Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 24
aldrei jafn ofarlega Íslenska karlalandsliðið í körfu­ bolta verður í öðrum styrkleika­ flokki þegar dregið verður til evrópumótsins 2017. drátturinn fer fram 22. janúar í Þýskalandi. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið jafn ofarlega, en það hefur klifið metorðastigann undanfarin misseri og var auðvitað í fyrsta sinn með á evrópumótinu síðasta sumar. Ísland mætir örugglega einu liði úr efsta styrkleikaflokki og einu úr þriðja, en óvíst er hvort það mæti liði úr fjórða styrkleika­ flokki. dregið verður í heildina í sjö riðla. Sex riðlar verða með fjórum þjóðum en einn þeirra með þremur. leikið verður heima og að heiman. Í dag 17.15 Frakkland- Hvít-Rús RÚV 19.30 Makedónía - Króatía RÚV2 19.15 FSu - Stjarnan Iða 19.15 Tindastóll - Þór Þ. Síkið 19.15 KR - Haukar DHL-höllin 11.00 HSBC-mótið Golfstöðin Að horfa á DK landsliðið er eins og eitt sinn var að horfa á það Íslenska Áslaug Bára @AslaugB ÍSland endaði Í 13. Sæti Íslenska karlalandsliðið í hand­ bolta endaði í 13. sæti á evrópu­ mótinu. Þetta varð ljóst eftir leiki gærdagsins þar sem við treystum á dag Sigurðsson og læri­ sveina hans í Þýska­ landi auk rússlands að hjálpa okkur Íslendingum. Við þurftum sigur Þjóðverja á Slóv­ enum og sigur frá rússum gegn Svartfjallalandi til að tryggja okkur 13. sætið og þar með sæti í efri styrkleikaflokki fyrir HM­umspilið í sumar. Þýskaland og rússland unnu bæði sína leiki sannfærandi og gerðu Íslandi þar mikinn greiða. HAndBolti Strákarnir okkar sneru til síns heima í gær eftir sneypuför til Póllands. Í fyrsta sinn síðan 2004 fór karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr riðli á evrópumótinu. Þeir voru sendir heim eftir rassskell gegn Króatíu, en tapið óvænta gegn Hvíta­rússlandi kom liðinu í nær ómögulega stöðu. fréttablaðið leitaði til þriggja þjálfara í olís­deildunum hér heima til að gefa sitt álit á frammistöðunni og framhaldinu. Þeir eru einar andri einarsson, þjálfari aftureld­ ingar í olís­deild karla, og þjálfarar karla­ og kvennaliða gróttu, gunn­ ar andrésson og Kári garðarsson. Engar taktískar breytingar allir þrír eru sammála um hið aug­ ljósa; varnarleikur Íslands var langt frá því að vera nógu góður í seinni tveimur leikjunum. eftir fínan varnarleik gegn noregi, þar sem liðið náði 29 löglegum stöðvunum, voru aðeins níu slíkar gegn Hvít­ rússum og Króötum. Mótherjarnir voru varla snertir. „Ég hef nú bara aldrei séð jafn skrítinn handboltaleik eins og á móti Hvíta­rússlandi. Þar var algjört hrun í varnarleiknum. Ég saknaði þess að sjá menn stíga upp í vörninni og klárar sínar stöður. Það vantaði líka allar taktískar breyting­ ar í 6­0­vörninni. Svo hjálpaði ekki til að sóknarleikurinn á móti Kró­ atíu var kominn í þrot,“ segir einar andri einarsson um varnarleikinn og gunnar er sammála. „Við vorum ekki nógu klókir og svo var ekkert plan B fyrst þessi hefðbundna vörn okkar virkaði ekki. ofan í þennan varnarleik fáum við svo enga markvörslu en þetta er Uppbygging gæti tekið tíma Sérfræðingar Fréttablaðsins eru allir sammála um að varnarleikurinn hafi fellt íslenska liðið á EM í Póllandi. Kalla eftir allsherjar naflaskoðun fyrir framhaldið og einn segir kominn tíma á Aron Kristjánsson. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, huggar svekktan fyrirliðann, Guðjón Val Sigurðsson, eftir tapið fyrir Króatíu. FRéTTaBlaðið/Valli Nýjast af EM í Póllandi C-riðill Spánn - Svíþjóð 24-22 Markahæstir: Valero Rivera 9, Julen Aguina- galde 4, Jorge Maqueda 3, Jesus Garcia 3 - Viktor Östlund 4, Johan Jakobsson 4, Nicklas Ekberg 3, Jesper Nielsen 3. Þýskaland - Slóvenía 25-21 Markahæstir: Tobias Reichman 5, Rune Dahmke 4, Seffen Weinhold 4, Jannik Kohlbacker 3, Steffen Fäth 3 - Vid Kavticnik 6, Dragan Gajic 3. Stig liða: Spánn 5, Þýskaland 4, Svíþjóð 2, Slóvenía 1. d-riðill Danmörk - Ungverjaland 30-22 Markahæstir: Mikkel Hansen 6, Mads Christiansen 4, Mads Mensah 3, Casper Mortensen 3 - Peter Hornyak 5, Rudolf Falu- vegi 3, Kornel Nagy 2. Rússland - Svartfjallal. 