Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Qupperneq 36
Föstudagur 7. Nóvember 200836 Helgarblað „Eftir uppsagnir setti starfsfólkið herferðina saman og bar hana undir mig en með þeim formerkjum að hún færi í loftið sama hvað. „Hvað ætlarðu að gera? Reka okkur?““ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skjás eins. Eftir að öllum starfs- mönnum Skjás eins var sagt upp á fimmtudaginn fyrir viku, vegna erfiðrar stöðu fyrirtækisins, hófst lífróður þess. Skjár einn setti í loftið tímamóta- herferð í íslenskum fjölmiðlum þar sem reynt er að vekja athygli á ósanngjarnri samkeppn- isstöðu. Aldrei áður hefur einkarekin sjón- varpsstöð farið í auglýsingaherferð gegn Rík- isútvarpinu og stöðu þess á markaði. Fordæmin til staðar „Við erum ekki að fara fram á neitt óeðlilegt. Fordæmin eru til staðar á öllum Norður- löndunum og í Bretlandi. Þeim löndum sem við miðum okkur hvað helst við. Þar eru ríkisreknu miðlarnir sem fá megintekjur sínar af afnotagjöldum ekki á auglýsinga- markaði.“ Sigríður segir það gefa auga leið að engin einkarekin sjónvarpsstöð geti keppt við RÚV í núverandi ástandi. „RÚV fær 3.000 milljónir í forskot frá skatt- greiðendum og hefur engar takmark- anir umfram hina,“ segir Sigríður og nefnir sem dæmi að RÚV undirbjóði einkastöðvarnar í sölu auglýsinga. „Við höfum ekkert á móti RÚV. Við höfum aldrei tekið þátt í þeirri um- ræðu að það eigi að einkavæða RÚV eða leggja niður. Við viljum þeim allt það besta. Við erum bara að fara fram á hluti sem teljast eðlilegir í nágrannalöndum okkar.“ Aðdragandi uppsagnanna Skjár einn og aðrir sjálfstæðir miðlar hafa lengi kvartað yfir því að RÚV sé á auglýsingamark- aði en Sigríður segir að við nú- verandi aðstæður gangi það einfaldlega ekki upp lengur. „Skjár einn er rekinn einung- is á auglýsingatekjum. Þetta er frístöð og því engin önnur tekju- lind sem við höfum. Það hefur verið gríðarlegur samdráttur á auglýsingamarkaði undanfarna mánuði,“ en til marks um það eru auglýsingastofur sem hafa neyðst til að draga saman segl- in og segja upp starfsmönnum líkt og Skjár einn. „Samdrátturinn hófst í mars á þessu ári en í októ- ber varð algjört hrun. Bók- anir okkar fyrir nóvember sýna að áfram verði mjög mikill samdráttur á þessu sviði.“ Sigríður segir að nú- verandi efnahagsaðstæður bjóði hreinlega ekki upp á einkarekna frístöð á með- an samkeppnisstaðan sé óeðlileg. „Okkar kannanir sýna að þessi samdráttur er á bilinu 20 til 40% þótt það sé erfitt að segja ná- kvæmlega til um það.“ Þetta er þó aðeins önn- ur hliðin á peningnum því á sama tíma og samdrátt- ur hefur orðið á auglýsinga- markaði hefur íslenska krón- an beinlínis hrunið og enginn virðist geta sagt til um hvort hún sé lífs eða liðin. „Stærsti kostnaðurinn í rekstri Skjás eins er innkaup á efni, erlent efni vegur þar mjög þungt. Samkvæmt skráða genginu um þessar mundir er það um 74% hærra en um áramótin,“ og bendir Sigríður á að gengið gæti verið mun hærra. „Það veit í raun enginn ennþá þar sem eðlileg gjaldeyrisvið- skipti eiga sér ekki stað um þessar mundir.“ Þegar aðaltekjulindin rýrnar og aðalkostnaðarliðurinn rýkur upp í verði segir Sigríður það augljóst hvað gerist næst. Uppsagnir starfsmanna. En ljósið í myrkrinu sé að ef RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði líkt og annars staðar leiðréttist staðan sem gefi von. „Síðan þurfum við að reyna ná hagstæðum samningum við birgja okkar.“ Rekið af hugsjón Sigríður segir viðbrögð starfsmanna hafa komið sér á óvart þegar hún tilkynnti þeim um uppsagnirnar. „Frekar en vonleysi og depurð sem eru eðlilegar tilfinningar í slíku ástandi fann ég fyrir miklum baráttuhug. Það var eng- inn tilbúinn til að gefast upp og um kvöldið var herferðin klár.