er rúmlega níræður og ég get ekki hugsað mér að skilja hann ein- an eftir. Ég heimsæki hann annan hvern dag og tala við hann daglega og hugsa um hann.“ Framundan er því fjarbúð hjá þeim Herði og Massimo. „Vissulega verður þetta erfitt en við tökum einn dag í einu. Það er ekkert ann- að í stöðunni.“ Hörður og Massimo kynntust á int- ernetinu fyrir tíu árum og áttu í löngum samskiptum áður en þeir fyrst hittust. Fyrir fimm árum ákváðu þeir svo að gifta sig. Hörður segir það hafa breytt öllu. „Allt í einu helltist yfir okkur gífurleg ábyrgð- artilfinning. Ég bar ábyrgð á honum og hann bar ábyrgð á mér. Allt í einu breyttist hugsun okkar úr mig í okkur. Samband- ið styrktist um meira en helming. Það var skrítin tilfinning en virkilega notaleg fyrir okkur báða.“ líf án sJónvarps Hörður og Massimo hafa komið sér fyrir í einstaklega fallegri risíbúð í Reykjavík. Bækur, blóm og fallegir hlutir eru áber- andi þegar litið er yfir, engin gluggatjöld eru sjáanleg og fær því glæsilegt útsýn- ið að njóta sín hvert sem litið er. Það er fleira sem ekki sést í íbúð þeirra og það er sjónvarp. „Við höfum ekki átt sjónvarp í mörg ár. Við fylgjumst mjög vel með alheimsfrétt- um í gegnum netið og svo lesum við mik- ið. Við tölum mikið saman um það sem við erum að gera, hvað við erum að lesa og fleira í þeim dúr. Við förum mikið út að ganga og svo hittumst við yfirleitt í há- deginu og borðum saman og spjöllum um það sem er framundan þann daginn. Við erum mjög háðir hvor öðrum og eig- um vel saman þrátt fyrir að vera ólíkir. En auðvitað getum við rifist eins og han- ar inn á milli eins og annað fólk,“ segir Hörður og hlær. Spurður hvort barneignir hafi aldrei komið til tals segir hann þær vissulega hafa gert það. „Massimo langaði um tíma að eignast barn en ég held að hann sé að koðna á því, mér finnst það of mik- il ábyrgð. Ef ég ætti barn held ég að ég myndi hugsa um fátt annað. Ég gerði þetta upp við mig mjög snemma. Ég hef enga löngun til að framlengja sjálfan mig. Okkar leið út úr þessu var því að styrkja börn erlendis um ákveðna upp- hæð á mánuði.“ ævisagan Við skiptum nú um umræðuefni og för- um að ræða um væntanlega ævisögu þessa lífsreynda listamanns. „Mér líð- ur eins og helíumblöðru sem hefur ver- ið sleppt lausri,“ segir Hörður um tilfinn- inguna sem fylgdi því að senda bókina í prentun aðeins daginn áður en spjall hans við blaðamann fór fram. „Þetta er búið að taka gríðarlegan tíma. Ég er bú- inn að vinna þessa bók með rithöfundin- um og frænda mínum Ævari Erni Jóseps- syni í tvö og hálft ár með hléum.“ Að sögn Harðar hefur staðið til í mörg ár að skrifa þessa sögu enda frá mörgu að segja. „Ég hef staðið fyrir ýmsum málefnum og náð árangri.“ Herði hefur oftar en ekki verið boðið að segja sögu sína en ekki haft áhuga á því fyrr en nú. „Fyrir mér er lífið ekki pen- ingur.“ Dag einn hitti Hörður mann einn frá Ólafsfirði, kennara að nafni Helgi Jóns- son. Helgi bar þessa hugmynd undir Hörð sem segir þetta hafa verið í fyrsta skiptið sem hann hitti mann sem hann virkilega treysti fyrir verkefninu. „Hann er einlægur í því sem hann er að gera og talar ekki í krónum.“ Hörður segist hafa lagt upp með í byrj- un að bókin yrði einstaklega fallega hönn- uð. Eftir að kreppan skall á þurfti Hörður hins vegar að sætta sig við minni gæði en til stóð. Það var lagt mikið í fallega hönn- un sem varð þó að víkja vegna ástands- ins. „Og það er dálítið fyndið í dag að segja frá því að við þurfum að nota bleik- an lit á bókarkápuna. En vegna ástands- ins er aðeins til einn bleikur litur í land- inu og hann verðum við að nota.“ En hvað ætlar þessi Hörður sér í fram- tíðinni? „Ég ætla mér aldrei neitt,“ segir hann og glottir. „Ég er einn af þeim sem vakna full- ur tilhlökkunar á hverjum morgni. Lífið er spennandi. Ég er með fullt af ókláruðum verkefnum sem ég þarf að gefa mér tíma til að klára eins og sögur, tónlist og texta. Svo dreymir mig um að flytja til útlanda þar sem ég get ræktað blóm úti í garði og notið lífsins í kyrrð og næði á með- an Massimo vinnur fyrir heimilinu, segir hann hlæjandi. Það er draumurinn og ég vona að hann rætist,“ segir Hörður Torfa- son að lokum. kolbrun@dv.is „Framtíð okkar er í húfi. Og við eigum ekki að taka skila- boðum stjórnvalda um að vera róleg og bíða á meðan sömu menn og komu okkur í þetta klandur eru í óða- önn að lýsa yfir sakleysi sínu og um leið að hylja spor sín og til- kynna okkur að þeir séu að bjarga ástandinu. Þeir hafa brugðist öllu trausti.“ DrEymir um að búa ErlEnDis Hörð dreymir um að flytja utan þar sem hann getur ræktað blómin sín og notið lífsins í kyrrð og næði. MYND sigtrYggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.