Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 20
Nýr forseti Íslands verður kosinn á þessu ári. Ekki er nú ljóst hversu mörg verða
í framboði. Þau verða að öllum
líkindum ófá og enn fleiri eru þau
sem máta sig í huganum við emb-
ættið og langar jafnvel að gefa kost
á sér, en leggja ekki í það af ýmsum
ástæðum.
Forseti Íslands á að vera mann-
eskja sem við eigum öll að geta
horft til með virðingu og ánægju.
Manneskja sem áttar sig á þeim
þáttum í samfélagi okkar sem betur
mega fara. Forsetinn á að vera hug-
rakkur, geta komið með vinsam-
legar ábendingar um lagfæringar og
breytingar á ýmsum þáttum í þjóð-
lífi okkar sem stjórnmálafólkið ætti
að taka fegins hendi og vilja stuðla
að. (Samanber jákvæð viðbrögð
forsætisráðherra er núverandi for-
seti benti vinsamlega á bága stöðu
margra eldri borgara og öryrkja í
landinu.)
Það gæti líka verið vinsamleg
ábending að öll þau sem búa í þessu
landi ættu að eiga rétt á því að fá að
ljúka að minnsta kosti fjögurra ára
námi endurgjaldslaust eftir grunn-
skóla jafnvel þótt þau séu orðin full-
orðin.
Önnur vinsamleg ábending for-
seta til þjóðarinnar og valdhafa
hennar er að gera mætti mun betur
fyrir það fólk sem orðið hefur fyrir
hvers konar andlegum og líkamleg-
um áföllum, en nýtur nú allt of lítils
stuðnings til að geta risið almenni-
lega á fætur.
Næsti forseti ætti að leggja mikið
á sig til þess að skapa aukna virð-
ingu á sviði samskipta kynjanna.
Koma sterkt inn í þá umræðu, að
engin einasta manneskja sé vara til
kynferðislegrar neyslu. Þá er það
líka hlutverk forsetans að tala gegn
annarri græðgi og benda á það að
sýki í peninga er vond og hættuleg
sýki sem leitt getur til mikillar
þjáningar, orsakað fátækt, skort og
hörmungar hjá öðrum. Þetta er jafn
mikið alvörumál sem áfengis- og
önnur fíkniefnasýki. Á einum stað
stendur nefnilega: „Enginn getur
þjónað Guði og Mammon.“ Eins
mætti segja: „Enginn getur þjónað
Guði og Bakkusi.“ Þess vegna á for-
setinn að hvetja þjóðina til að vera
bindindissama, hógværa og vera
ekki í „Við erum best og flottust“
Draumaforsetinn
Karl V.
Matthíasson
fv. alþingismaður
og sóknarprestur í
Guðríðarkirkju
Íbúar á landsbyggðinni búa
nú þegar við aðstæður sem
eru í sumum tilfellum síðri
en íbúa höfuðborgarsvæðis-
ins hvað þetta varðar. Stjórn-
valdsákvarðanir sem enn
auka á þetta misræmi eru
ekki ásættanlegar. Undirrit-
aðir í framkvæmdastjórnum
heilbrigðisstofnananna á
Norðurlandi hafa hagsmuna
að gæta í þessu máli – hags-
muna skjólstæðinga okkar.
Ég held að konum
stafi almennt meiri
hætta af karlmönn-
um heldur en vatni.
Því ekki að leggja
áherslu á að kenna
ungum stúlkum júdó
eða karate?
Forsetinn á að vera
verndari þeirra sem miðla
lífsgleði, hvatningu, von
eða huggun inn í góðar
eða erfiðar aðstæður.
Saga sjúkraflugs á Íslandi er löng og viðburðarík. Í mars árið 2002 var þó brotið blað því þá
hófst formleg vakt flugrekstraraðila,
sjúkraflutningsmanna og lækna,
sem síðan þá hefur að langmestu
leyti sinnt sjúkraflugi með fast-
vængja vélum. Um tíma voru sér-
stakar flugvélar til staðar á Ísafirði
og í Vestmannaeyjum en undan-
farin ár hefur þetta, eftir útboð,
eingöngu verið í höndum Mýflugs
sem flugrekstraraðila. Sjúkraflutn-
ingsmenn hjá Slökkviliði Akureyrar
hafa staðið vaktina ásamt læknum
á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og
Heilsugæslunni á Akureyri (nú Heil-
brigðisstofnun Norðurlands, HSN).
