Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 32
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarma’ir aUglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Trausti hóf nám í framreiðslu í hinum sögufræga Glaumbæ árið 1962 og útskrifaðist sem fram­ reiðslumaður 1965. Hann hefur átt farsælan feril í bransanum, vann á Hótel Sögu fyrst sem framreiðslu­ maður, síðar veitingastjóri og loks sem verktaki og sá þannig um veit­ ingar og þjónustu á hótelinu í 34 ár. Eftir það færði hann sig yfir á Hótel Loftleiðir þar sem hann sá um veit­ ingarekstur í ellefu ár. „Ég hef verið fagstjóri Iceland­ air hótelanna í tvö og hálft ár sem þýðir að ég hef haft umsjón með gæðaeftirliti og kennslu á þess­ um tuttugu hótelum. Núna er ég búinn að minnka við mig, kominn í 30 prósent vinnu en er auk þess í prófnefnd Hótel­ og veitingaskól­ ans líkt og undanfarin fjörutíu ár,“ segir Trausti. Tæknin auðveldar lífið Í grunninn hefur þjónsstarfið ekki breyst mikið í gegnum árin en tækn­ in hefur þó létt mönnum lífið á marg­ an hátt að sögn Trausta. „Þegar ég var að byrja þurfti þjónninn, líkt og í dag, að bera á sér penna, blokk og upptakara. Pöntunin var tekin niður á blokk og þetta hefur lítið breyst,“ segir hann. „Góð þjónusta eykur upplifun veitingahúsagesta en slæm spillir henni.“ Helsta breytingin út frá tækni­ legu sjónarhorni hefur orðið á því hvernig pöntuninni er komið áleiðis inn í eldhús. „Á upphafsárum mínum var miði í einriti settur upp á svo­ kallaða bommu sem fór inn í eld­ hús. Seinna voru miðarnir komnir í tví­ og þrírit en það var ekki fyrr en miklu seinna að fram komu kassa­ kerfi þar sem þjónninn „bommaði“ pöntunina inn í kassa sem prentaði miðana sem fóru síðan til matreiðslu­ mannsins.“ Síðan þróaðist tæknin enn frek­ ar. „Sums staðar eru þjónar nú orðið útbúnir spjaldtölvum sem þeir taka pantanirnar á og senda beint inn í eldhús,“ segir Trausti og bendir á að ýmsar útfærslur séu á pöntunarkerf­ um í dag bæði hér á landi og erlendis og fjölmargar nýjungar í boði. Trausti telur alla tækniþróun í þessum geira til góðs. „Hún eykur öryggi gestanna, þeir geta verið nokkuð vissir um að fá það sem þeir pöntuðu og borga fyrir það rétta upp­ hæð. Þá er auðvelt að fletta upp pönt­ unum aftur í tímann,“ segir Trausti og telur ekki síst þá sem hafa sér­ þarfir á borð við fæðuóþol eða ­of­ næmi njóta góðs af tækninni. „Skrift fólks er misgóð, ekki bara í lækna­ stéttinni, og áður gat komið upp misskilningur með pöntun sem var handskrifuð. Í dag er þetta mun ör­ uggara með tilkomu tölvukerfanna sem sjá um að skilaboðin berist óbrengluð.“ Hann segir hin nýju kassakerfi einnig mikilvæg fyrir rekstur veit­ ingastaðanna og þau geri þá mun skilvirkari. Spennandi starf Mikill uppgangur er í veitingahúsa­ geiranum samhliða fjölgun ferða­ manna. Það kallar á fleiri mat­ reiðslu­ og framreiðslumenn. „Að­ sóknin í matreiðslunám er mjög góð og rúmlega það. Staðan er ekki eins góð í framreiðslufaginu þótt ágæt­ ur stígandi hafi verið í því síðastlið­ in ár,“ segir Trausti sem er nokk­ uð bjartsýnn á framtíð framreiðslu­ starfsins þó að aðeins nokkur ár séu síðan aðeins tveir framreiðslu­ menn voru útskrifaðir að vori. „Það vantar fólk í þessi störf um allt land,“ segir Trausti sem telur að fólk átti sig ekki á því hversu spennandi starfið er og hversu marga möguleika námið opnar. „Margir sem hafa lokið námi í framreiðslu eru nú hótelstjórar, til dæmis á Hilton, Holtinu og víðar,“ segir Trausti sem mælir heils hugar með náminu. Öll tækniþróun til góðs Trausti Víglundsson hefur starfað í veitingahúsageiranum í hálfa öld og þekkir því afar vel til í bransanum. Hann segir að innreið sjóðsvéla og tölvutækninnar hafi komið sér vel fyrir framreiðslufólk, kokka og ekki síst gesti veitingahúsanna. trausti Víglundsson hefur starfað í veitingahúsabransanum í yfir fimmtíu ár. mynd/Vilhelm Borgun býður fjölbreyttar lausnir og góða þjónustu fyrir þá sem vilja taka við öllum greiðslukortum gegnum vefsvæði eða app. Viltu taka við greiðslum á netinu? Kannaðu málið á borgun.is kaSSakerfi og SjóðSVélar kynningarblað 21. janúar 20162 2 0 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 9 -4 4 C 0 1 8 3 9 -4 3 8 4 1 8 3 9 -4 2 4 8 1 8 3 9 -4 1 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.