Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 2
Veður Ákveðin austan- og suðaustanátt og rigning eða súld sunnan til í dag, en hægari og þurrt að kalla fyrir norðan. Milt veður. Sjá Síðu 30 Á leið í langferð Inniheldurplöntustanólester sem lækkar kólesteról MEÐ PLÖNTUSTANÓLESTER Í NÆRINGU EIN AF 10 STÆ RSTU UPPGÖTVUNUM Kólesteról er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma 2 fylgja fríttmeð ms.is/benecol Prufusigling fyrir Noregsferð Báturinn Tranöy var í prufusiglingu í Hafnarfjarðarhöfn á fallegum janúardegi. Báturinn var framleiddur af Trefjum ehf. og er á leið til Noregs. Kaupandi bátsins er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Noregi um áratugabil og hefur keypt fleiri báta af Trefjum. Tranöy er ný tegund af bát frá Trefjum. Fréttablaðið/SteFán Omar spilar fyrir gesti flugstöðvarinnar í París. Hann hlakkar til að hefja nám á akureyri og langar að verða tónlistarmaður. Mynd/KriStjana Samfélag Sýrlenskt flóttafólk kom sér fyrir í íbúðum sínum í Kópavogi og á Akureyri á þriðjudagskvöld og fékk stuðningsfjölskyldur sínar í heimsókn í gær. „Fyrsti dagurinn fór bara í það að ná áttum. Stuðn- ingsfjölskyldurnar komu í heim- sókn og fóru með þau í gönguferð um nágrennið,“ segir Hrafnhildur Kvaran, tengiliður fjölskyldnanna í Kópavogi hjá Rauða krossinum. „Þau spyrja spurninga um versl- anir. Hvar fæ ég þetta? Hvenær fáum við að læra íslensku? Hvenær byrjar skólinn? Þau vilja verða virk í samfélaginu sem fyrst.“ Hrafnhildur segir þau hefja skólagöngu sína þegar þau eru til- búin. „Það eru ákveðin atriði sem þarf að klára fyrst. Þau þurfa að fara í heilsufarsskoðun og fá kennitölu og ýmislegt fleira. Það tekur um það bil tvær til þrjár vikur. Núna horfa þau út um gluggann að skól- anum, spennt að fá að byrja,“ segir Hrafnhildur. Eitt barnanna er sérlega spennt fyrir því að hefja skólagönguna, Omar Al Khattab, sem er kominn til Akureyrar og ferðaðist með fiðlu í handfarangri sem honum var gefin í Beirút. Hann kann að spila nokkur vel valin lög og vonast til þess að á Íslandi fái hann að læra á fiðluna. Þegar honum er sagt af Sin- fóníuhljómsveit á Akureyri ljómar hann. Aðstæður flóttafólks sem hingað er komið voru misgóðar í Beirút og í mörgum tilfellum hefur það búið við afar ótryggar og erfiðar aðstæður. Konur og börn verst sett, ekkert barnanna sem kom til lands- ins hefur gengið í skóla síðan fjöl- skyldur þeirra flúðu Sýrland þótt mörg hafi fengið einhvers konar kennslu og aðstoð frá alþjóðlegu flóttamannasamtökunum IOM. Þá hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðis- kerfi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir nú undirbúning hafinn að komu næsta hóps. „Við undirbúum komu tuttugu manna hóps í febrúar, þar á meðal er einn ófæddur einstaklingur.“ Eygló segir mikilvægt að vanda vel til verka og læra af reynslu hverrar fjölskyldu sem hingað kemur. Blaða- maður ferðaðist með flóttafólkinu frá París og tók eftir atriði sem ef til vill þarf að taka betur til greina. Ferðalagið reyndi svo mjög á yngstu börnin að þau tóku að kasta upp í flugvélinni á leið til Íslands. Yngsti sonur Khattabs veiktist mest. Þegar komið var til Íslands hugaði starfsfólk Rauða krossins að líðan sonar Khattabs, gaf honum að drekka og leitaði ráða hjá heil- brigðisstarfsfólki. Hann braggast nú á nýju heimili sínu á Akureyri. kristjanabjorg@frettabladid.is Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyju- full að hefja skólavistina. Ferðalagið til Íslands reyndist yngstu börnunum erfitt. Fyrsti dagurinn fór bara í það að ná áttum. Stuðningsfjölskyld­ urnar komu í heimsókn og fóru með þau í gönguferð um nágrennið. Hrafnhildur Kvaran Rauða krossinum í Kópavogi lögreglumál Lögreglan á Suður- nesjum stöðvaði stórtæka ræktun á kannabisplöntum og gerði upp- tækar þúsundir söluskammta í húsleit nú á dögunum. Á Facebook- síðu embættisins kemur fram að talið sé að söluandvirði fíkni- efnanna sé tólf til fjórtán milljónir króna. Einn maður var handtekinn vegna málsins. Annar var handtekinn í hús- leit sem embættið gerði skömmu síðar en þar fannst mikið magn amfetamíns auk kannabisefna og vopna. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði svo kannabisræktun á tveimur stöðum í Hafnarfirði í gær og lagði hald á samtals 75 plöntur. Tveir karlmenn játuðu á sig rækt- unina, sem í báðum tilfellum átti sér stað í heimahúsi. Málin eru ekki talin tengjast. Á þriðjudag greindi lögreglan frá því að upp á síðkastið hefðu nokkrar húsleitir verið fram- kvæmdar í Hafnarfirði og að hald hefði verið lagt á tugi kannabis- plantna. Þá hafði karlmaður á sjö- tugsaldri verið handtekinn vegna málsins. Þetta eru ekki fyrstu fíkniefna- málin sem koma upp á árinu en á fyrstu viku ársins lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á kannabisfræ, amfetamín og hakakrosstöflur svokallaðar. Þá lagði hún hald á kannabisklumpa og amfetamín í enn einni húsleitinni. – snæ Mikið magn fíkniefna í upphafi árs Kannabisplönturnar sem fundust á Suðurnesjum í vikunni. DómSmál Við fyrirtöku í máli Atla Helgasonar í gær krafðist ákæruvaldið þess að honum yrðu ekki veitt lög- mannsréttindi á ný. Atli var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir mann- dráp og var hann í kjölfarið sviptur lögmannsréttindum. Atli sat inni til ársins 2010, en hefur nú fengið uppreist æru og er því með óflekkað mannorð. Í kjölfarið lagði hann fram beiðni um að endurheimta lögmannsréttindi sín. Við fyrirtöku málsins lagði ákæru- valdið meðal annars fram umsögn frá Lögmannafélagi Íslands. Sjálfur mætti Atli ekki við fyrirtökuna en málflutn- ingur fer fram þann 1. febrúar. – þv/skh Leggjast gegn réttindum Atla atli Helgason 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 6 f I m m T u D a g u r2 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð 2 0 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 9 -3 F D 0 1 8 3 9 -3 E 9 4 1 8 3 9 -3 D 5 8 1 8 3 9 -3 C 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.