Af hverju Akureyri?
Þessi spurning er góðra gjalda verð
og var mikið um þetta rætt þegar
núverandi fyrirkomulag hófst og
reyndar oft komið upp í umræðum
síðan. Meginástæðan er einfaldlega
sú að frá flugvellinum á Akureyri er
um 45 mínútna flug til allra þeirra
staða á landinu sem kunna að þurfa
á sjúkraflugi að halda. Það má segja
að Akureyrarflugvöllur sé nokk-
urs konar flugmiðja Íslands. Þá var
einnig allmikil reynsla af sjúkraflugi
innanlands og utan þegar til staðar á
Akureyri þar sem læknar og sjúkra-
flutningsmenn fóru í útköll þó ekki
væri skipulögð vakt.
Af hverju flugvél?
Þessi spurning kemur upp reglu-
lega þegar fjallað er um sjúkraflug
á Íslandi. Sumir telja að með því að
fá fleiri þyrlur muni verða hægt að
sinna öllu sjúkraflugi með þeim. Svo
er alls ekki. Í raun og veru er núver-
andi þyrlukostur fyrst og fremst leit-
ar- og björgunartæki og frábær sem
slík. Takmarkanir á hraða, flughæð
og skortur á jafnþrýstibúnaði gera
hins vegar þyrlur að síðri valkosti
þegar kemur að sjúkraflutningum.
Þannig sinna þyrlur í dag einungis
um fimmtungi sjúkraflutninga í lofti
og þá aðallega með sjúklinga sem
sóttir eru út á sjó eða í óbyggðir, að
ótöldum slysum í þéttbýli þegar um
styttri vegalengdir er að ræða.
Fyrir hverja er sjúkraflugið?
Til að skýra betur umfang sjúkra-
flugsins má nefna að á árinu 2015 var
farið í 596 flug með 642 sjúklinga. Til
samanburðar má geta þess að 2003,
þegar fyrsta heila árið var starfrækt
með núverandi fyrirkomulagi, var
farið 271 flug með 285 sjúklinga.
Sjúkraflugin eru flokkuð eftir
bráðleika í 4 flokka, þ.e. F1–F4, og
eru flokkar F1 og F2 að öllu jöfnu
taldir vera þar sem tíminn skiptir
öllu máli fyrir sjúkling, þ.e. að hann
komist í rétt meðferðarúrræði án
tafar því að annars geti hlotist af
alvarlegur skaði eða andlát.
Tölfræðilega séð er stærsti hluti
sjúkraflugsins frá landsbyggðinni
og til Landspítala Háskólasjúkra-
húss (LSH). Eitthvað er um sjúkra-
flutninga aftur heim í hérað. Nánast
öll sjúkraflug sem flokkast undir
bráðatilfelli eru til LSH þó að nokkur
séu til SAk. Þannig má segja að íbúar
Norður- og Austurlands hafi mest
gagn af sjúkrafluginu hvað varðar
öryggi og að þróun undafarinna ára
sýnir að sjúkraflugið er orðinn afar
mikilvægur hluti heilbrigðisþjón-
ustu þessara landshluta.
Nýleg grein Þóris Sigmundssonar
og samstarfsmanna í Læknablaðinu
(1) sýnir svart á hvítu að fjarlægðin
frá LSH hefur áhrif á þá þjónustu og
meðferð sem íbúar Norður- og Aust-
urlands fá. Vel skipulögð starfsemi
sjúkraflugs er besti valkosturinn til
þess að draga úr áhrifum þessarar
fjarlægðar.
Það er ekki fyrirsjáanlegt að
mjög sérhæfð þjónusta, s.s. hjarta-
þræðingar og heila- og taugaskurð-
lækningar, muni standa til boða
utan LSH.
