Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 12
Það er ekki þykk dúnúlpa yfir einni peysu sem heldur bestum hita á manni þegar skíðað er, heldur eru það nokkrar þunnar flíkur undir vatns- og vindþéttri úlpu sem andar. Loftið sem myndast á milli flíkanna undir úlpunni virkar eins og ein- angrun og úlpa sem andar hleypir út raka. Skíðabuxurnar eiga auðvitað einnig að vera vatns- og vindþéttar og anda eins og úlpan. Algengasti undirfatnaðurinn fyrir skíðaiðkendur er úr pólýester sem heldur þeim þurrum. Ullarundir- föt þykja einnig ágæt. Þau eru hlý og það kemur síður svitalykt í þau. Bómullarflíkur ber að varast. Þær draga í sig raka eins og svampur og það veldur því að manni verður kalt. Klæddu þig rétt fyrir skíðaferð Huga þarf að því að fatnaðurinn sé réttur þegar farið er á fjöll. Sokkar af réttri tegund eru jafnmikilvægir og úlpan og buxurnar. Ekki má gleyma varasalva, sólarvörn fyrir andlitið, aukaklæðnaði og nestinu. Sé búnaðurinn réttur verður líðanin betri og skíðaferðin þar með enn ánægjulegri en ella. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Landsleikurinn Allir lesa hefst á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í mánuð. Leikurinn fer nú fram í annað sinn en í fyrra voru lesnir klukkutímar vel yfir 70 þúsund. Á vef Reykjavíkurborgar segir að borgarstjórn hafi nú ákveðið að taka þátt í keppninni. Vestmannaeyingar voru í fyrsta sæti í fyrra en Reykvíkingar í 23. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar í fyrra. Allir geta tekið þátt í landsleikn- um með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar og svo framvegis. Foreldrar eða afar og ömmur sem lesa með börnum sínum geta til að mynda stofnað fjölskyldulið og skráist lesturinn þá bæði á þann sem lesið er fyrir og þann sem les. Þau lið sem verja samanlagt mest- um tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar. Aðstandendur Allir lesa eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO, með stuðningi frá menntamálaráðuneytinu. Frá þessu er greint á vef borgarinnar. – ibs Landsleikur í lestri að hefjast Til þess að skíðaferðin verði sem ánægjulegust er vert að huga að þessu 1. Varasalvi og sólarvörn Þegar sólin fer að hækka á lofti er nauð- synlegt að bera á sig sólarvörn heima áður en haldið er af stað í skíðabrekkuna og bera svo aftur á andlitið í brekkunni. Varasalvi er einnig nauðsynlegur og hafa ætti hann með sér í ferðina eins og sólar- vörn. 2. Feitt andlitskrem Þegar kuldinn er mikill og vindur blæs er gott að bera feitt krem á andlitið. 3. Buff á höfuð og háls Gott er að vera með aukabuff í vasanum. Þegar veðrið er slæmt er gott að setja það um hálsinn og fyrir andlitið. 4. Farsími Ekki gleyma að setja farsíma í vasann. Hann getur verið nauðsynlegt öryggistæki. 5. Orkubiti Súkkulaðibiti eða nokkrar hnetur, sem auðveldlega má geyma í úlpuvasa, geta komið að gagni þegar þreyta fer að gera vart við sig. Sigurlið í lestrarlandsleiknum verða heiðruð með viðurkenningum og verð- launum. NORDICPHOTOS/GETTY Þunn ullarpeysa yfir undirfatnað- inum og flíspeysa þar utan yfir er skynsamlegur klæðnaður. Sokkarnir eiga gjarnan að vera alvöruskíðasokkar. Þeir eru þykkir á vissum stöðum og þynnri á öðrum þannig að vel fari um fótinn í skíða- skónum. Góðir skíðavettlingar eru að sjálfsögðu mikilvægir. Gæta þarf þess að skíðahjálmur- inn sé af réttri stærð. Hann á að sitja þétt að höfðinu. Þegar skíðagler- augu eru keypt á að máta þau yfir hjálminn. ibs@frettabladid.is HVERNIG KEMST 330.000 MANNA ÞJÓÐ Á EM? LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS ER ÞAÐ VATNIÐ? „ “ Í handbók um mataræði aldraðra, sem lesa má á vef landlæknis, er bent á að í ráðleggingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni (WHO) um fæði aldraðra sem o g í E v r ó p u v e r k e f n i n u Healthy ageing hafi verið lögð rík áhersla á að minnka salt og harða fitu í fæðu aldraðra og auka hlut grænmetis og ávaxta sem og hlut annarra trefjaríkra matvara. Ö l d r u ð u m , s e m e r u vi ð góða heilsu og hreyfa sig dag- lega, hæfir yfirleitt almennt fæði þar sem tekið er mið af ráðleggingum Lýðheilsu- s t ö ð v a r - m a n n e l d i s r á ð s . Hætta á næringarskorti eykst hins vegar ef matarlyst minnkar, hvort heldur er vegna líkamlegra eða geðrænna sjúkdóma. Við slíkar aðstæður þarf að gera sérstakar og oft einstaklingsbundnar ráðstafanir varðandi fæðið. Orkuþörf minnkar með aldr- inum, aðallega vegna vöðvarýrn- unar og minni hreyfingar. Þörf fyrir vítamín, steinefni, prótein og trefjaefni minnkar hins vegar ekki að sama skapi. Því þurfa öll nær- ingarefni að vera til staðar í minni fæðuskömmtum. Þar sem orkuþörfin minnkar með aldrinum er hætta á að fólk þyngist um of sé þess ekki gætt að minnka neyslu í samræmi við þörf. Ofþyngd og offita á efri árum eykur mjög líkur á sykursýki af gerð 2, of háum blóðþrýstingi og stoðkerfissjúk- dómum auk annarra fylgikvilla og því er mikið í húfi að líkamsþyngd sé haldið í skefjum. Fituríkt fæði og kyrrsetur eru öðru fremur ávísun á fitusöfnun. Dagleg miðlungserfið hreyfing í 30 mínútur, t.d. gönguferðir eða leikfimi, ásamt hæfilegri fitu og skynsamlegu fæðuvali skipta megin- máli til að koma í veg fyrir offitu á efri árum. Á hinn bóginn minnkar oft matarlyst aldraðra, þeir léttast meira en góðu hófi gegnir og við það aukast líkur á mörgum sjúkdómum, að því er segir í handbókinni. Handbók um mataræði aldraðra á vef landlæknis Orkuþörf minnkar með aldrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFáN fjölskyldan 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 2 0 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 9 -6 2 6 0 1 8 3 9 -6 1 2 4 1 8 3 9 -5 F E 8 1 8 3 9 -5 E A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.