28-21 Markahæstir: Sergei Shelmenko 5, Sergey Gorbok 5, Timur Dibiruv 4, Mikhail Chipurin 3 - Vasko Sevaljevic 4, Milos Vujovic 4. Stig liða: Danmörk 6, Rússland 4, Ungverja- land 2, Svartfjallaland 0. grunnurinn að árangri. Það hefur verið smá endurnýjun í mannskap í varnarleiknum. Við erum ekki með sama mannskap og þegar þessi vörn virkaði hvað best. Ég er ekki viss um að þessi vörn henti þessu liði. Mér fannst þetta aldrei sannfærandi,“ segir gunnar. Töluðum okkur upp Íslenska liðið átti heldur ekki gott mót í Katar fyrir ári en fín spilamennska landsliðsins eftir það skilaði sér engan veginn inn í mótið í Póllandi. Var verið að ofmeta liðið fyrir eM? „Það sem gaf mér ákveðna von var að liðið hefur oft verið í verra standi. aron er ferskari og guðjón Valur. Það er kannski bara lexi sem kom svolítið hnjaskaður inn í mótið. Mér fannst ástæða til að vera bjartsýnn út af því en kannski ekki þegar horft er á undirbúninginn og og síðasta ár,“ segir Kári garðarsson. einar andri tekur undir orð hans: „Var einhver ástæða til bjartsýni? Við töpum í undirbúningnum fyrir Portúgal og svo vinnum við seinni leikinn gegn Þýskalandi en það er oft þannig að liðið sem vinnur fyrri leikinn kemur rólegar inn í þann síðari. Við vorum að tala okkur upp því allir voru heilir og æfingarnar áttu að ganga vel. Kannski vorum við samt ekki að horfa nógu raun­ sætt á þetta.“ Stóra vandamálið, segir Kári, hafi einfaldlega verið að tapa leiknum gegn Hvíta­rússlandi. „Það var bara blaut tuska í andlitið fyrir alla sem þekkja til. Það átti að vera auð­ veldur leikur eða allavega sigur. eftir hann vorum við komnir með bakið upp við vegg fyrir leik gegn liði sem er gríðarlega öflugt. Þar vorum við svo með allt niður um okkur. Það voru of margir að spila langt undir pari.“ Þörf á naflaskoðun en hver eru næstu skref? „Við þurf­ um að finna út úr þessari vörn,“ svarar einar andri um hæl. „Ég hef engar áhyggjur af sóknarleiknum. Það þarf að vera endurnýjun í lið­ inu en alls ekki hreinsa út tíu leik­ menn og inn með aðra tíu. Það er það versta sem við gætum gert. Við þurfum að finna leikmenn sem geta spilað vörn og sókn og fá betra jafn­ vægi í liðið.“ gunnar andrésson vill að hand­ boltahreyfingin líti öll inn á við: „Við komumst ekkert hjá kynslóða­ skiptum. Kannski þurfum við bara að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Við þurfum að fara í naflaskoðun og sjá hvar við öll getum bætt okkur til dæmis í þjálfun og annað. Það er fullt af efni­ legum strákum að koma upp þannig að saman þurfum við öll að vinna í sömu átt.“ Einar andri Einarsson: Þarf traust frá leikmönnum „Ég held að Aron sé alveg nógu góður þjálfari til að stýra íslenska liðinu áfram ef hann er til í það,“ segir Einar Andri, aðspurður um framtíð Arons Krist- jánssonar. „Ef hann hefur traust frá leik- mönnum og HSÍ sé ég enga ástæðu til þess að breyta til. Ég held að allir sem koma að liðinu þurfi að kafa djúpt og finna ástæðuna fyrir þessum árangri. Það er þörf á naflaskoðun hjá öllum sem koma að handboltanum á hæsta stigi á íslandi,“ segir Einar Andri Einarsson. Gunnar andrésson: Gæti tekið tíma „Aron er frábær þjálfari og gæti gert gagn með þetta lið, en ég held að það eigi bara eftir að koma í ljós hvað verður,“ segir Gunnar varðandi framtíð Arons Kristjáns- sonar með landsliðið. „Þetta gæti alveg verið tímapunkt- ur til að fé ferskt blóð inn í þetta. Við komumst að því þegar tíminn aðeins líður og menn átta sig á hvað fór úrskeiðis. Það er vafalítið ýmislegt í þessu sem við vitum ekki,“ segir Gunnar sem kallar eftir þolinmæði. „Það þarf að stýra þessu skipi á beinu brautina en það gæti tekið tíma þannig að við verðum að vera þolinmóð.“ Kári Garðarsson: Kominn tími á ferskt blóð „Já, ég held það hreinlega,“ segir Kári Garðarsson aðspurður hvort það sé kominn tími á að Aron Kristjánsson láti af störfum. „Hann er frábær þjálfari og hefur náð góðum árangri með íslenska liðið sem og þau félagslið sem hann hefur stýrt bæði hér heima og úti. En það er tími núna til að fá ferskt blóð inn í þetta,“ segir Kári. „Það er kominn tími á breytingar en ég segi það með fullri virðingu fyrir Aroni Kristjánssyni og öllu sem hann hefur gert.“ Tómas Þór Þórðarson tomas@frettabladid.is 2 1 . j A n ú A r 2 0 1 6 F i M M t U d A G U r24 s p o r t ∙ F r É t t A B l A ð i ð sPort 2 0 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 9 -8 4 F 0 1 8 3 9 -8 3 B 4 1 8 3 9 -8 2 7 8 1 8 3 9 -8 1 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.