Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 58
Fljótlega eftir að hljóm-sveitin var stofnuð kom fyrsta platan þeirra, 100% Nylon, út. „Það var þá sem allt fór af stað, við stukk- um af stað til Bretlands þar sem við fengum breskan umboðsmann og túruðum með hljómsveitunum Westlife og Girls Aloud,“ segir Stein- unn Camilla og bætir við að þetta hafi verið mikið ævintýri. „Ferðinni var síðan heitið til Los Angeles, þar sem Ólöf Sigríður Vals- dóttir óperusöngkona var búin að koma okkur í samband við þekkt tónlistarfólk. Það leið ekki á löngu þar til við fengum plötusamning hjá Hollywood Records. Þar unnum við með Bruno Mars og eyddum viku með kappanum, og bara það að heyra í Nicki Minaj vera að taka upp plötu í næsta herbergi fær mig til að muna hvað við vorum að gera skemmtilega hluti,“ segir Steinunn Camilla. „Þetta gekk allt eins og í sögu og maður áttaði sig ekki á því hvað þetta var stórt tækifæri sem við vorum með í höndunum. Við stelp- urnar fórum svo heim til Íslands í smá frí, það var þá sem við fengum þær fréttir að Hollywood Records hefði tekið þá ákvörðun að frysta okkar efni eins og það er kallað. Og snúa sér að því að koma Sel- enu Gomez á blað,“ segir Steinunn Camilla. Í framhaldinu kom óvissutími hjá stelpunum í Nylon, þær sögðu upp samningum hjá Hollywood Records og fórum að vinna í sínu efni. „Við ákváðum að hætta með hljóm- sveitina og snúa okkur að öðru,“ segir Steinunn Camilla, ánægð með þá ákvörðun. Í dag eru stelpurnar allar að vinna í tónlistarbransanum, Klara Ósk er að vinna í sinni eigin tónlist, Alma er að semja tónlist, en hún mun taka þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Augnablik sem Alda Dís kemur til með að flytja, og Steinunn ákvað að hella sér út í viðskipta- bransann. „Ég ákvað að opna mína eigin umboðsskrifstofu, Iceland Sync, ásamt Soffíu Kristínu Jónsdóttur. Við erum með nokkra hæfileika- ríka einstaklinga á okkar snærum, til dæmis Öldu Dís Arnardóttur en hún hefur verið að gera frábæra hluti undanfarið. Ásamt henni erum við með hljómsveitina The Evening Guests en í því bandi er íslenski söngvarinn Jökull Ernir Jónsson, þeir eru að gefa út plötu um þessar mundir,“ segir Steinunn spennt fyrir komandi tímum. Stelpurnar hafa þurft að þola ýmiss konar umtal í gegn um tíð- ina og tóku eflaust flestir eftir því að stúlknasveitin var tekin fyrir í Áramótaskaupinu þetta árið. „Ég hafði ekki grænan grun um atriðið í skaupinu, fyrr en ég sá mig birtast þarna á skjánum. Fyrst náði ég ekki alveg hvað var í gangi, þar sem ég er lítið hérna heima og ekki alveg inni í öllu. Þegar ég áttaði mig á tengingunni þá fannst mér þetta frekar leiðinlegt. En satt að segja erum við orðnar mjög vanar því að talað sé niður til okkar, því miður. Það er langt síðan við hættum að taka mark á þessu,“ segir Steinunn Camilla að lokum. Við erum orðnar vanar því að talað sé niður til okkar Íslenska stúlknasveitin Nylon, stofnuð af Einari Bárðarsyni, vakti mikla athygli. Hápunktur ferilsins var þó ævintýri stúlknanna vestanhafs þar sem þær störfuðu undir nafninu The Charlies. Fjórar stelpur skipuðu upphaflegu sveitina en það voru þær Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, Klara Ósk Elíasdóttir, Alma Guðmundsdóttir og Emilía Björg Óskarsdóttir. Steinunn Camilla, annar eigenda umboðsstofunnar Iceland Sync, er spennt fyrir komandi tímum. fréttablaðIð/hanna Ég hafði ekki grænan grun um atriðið í skaupinu, fyrr en Ég sá mig birtast þarna á skjánum. fyrst náði Ég