Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 48
Leikhús hvítt - Töfraheimur litanna HHHH Catherine Wheels Production, Góðir gestir og Gaflaraleikhúsið hafnarborg Höfundar: Andy Manley og Ian Cameron Leikstjórn: Gunnar Helgason Leikarar: Virginia Gillard og María Pálsdóttir Leikmynd / Búningar / Hljóð: Cath­ erine Wheels leikhópurinn Í iðrum Hafnarborgar í Hafnarfirði má finna skjannahvíta töfraveröld þar sem umhverfi, verur og hlutir eru öll í sama föla litnum. Bómull og Krumpa búa í vel skipulögðum og tandurhreinum heimi, en störf þeirra snúast einmitt um að halda honum hreinum. Þær þrífa, þurrka af, laga og gæta þess að engir litir læðist inn. Ef svo fer þá fara þeir beint í ruslið. Þess á milli stunda þær björgunarstörf en reglulega falla egg af himnum ofan sem þær grípa af mikilli lagni og veita húsaskjól. En einn daginn kemur óvæntur gestur í heimsókn … Það er sorgleg staðreynd að skammarlega fáar barnasýningar hafa verið frumsýndar á þessu leik- ári, einkum fyrir yngstu kynslóð- ina. En Hvítt er einmitt sérstaklega skapað fyrir okkar allra yngstu leikhúsgesti og því ber hressilega að fagna. Ef marka má kæti og ein- beitingu gestanna smáu á frum- sýningunni þá var yfir miklu að gleðjast, einnig hjá þeim stærri. Ekki er í fjarri lagi að Hvítt gerist í svipuðum heimi og lagið fræga eftir Nick Cave þar sem allir kett- irnir eru málaðir hvítir svo þeir sjáist í næturhúminu. En undir dauðhreinsuðu yfirborði leynist marglitur fjölbreytileikinn sem er svo miklu skemmtilegri. Þótt orðin í handritinu séu ekki mörg er textinn skynsamlega skrifaður, uppbyggingin þétt og úrlausnin ánægjuleg. Verkið var þó frekar endasleppt, það hefði verið gaman að sjá Bómull og Krumpu njóta litadýrðarinnar aðeins lengur. Öll umgjörð sýningarinnar er í höndum leikhópsins en leik- myndin, búningarnir, tónlist og hljóð eru glimrandi góð. Leik- húslausnirnar eru einfaldar en frumlegar og tónlistin er að sama skapi angurblíð án þess að vera of væmin. Gunnar Helgason annast leikstjórnina og heldur þétt utan um sýninguna; sviðshreyfingar eru skýrar, uppbrotin skondin og allt- af stutt í ljúfan húmorinn. Einnig eiga þær Virginia Gillard og María Pálsdóttir hrós skilið fyrir að halda yngstu áhorfendunum við efnið. Samvinna þeirra er falleg og vel unnin. Þær skapa einnig mikið af hljóðmyndinni sjálfar og vakti það mikla kátínu. Þá á Virginia einstaklega gott augnablik þegar Bómull, full eftirsjár, laumast ein í björgunarleiðangur. Hvítt er kjörin sýning til að kynna ungum áhorfendum þá töfra sem leikhúsið getur kallað fram á góðum degi. Þó að sýningin sé í styttra lagi þá hittir hún beint í mark, bæði með boðskap sínum og framsetningu. Sigríður Jónsdóttir NiðursTaða: Tilvalin og litrík skemmtun fyrir yngstu leikhús­ kynslóðina. Fjölbreytileikanum fagnað Hvítt er falleg og skemmtileg sýning fyrir yngstu kynslóðina. Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á ALLT FYRIR ÞORRA - BLÓTIÐ „Sögurnar eru óendanlega margar og aldrei hægt að gera þeim öllum skil, þær eru það magnaðar að hver og ein gæti verið nægileg uppistaða í leikrit,“ segir Hrafnhildur. FréttaBLaðið/anton Þetta verkefni er búið að taka á en það hefur verið áhuga-vert, magnað og spennandi – allt í senn. Það hefur verið gefandi líka, við höfum hitt svo margt fólk sem hefur sýnt okkur svo mikið traust,“ segir Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, annar tveggja höfunda heimildarverksins Flóð sem verður frumsýnt í kvöld í Borgarleikhúsinu og fjallar um snjó- flóðið á