Lokaorð
Af framansögðu er ljóst að sjúkra-
flug er mikilvægur öryggisþáttur í
Sjúkraflug
Bjarni S. Jónasson
forstjóri SAk
Jón Helgi Björnsson
forstjóri HSN
Guðný Friðriksdóttir
framkvæmdastjóri hjúkrunar HSN
Hildigunnur Svavarsdóttir
framkvæmdastjóri hjúkrunar SAk
Sigurður E. Sigurðsson
framkvæmdastjóri lækninga SAk
Örn Ragnarsson
framkvæmdastjóri lækninga HSN
Sundkennsla hefur lengi verið mikilvægur hluti af námi ungmenna á Íslandi. Það er
töluverð áhersla lögð á mikilvægi
þess að börn læri að synda. Ég
þekki ekki upphaf sundkennslu
á Íslandi og veit ekki hvað hún er
mikil í samanburði við nágranna-
þjóðir okkar. En ég býst við því
að þetta eigi rætur sínar að rekja
til landfræðilegrar stöðu okkar og
menningar. Sjávarútvegur var jú
ein okkar helsta atvinnugrein. Svo
er landið uppfullt af vötnum þar
sem líka má veiða og jafnvel detta
útí. Og þetta byrjaði örugglega
löngu fyrir tíma björgunarvesta
og öryggisstaðla. Þannig að það
hefur verið lífsnauðsynlegt að
geta bjargað sér á sundi og margir
sem eiga sundkunnáttu sinni líf
að launa. Svo eru sundlaugar auð-
vitað mikilvægur hluti af menn-
ingu þjóðarinnar, samkomu-
staður fólks á öllum aldri. Sund er
heilsusamlegt. En það eru hlaup
líka. Og fjallgöngur. Og jóga.
Gallinn við sund og sund-
kennslu barna er að það fylgir
henni nokkur hætta og mikilvægt
er að eftirlit sé óaðfinnanlegt. Svo
finnst mörgum börnum bein-
línis óþægilegt að fara í sund og
afklæða sig frammi fyrir öðrum.
Það getur verið venjuleg spé-
hræðsla, líkamleg frávik sem börn
blygðast sín fyrir eða vaxtarlag
sem gerir börnum erfitt fyrir, nú
eða bara einföld vatnshræðsla.
Sundtímar eru oft vettvangur
aðkasts og jafnvel eineltis. Mörg
börn kvíða fyrir því að fara í sund-
tíma vegna þessa.
Ég átti sjálfur alltaf erfitt með
sundtímana í barnaskóla og á
ekki margar góðar minningar úr
þeim. En ég lærði að synda. Ég
kann bringusund, ekkert annað.
Ég hef lítið synt um ævina og
eyði mestum tíma í heitu pott-
unum og gufunni þegar ég fer í
laugarnar. Ég er vatnshræddur
og syndi aldrei á baðströndum í
sólarlöndum. Ég hef aldrei lent í
sjávarháska eða þurft að bjarga
mér á sundi. Í þau skipti sem ég
fer eitthvert á báti þá er ég undan-
tekningarlaust í björgunarvesti.
Ég hef sem betur fer aldrei reynt
það en ég held að ég gæti ekki
synt í svona vesti.
Nú er ég alls ekki að segja að
sundkennsla sé ekki mikilvæg.
En hún er kannski minna
mikilvæg en hún var áður. Og
kannski mætti fara að bjóða
börnum að velja eitthvað
annað en sund. Mér finnst til
dæmis sjálfsvörn mikilvæg.
Ein helsta ógn við öryggi
kvenna eru til dæmis karl-
menn. Ég held að konum stafi
almennt meiri hætta af karl-
mönnum heldur en vatni. Því
ekki að leggja áherslu á að kenna
ungum stúlkum júdó eða karate?
Það gæti jafnvel bjargað lífi þeirra
seinna.
En sjálfsvörn?
Jón G
narr
Pistillinn
leiðöngrum því afrekin eiga að vera
afleiðing ánægjulegrar, uppbyggj-
andi ástundunar og æfinga en ekki
öfugt.
