Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 22
Talsvert hefur verið rætt og ritað um samband Íslands og Banda-ríkjanna á undanförnum árum,
enda af nógu að taka og margar hliðar
á málinu. Mest hefur verið fjallað um
sambandið út frá sjónarhóli utanrík-
is- og varnarmála, umhverfismála og
viðskipta. Í því samhengi hafa menn
velt fyrir sér orðalaginu „hið sérstaka
samband“ og ýmsir dregið það í efa
eftir þær breytingar sem áttu sér stað
á skipulagi varnarmála við brotthvarf
varnarliðsins árið 2006. En ég ætla
ekki að hætta mér út á það sprengju-
svæði í þessum pistli.
Það sem fékk mig til þess að setja
orð á blað núna var miklu fremur per-
sónuleg reynsla og sú staðreynd að
fjölskyldumeðlimir og margir vinir og
kunningjar hafa sótt sér menntun og
þjálfun í ýmsum greinum til Banda-
ríkjanna á undanförnum 60 árum.
Um er að ræða margar ólíkar greinar
svo sem blaðamennsku, málvísindi,
viðskiptafræði, íþróttir, gervigreind-
arfræði, veðurfræði, lyfjafræði, verk-
fræði, hjúkrunarfræði, læknisfræði
o.fl.
Mér hefur fundist athyglisvert hve
margir úr þessum hópi lýsa reynslu
sinni af námsdvöl í Bandaríkjunum
með afar jákvæðum hætti, en hef
vissulega engan raunverulegan sam-
anburð við önnur lönd hvað þessar
vangaveltur varðar. En það er sláandi
hve oft heyrist jákvæð lýsing á vináttu
og áframhaldandi samvinnu við
Bandaríkjamenn löngu eftir að form-
legu námi lýkur. Ég þekki minna til í
öðrum greinum svo sem kvikmynda-
gerð og tónlist, en sé ekki betur en
samvinna við Bandaríkjamenn sé
einnig mikil á þeim sviðum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá sendiráði
Bandaríkjanna hafa tæplega 3.000
Íslendingar fengið vegabréfsáritun
sérstaklega til ýmiss konar náms eða
þjálfunar í Bandaríkjunum á undan-
förnum 5 árum.
Öll þessi sambönd eru afar mikils
virði í sjálfu sér, en einnig og ekki síst
vegna þess að þau opna ný tækifæri
fyrir ungt fólk og hafa því áframhald-
andi jákvæð áhrif á náms- og starfs-
feril fjölda Íslendinga. Hvað fram-
haldsnám og starfsnám í læknisfræði
varðar, þá greiða bandarísk trygg-
ingafélög í raun þann námsstyrk sem
læknar í slíku námi fá, m.a. fyrir mikla
viðveru og vaktir, og má því segja að
bandarísk tryggingafélög hafi á vissan
hátt aukið virði íslenskrar heilbrigðis-
þjónustu.
Þá eru ótaldir þeir mörgu Íslend-
ingar sem hlotið hafa styrk til náms í
Bandaríkjunum vegna afreka sinna í
íþróttum, en slíkir styrkir eru algengir
og hafa opnað mikil tækifæri fyrir
ungt fólk til náms og íþróttaiðkunar.
Um er að ræða knattspyrnu, frjálsar
íþróttir, golf, körfuknattleik og fleiri
greinar. Athygli vekja einnig dæmi
um að í vissum íþróttum, s.s. körfu-
knattleik, getur reynsla bandarískra
leikmanna á Íslandi nýst þeim sem
stökkpallur inn í sterkari deildir í Evr-
ópu. Nokkuð er einnig um að banda-
rískir þjálfarar hafi starfað hér á landi
í ýmsum íþróttum.
Þegar horft er til mælinga á gæðum
háskólastarfs virðast margir banda-
rískir háskólar standa framarlega.
Þá er áhugavert að leyfa sér að setja
upp einfalda formúlu sem margfaldar
hin mörgu persónulegu tengsl, gæði
náms og langan líftíma tengslanna
sem getur náð til nokkurra kyn-
slóða. Niðurstaðan yrði án efa „há
tala“, og mikils virði fyrir einstakl-
inga og íslenskt samfélag til langs
tíma. Þeim dæmum fjölgar einnig
þar sem Íslendingar gefa til baka til
bandarísks samfélags í gegnum þessi
sambönd þannig að borgarar beggja
landa hagnast af samskiptunum.
