Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Page 52
Japönskum vísindamönnum tókst nýverið að skapa heilbrigða mús- arunga með því að klóna frumur úr músum sem höfðu verið fryst- ar í eitt ár. Áhugi annarra vísinda- manna hefur stóraukist í kjölfarið á því hvaða möguleikar eru fyr- ir hendi að endurskapa útdauð- ar dýrategundir eða viðhalda tegundum sem eru í bráðri út- rýmingarhættu. Allt síðan leifar hinna fornu loð- fíla eða mammúta uppgötvuðust í sífrera Síberu hafa vísindamenn velt fyrir sér hvort hægt verði að nýta frumur hræjanna til að end- urskapa lifandi loðfíla. En eitt ár í djúpfrysti er ekki það sama og ell- efu þúsund ár í sífrera norðurhjar- ans. Líklegt er að frumur dýranna séu það illa farnar að það reynist erfitt að vinna fullkomið erfða- efni eða DNA úr þeim. Ástralskir vísindamenn vinna nú hörðum höndum við að endurskapa hinn útdauða Tasmaníutígur en hafa aðeins úr að moða litlum brotum úr erfðaefni tegundarinnar. Lík- legt er að það muni aldrei takast. Loðfílarnir eru vænlegri til vinnings, talið er að leifar allt að tíu milljóna dýra sé að finna í Síb- eríu. palli@dv.is Vísindamenn eygja enn á ný tækifæri til að endurskapa eitt stórfenglegasta dýrið úr sögu mannkynsins; loðfílinn. DSi SelSt vel Nintendo DSi, sem er þriðja kynslóð leikjavélarinnar Nintendo DS, seldist vel sína fyrstu helgi í Japan. Rétt rúmlega 170.000 eintök seldust á fyrstu tveimur dögunum og seldist upp á fáeinum mínútum nánast alls staðar. Nýja vélin inniheldur meðal annars þriggja megapixla myndavél auk minniskorts. Vélin verður þó ekki væntanleg til Evrópu og Bandaríkjanna fyrr en á næsta ári. Nintendo DS hefur nú selst í um 85 milljónum eintaka. Föstudagur 7. Nóvember 200852 Helgarblað DV Tækni umsjóN: PÁLL svaNssON palli@dv.is KEmuR í NóVEmBER super street Fighter II turbo Hd remix kemur út í nóvember fyrir bæði Xbox 360 og Ps3. um er að ræða endurbætta útgáfu af hinum klassíska spilakassaleik sem kom út fyrir 15 árum. Hægt verður að ná í leikinn á netinu í gegnum Xbox Live og Playstat- ion Network. búið er að teikna leikinn upp á nýtt, bæta hljóð og mynd og setja hann í háskerpu. Lifandi LoðfíLar Loðfílsungi Í fyrra fundu rússneskir vísindamenn hræ af loðfílsunga sem er talið vera best varðveitta eintakið til þessa. jafnvel rani og augu ungans hafa staðist tímans tönn auk leifa af loðfeldi dýrsins. Heitustu pottarnir! Margar gerðir - margir litir Vatnabátar og viðgerðir VISALÁN Plast-X l Ægisbraut 23 l Akranesi l 431-5006 l www.plastx.is Hil du r H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is Gosbrunnur Sandkassi BlómapotturMargar gerðir Plast - X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.