Á að vera verndari
Forsetinn á að vera verndari þeirra
sem miðla lífsgleði, hvatningu, von
eða huggun inn í góðar eða erfiðar
aðstæður. Forsetinn á að vera vernd-
ari flóttamanna og birtingarmynd
samfélags sem vill rétta hjálparhönd
og stuðla að friðvænlegri heimi.
Forsetinn má alls ekki vera merki-
kerti eða snobbaður og á að hafa
húmor fyrir sjálfum sér og þjóð
sinni og geta bent henni á þá stað-
reynd að við lifum ekki lengi hér á
jörð og að við eigum að skila land-
inu, miðunum og samfélaginu öllu
í betra ástandi en það var í þegar
við fæddumst. Forseti lítils lands á
að geta farið í heimsóknir til forseta
annarra landa og stuðlað að friði.
Forsetinn sem nú fer frá Bessa-
stöðum hefur sýnt að það er hægt að
ná sambandi við fullt af valdamiklu
fólki og hafa góð áhrif á sviði mann-
verndar, dýraverndar, annarrar nátt-
úruverndar og friðar í heiminum.
En umfram allt verður forseti
Íslands að elska alla íbúa landsins
jafnt menn og dýr og vera reiðubú-
inn að taka á móti og styðja hvern
þann sem mögulegt er. Forsetinn
verður að hafa fallegan og góðan
mannskilning, vera umburðarlynd-
ur og styðja með kærleika og elsku
til dáða og góðra verka og honum
eða henni má ekki vera í nöp við
þann kærleiksboðskap sem þjóðin
hefur fengið að heyra um aldir og
hefur hjálpað og stutt í hvers kyns
raunum neyð og sorg en uppörv-
að til þakklætis og gleði á góðum
dögum.
Fyrsta verk nýs forseta ætti að
vera að bjóða þeim Breiðavíkur-
drengjum sem enn lifa og öðrum
sem orðið hafa fyrir harðræði,
heimsku og illsku af hálfu hins opin-
bera til iðrunar- og fyrirgefningar-
veislu á Bessastöðum.
Ég bið Guð um að þjóðin eignist
kærleiksríka, miskunnsama, hóg-
væra og hjartahreina manneskju á
Bessastaði.
heilbrigðisþjónustu landsbyggðar
og þá sérstaklega íbúa á Norður- og
Austurlandi.
Í mörgum tilfellum getur sá tími
sem fer í að flytja sjúklinga í við-
eigandi meðferðarúrræði skipt
sköpum.
Íbúar á landsbyggðinni búa
nú þegar við aðstæður sem eru
í sumum tilfellum síðri en íbúa
höfuðborgarsvæðisins hvað þetta
varðar. Stjórnvaldsákvarðanir sem
enn auka á þetta misræmi eru ekki
ásættanlegar.
Undirritaðir í framkvæmda-
stjórnum heilbrigðisstofnananna
á Norðurlandi hafa hagsmuna að
gæta í þessu máli – hagsmuna skjól-
stæðinga okkar.
Við skorum því á stjórnvöld
að viðhalda núverandi notagildi
Reykjavíkurflugvallar fyrir sjúkra-
flug þar til annar sambærilegur val-
kostur stendur til boða.
Heimild:
Læknablaðið 1 tbl.102 árg. 2016. 11-17
„Flutningstími og gæði meðferðar hjá
sjúklingum með ST-hækkunar-hjartadrep
á landsbyggðinni – fáir ná í kransæða-
víkkun innan 120 mínútna.“
Höfundar: Þórir S. Sigmundsson
læknir, Daníel Arnarson læknanemi,
Arnar Rafnsson læknir, Viðar Magnússon
læknir, Gunnar Þór Gunnarsson læknir
og Gestur Þorgeirsson læknir.
2 1 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
2
0
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
3
9
-5
D
7
0
1
8
3
9
-5
C
3
4
1
8
3
9
-5
A
F
8
1
8
3
9
-5
9
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K