“ Sigríður er með svar á reiðum höndum um hvaðan bar- áttuviljinn komi. „Þetta fólk er ekki að vinna hérna því það fær borgað um hver mánaðamót. Það starfar hérna af hug- sjón og hefur trú á Skjá einum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta eru ekki bara okkar störf heldur líka það sem Skjár einn gerir fyrir almenning sem og auglýsendur.“ Sigríður segist ekki mega til þess hugsa að það verði að- eins einn ríkisrekinn fjölmiðill í landnu, „Bæði vegna aug- lýsenda og almennings,“ en 365 miðlar hafa einnig verið í gríðarlega erfiðri stöðu undanfarið. Þó svo að viðbrögð starfsmanna Skjás eins hafi verið baráttuhugur og samheldni segir Sigríður ekkert erfiðara en að þurfa að segja hópi fólks upp. „Þetta er það erfiðasta sem maður gerir í þessu starfi. Fyrir ári þurfti ég að gera það sama þegar ég sagði upp hópi fólks hjá okkur þegar við hættum að framleiða innlent efni og fórum að bjóða það út.“ Sigríður segir það hafa verið lið í því að gera Skjá einn að arðbærri einingu en markmið félagsins var að stöðin myndi skila hagnaði árið 2008. Fjölskyldan veitir styrk Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sigríður mikla reynslu af at- vinnulífinu og stjórnendastörfum. „Ég byrjaði hjá fyrirtæki sem heitir nú Capacent Gallup árið 1999 og var þar í ein sex ár. Þá hóf ég störf hjá Símanum. Þar stýrði ég hópi mjög góðs fólks í að búa til félag utan um símaskrá, símaskrá.is og 118. Við bjuggum til félagið Já sem flestir kannast við í dag,“ en Sigríður hefur ennþá yfirumsjón með því verkefni. „Síðan tók ég við framkvæmdastjórastöðunni hérna sum- arið 2007.“ Sigríður er með BS-gráðu í rekstrar- og viðskipta- fræðum frá Háskólanum á Akureyri. „Ég er fædd hérna í Reykjavík en ég flutti norður meðan ég var í námi og bjó þar í ein 9 ár,“ en Sigríður hefur einnig búið á Skagaströnd og í Njarðvík. Aðspurð hvort erfitt sé að samræma fjölskyldulífið framkvæmdastjórastöðunni segir hún að svo sé ekki. „ Ég er svo vel gift og ég á svo góð börn að það er lítið mál að sameina það,“ en Sigríður á tvo stráka. Hún segist sækja styrk sinn í fjölskylduna og því auðveldi hún henni starfið frekar en nokkuð annað. Trúir á bjartari tíma Þrátt fyrir uppsagnirnar trúir Sigríður að Skjár einn fái bar- áttumáli sínu framgengt og nái að tóra. „Ég trúi ekki öðru. Rökin eru bara svo sterk okkar megin og fordæmin líka. Við viljum bara vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til að bæta sér á undirskriftalistann okkar,“ en tæp 27.000 manns hafa þegar skráð sig á skjarinn.is. „Við munum svo nota þær undirskriftir til þess að skora á ríkisstjórn Íslands til þess að skoða þetta mál og leiðrétta stöðuna. Ég held að ótti við breytingar sé ein ástæða þess að ekki er löngu búið að þessu. Menn vita hvað þeir hafa en ekki hvað þeir hafa ekki. Við megum ekki vera hrædd við breyt- ingar.“ asgeir@dv.is „Við höfum ekkert á móti RÚV. Við höfum aldrei tekið þátt í þeirri um- ræðu að það eigi að einkavæða RÚV eða leggja niður. Við viljum þeim allt það besta. Við erum bara að fara fram á hluti sem teljast eðli- legir í nágrannalönd- um okkar.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir, 32 ára framkvæmdastjóri Skjás eins, berst nú fyrir lífi ströðvarinnar ásamt strafsmönnum hennar. Hún segir það erfiðasta sem hægt sé að hugsa sér í starfi sé að segja hópi fólks upp. Eftir uppsagnirnar á fimmtudag settu starfsmennirnir saman her- ferð gegn RÚV sem fór í loftið um kvöldið. Krafan er einföld. Sann- gjarnt samkeppnisumhverfi á fjölmiðlamarkaði líkt og er á öllum Norðurlöndunum og í Bretlandi. Starfsfólkið tók völdin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.