Það liggur því beint við að velta
fyrir sér, hvort „hinu sérstaka sam-
bandi“ þjóðanna verði ekki best lýst
með þeim fjölmörgu og lifandi tengsl-
um sem rakin hafa verið hér, fremur
en að sambandið sé sérstakt á ein-
hvern óræðan pólitískan eða dipló-
matískan hátt. Þá mætti spyrja hvort
ekki væri farsælt að rækta sambandið
í samræmi við hið raunverulega eðli
þess, öllum til góðs til skemmri og
lengri tíma litið.
Ísland og Bandaríkin – hvað er svona sérstakt ?
Ólafur
Baldursson
læknir
Öll þessi sambönd eru afar
mikils virði í sjálfu sér, en
einnig og ekki síst vegna þess
að þau opna ný tækifæri
fyrir ungt fólk og hafa því
áframhaldandi jákvæð áhrif
á náms- og starfsferil fjölda
Íslendinga.
Áritun 2010 2011 2012 2013 2014 2015* Samtals
F (nemar)
M (starfs-tækninám)
J (Skipti, e. exchange)
254 268 296 241 257 254 1.570
16 21 25 14 28 21 125
233 225 234 199 198 167 1.256
✿ Fjöldi Íslendinga sem fengið hafa dvalarleyfi í BNA til náms/þjálfunar
Fyrir skömmu bar ég upp á Facebook-síðu Rithöfunda-s a m b a n d s i n s a l l m a r g a r
spurningar varðandi skipun í
úthlutunarnefnd Launasjóðs rit-
höfunda, sem að mestu leyti er
eingöngu á færi stjórnar RSÍ að
svara. Þar sem stjórn RSÍ virti mig
ekki svars, finn ég mig knúinn til að
spyrja á nýjum vettvangi:
1. Eru til einhver svör við því hvers
vegna Björn Vilhjálmsson, nefndar-
maður RSÍ í úthlutunarnefnd í
Launasjóði rithöfunda, sat ekki í
þrjú ár eins og verklagsreglur gera
ráð fyrir, heldur einungis eitt, þ.e.
árið 2015? (Má benda á að annar
nefndarmaður hóf setu í nefndinni
árið 2014 og sat sitt þriðja ár 2016.)
2. Hvers vegna var Birni skipt út
óforvarendis? Hvaða rök lágu þar
að baki?
3. Hvernig fór það ferli fram að
Birni var skipt út? Hver átti hug-
myndina að því og hvers vegna?
Stóð stjórn RSÍ að brottvikning-
unni saman? Einhuga?
4. Hvernig var nýr aðili fundinn?
Hvaða aðferðafræði lá til grund-
vallar? Hver talaði við hann? Allir
stjórnarmenn? Hvernig var þeim
fundi háttað þar sem ákveðið var
að skipta um mann, sem og þeim
fundi þar sem valinn var nýr? Var
fundurinn/-irnir formlegur? Var
ritari að fundinum/-unum? Var
skráð fundargerð?
5. Hvers vegna hefur stjórn RSÍ
ekki svarað spurningum um þessi
efni? Í hvers þágu er þögnin?
Með von um skýr svör.
Opið bréf til stjórnar
Rithöfundasambands Íslands
Helgi Ingólfsson
rithöfundur
Í janúar 2015 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3%. Launavísitalan hækkaði um 6,6%
árið 2014 svo þessi hækkun lífeyris
náði ekki að jafna þá hækkun. Meira
hækkaði lífeyrir ekki allt árið 2015.
Samt urðu meiri almennar launa-
hækkanir á árinu 2015 en átt höfðu
sér stað um langt skeið. En þó var
lífeyrir frystur allt árið. Stjórnvöld
höguðu sér gagnvart lífeyrisþegum
eins og það væri kreppa í landinu.
Bankastjóri Landsbankans sagði,
að það væri komið góðæri á ný og
ráðherrar töluðu ítrekað um að allir
hagvísar væru hagstæðir. Ráðherr-
arnir töluðu fjálglega um hagstætt
samkomulag um uppgjör slitabúa
föllnu bankanna, sem mundi bæta
afkomu þjóðarbúsins mikið en
aldraðir og öryrkjar urðu ekki varir
við neinn bata í þjóðarbúskapnum.