ekki alVeg hVað Var í gangi, þar sem Ég er lítið hÉrna heima og ekki alVeg inni í öllu. þegar Ég áttaði mig á tengingunni þá fannst mÉr þetta frekar leiðinlegt. Guðrún Jóna Stefánsdóttir gudrunjona@frettabladid.is grænmetislasagna Ólífuolía 1 laukur 4 hvítlauksrif 2 gulrætur 2 sellerístangir 1 rauð paprika 1 græn paprika ½ kúrbítur 150 g spergilkál 1 dós niðursoðnir tómatar með basilíku 2 msk. tómatmauk eða tómat púrra 600 ml grænmetissoð (soðið vatn + grænmetisteningur) salt og pipar handfylli fersk basilíkulauf handfylli fersk steinselja 1 dós kotasæla 1 dós sýrður rjómi Parmesan-ostur, magn eftir smekk Salt og nýmalaður pipar lasagnaplötur, ferskar eða soðnar samkvæmt leiðbeiningum á pakk- anum. rifinn mozzarella-ostur, magn eftir smekk Hitið olíu á pönnu. Skerið græn­ metið smátt og steikið við vægan hita í nokkrar mínútur eða þar til það fer að mýkjast. Bætið pressuðum hvítlauk út á pönnuna í lokin og steikið í smástund. Gott er að setja smáklípu af smjöri. Bætið niður­ soðnum tómötum, tómatmauki, ferskri basilíku, grænmetissoðinu á pönnuna og látið sjóða í 30 mínútur við vægan hita. Kryddið til með salti og pipar. Á meðan grænmetið mallar á pönnunni búið þið til hvítu sósuna en þið blandið saman kotasælu, sýrðum rjóma, 50 g af rifnum parm­ esan, salti og pipar. Blandið vel saman. Setjið grænmetisblöndu í botninn á eldföstu móti, því næst lasagnaplötur, hvítu sósuna, aftur grænmetisblönduna og endurtakið leikinn einu sinni til tvisvar. Dreifið vel af rifnum mozzarella­osti yfir og nýrifnum parmesan. Bakið í ofni við 180°C í 40–45 mín­ útur. Uppskrift fengin af evalaufeykjaran.com glimrandi gott grænmetislasagna að hætti evu laufeyjar kjaran Leikkonan Jennifer Lawrence mun fara með hlutverk ástkonu Fidels Castro, Maritu Lorenz, í kvikmynd- inni Dear Fidel. Handritið að kvikmyndinni skrif- aði Eric Warren Singer sem er einnig maðurinn á bak við myndina Amer- ican Hustle sem Lawrence fór með aðalhlutverkið í. Dear Fidel segir frá ástarsambandi Castros og Lorenz sem hófst þegar hún var nítján ára gömul. Eftir að hafa orðið ófrísk og farið í fóstureyðingu yfirgaf Lorenz Kúbu og starfaði meðal annars fyrir CIA og FBI. L aw r e n ce h e f u r heldur betur vegnað vel undanfarin ár og er nú tilnefnd til Óskarsverð- launa í fjórða sinn fyrir hlut- verk sitt í kvik- myndinni Joy en hún hlaut Ó s k a r s v e r ð - laun sem besta leik- konan árið 2012 fyrir hlutverk sitt í Silver Linings Playbook. leikur ástkonu Castros Söngkonan Adele mun koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem verður haldin í febrúar. Sjálf er söngkonan ekki ókunn- ug verðlaununum en hún hefur unnið til tíu Grammy-verðlauna á ferlinum. Hún er þó ekki tilnefnd til neinna verðlauna í ár þar sem nýjasta platan hennar, 25, kom út of seint á árinu til þess að hún væri gjaldgeng. Kynnir hátíðarinnar í ár verður rapparinn LL Cool J og auk Adele mun rapparinn Kendrick Lamar stíga á svið. Lamar er tilnefndur til flestra Grammy-verðlauna í ár en til- nefningarnar eru alls ellefu. Taylor Swift er tilnefnd til sjö verðlauna líkt og kanadíski tónlistarmaðurinn The Weeknd. adele stígur á svið Sjálf hefur adele unnið til tíu Grammy- verðlauna á ferlinum. nordICPhotoS/Getty 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r42 L í F I ð ∙ F r É T T a B L a ð I ð 2 0 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 3 9 -7 6 2 0 1 8 3 9 -7 4 E 4 1 8 3 9 -7 3 A 8 1 8 3 9 -7 2 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.