Flateyri 1995. „Upphaflega kemur hugmyndin að verkinu frá hinum höfundinum, Birni Thors leikara, sem jafnframt er leikstjóri verksins. Vinir hans frá Flateyri voru með honum í MH á þessum tíma og því fylgdist hann vel með því sem gerðist, eins og reyndar öll þjóðin. Atburðirnir höfðu sterk áhrif á hann og þegar hann var í bíómyndatökum á Flateyri fyrir nokkrum árum rifjuðust þeir upp. Hann las líka minningar Eiríks Finns Greipssonar um flóðið. Þá fór hann að fantasera um að búa til leikverk úr efninu. Það vildi svo til að Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri hafði fengið sömu hugmynd og þau mætt- ust á miðri leið. Svo var ég fengin í höfundarvinnuna í kjölfarið.“ Hvernig gekk að koma efninu í leikform? „Það er búin að vera tals- Eigum öll okkar flóð og finnum til með fólki Árið 1995 féll stórt snjóflóð á Flateyri. Á því byggja þau Björn Thors og Hrafn- hildur Hagalín heim- ildarverkið Flóð sem frumsýnt er á Litla sviði Borgarleik- hússins í kvöld. verð glíma að finna leið til þess. Við byrjuðum á að viða að okkur heimildum og höfum tekið hátt í 30 viðtöl við fólk sem upplifði flóðið – fólk sem missti, fólk sem bjargað- ist, hjálparsveitafólk og skipverja sem komu á staðinn. Sögurnar eru óendanlega margar og aldrei hægt að gera þeim öllum skil. Þær eru það magnaðar að hver og ein gæti verið nægileg uppistaða í leikrit. En við völdum úr einhvers konar þráð sem varð að því heimildarverki sem við erum að fara að frumsýna.“ Leikarar í Flóði eru Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Jensson og Kristín Þóra Har- aldsdóttir. Megintexti verksins er byggður á viðtölunum og er í raun beinar tilvitnanir í fólkið sjálft, að sögn Hrafnhildar. „Þetta er ekki túlkun okkar Björns á því sem gerð- ist heldur vildum við vera heiðarleg gagnvart fólkinu sjálfu og leyfa sögu þess að hljóma,“ tekur hún fram. Ótt- ast hún ekkert að fólk veigri sér við að fara í leikhús? Það verður varla þurrt auga í salnum. „Ef okkur tekst vel til þá á verkið að verða mjög áhrifamikið,“ segir Hrafnhildur. „Allir sem komnir eru til vits og ára muna eftir þessum atburðum, muna hvar þeir voru staddir þegar þeir heyrðu frétt- irnar. En hvort sem svona efni ratar í bíómynd, bók eða á svið hefur það sýnt sig að fólk hefur áhuga á raun- sönnum, áhrifamiklum sögum. Við getum líka alltaf lært af þeim. Öll göngum við í gegnum mismikla erfiðleika í lífinu, eigum okkar flóð og finnum til með fólki sem upplifir sára atburði. Enda sýndi þjóðin það og sannaði 1995. Hún stóð vel með Flateyringum og Súðvíkingum sem fengu líka yfir sig snjóflóð sama ár.“ Hrafnhildur getur þess að þau Björn Thors séu einnig að fara af stað með tíu þátta útvarpsseríu, sem byggð sé á snjóflóðunum fyrir vest- an. „Við vorum búin að viða að okkur svo miklu efni, sögum sem ekki rata í leikritið en okkur langar að koma áleiðis. Í raun erum við enn að taka viðtöl við fólk.“ Sjálf kveðst Hrafnhildur engan hafa þekkt persónulega sem tengd- ist flóðunum. „En foreldrar mínir voru Vestfirðingar. Ég var öll sumur sem krakki hjá ömmu minni í Bolungarvík og þekki þá ógn sem stafar af veðrinu, sjónum og öðrum náttúruöflum í litlum sjávarpláss- um.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Save the Children á Íslandi 2 1 . j a N ú a r 2 0 1 6 F i M M T u D a G u r32 M e N N i N G ∙ F r É T T a B L a ð i ð menning 2 0 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 3 9 -4 4 C 0 1 8 3 9 -4 3 8 4 1 8 3 9 -4 2 4 8 1 8 3 9 -4 1 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.