Frá febrúar árið 2015 var lífeyri
aldraðra og öryrkja haldið niðri og
óbreyttum!
14,5% hækkun lágmarkslauna
1. maí 2015 tóku gildi nýir kjara-
samningar launafólks í Starfsgreina-
sambandinu, Flóabandalaginu og
VR. Samkvæmt þessum samningum
hækkuðu lágmarkslaun um 14,5%
og ákveðið var, að laun mundu
hækka í 300 þúsund krónur á mán-
uði á 3 árum. Fjölmargir aðrir nýir
kjarasamningar voru gerðir á árinu.
Meðaltalshækkun 12 nýrra kjara-
samninga var 14%. Framhaldsskóla-
kennarar sömdu um 17% hækkun
strax og 44% hækkun á 3 árum.
Nýlæknar sömdu um 25% hækkun
strax og læknar almennt sömdu
um allt að 40% hækkun á 3 árum.
Grunnskólakennarar sömdu um
33% hækkun á 3 árum og 9,5% til
viðbótar gegn afsali kennsluafslátt-
ar. Samkvæmt lögum á við ákvörð-
un um hækkun lífeyris að taka mið
af launaþróun. Miðað við þær miklu
launahækkanir, sem samið var um
2015 og ákvæði laga um launaþróun
virðist krafa eldri borgara um 14,5%
hækkun hafa verið eðlileg. Útreikn-
ingar fjármálaráðuneytisins um
9,7% hækkun eru hins vegar ekki í
samræmi við raunveruleikann enda
voru þeir byggðir á áætlunum um
launahækkanir en ekki rauntölum
og þær áætlanir voru gerðar áður en
samningar voru undirritaðir.
Hækkun um áramót of lítil
Hækkun sú á lífeyri, sem tók gildi
um sl. áramót, er allt of lítil, gildir
fyrir fáa og leysir engan vanda.
Hækkunin er 9,7% eða kr. 21.825
fyrir skatt og þegar búið er að greiða
skatt af þessari hækkun er lítið
eftir. Það hefði hjálpað nokkuð, ef
hækkunin hefði verið greidd frá 1.
maí, þ.e. frá sama tíma og verkafólk
fékk hækkun, eða frá 1. mars eins
og ráðherrar, þingmenn og emb-
ættismenn fengu greitt. En af ein-
hverjum ástæðum reyndust stjórn-
völd ófáanleg til þess að greiða
öldruðum og öryrkjum hækkun til
baka. Lífeyrisþegar eru eini hópur-
inn í þjóðfélaginu, sem ekki hefur
fengið afturvirkar kjarabætur.
Lífeyrir alltof lágur
Eftir hækkunina 1. janúar 2016
er lífeyrir einhleypra eldri borg-
ara, sem eingöngu hafa tekjur
frá almannatryggingum, kr. 206
þúsund á mánuð eftir skatt. Það er
engin leið að lifa mannsæmandi lífi
af svo lágum lífeyri. Ef viðkomandi
þarf að leigja húsnæði er húsa-
leigan talsvert á annað hundrað
þúsund á mánuði. Það er þá lítið
eftir fyrir öllum öðrum útgjöld-
um, mat, fatnaði, rafmagni, síma,
tölvukostnaði, rekstri bifreiðar
eða öðrum samgöngukostnaði, ef
ekki er um bifreið að ræða, lyfjum,
lækniskostnaði o.fl. Engin leið er
að standa undir öllum þessum
útgjöldum með þessum lága lífeyri
og því verða lífeyrisþegar að sleppa
einhverjum af þessum útgjalda-
liðum. Slíkt er óásættanlegt og
brot á mannréttindum. Það verður
að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að
stórhækka hann.
Lífeyri aldraðra haldið niðri
i 11 mánuði!
Björgvin
Guðmundsson
formaður kjara-
nefndar FEB
Hækkun sú á lífeyri, sem tók
gildi um sl. áramót, er allt of
lítil, gildir fyrir fáa og leysir
engan vanda.
2 1 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r22 S k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
2
0
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
3
9
-7
1
3
0
1
8
3
9
-6
F
F
4
1
8
3
9
-6
E
B
8
1
8
3
9
-6
D
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K