Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 19
Þorvaldur Gylfason prófessor Í dag Nú tíðkast að slá máli á ýmsar samfélagsstærðir sem engar haldbærar tölur voru til um áður. Það er framför. Ekki er langt síðan umræður um spillingu voru allar í skötulíki þar eð engar not- hæfar tölur voru til um fyrirbærið heldur aðeins ágizkanir. Menn komust upp með að þræta fyrir spillingu þótt hún blasti við þar eð engum staðtölum um hana var til að dreifa. Sama máli gegnir um traust, bæði traustið sem menn bera hver til annars og til ýmissa stofn- ana þjóðfélagsins. Spilling, traust og slíkar stærðir mættu afgangi í umræðum um þjóðfélagsmál þar eð menn höfðu ekki fast land undir fótum. Svo er ekki lengur. Spilling Á síðustu árum hefur verið safnað gögnum um spillingu í viðskiptum og stjórnmálum víða um heim. Þetta hefur gert mönnum kleift að rekja áhrif spillingar t.d. á vöxt og viðgang efnahagslífsins. Spilling reynist draga úr hagvexti um heiminn. Þessi niðurstaða liggur ekki í augum uppi. Sumir hafa haldið því fram að spilling smyrji hjól viðskiptalífsins og örvi það með því móti. Aðrir hafa haldið hinu fram að spilling slævi atvinnu- lífið með því t.d. að tefla verklegum framkvæmdum í hendur mútuveit- enda frekar en þeirra sem skila hag- kvæmustu tilboðum í verkin, með því að velja stjórnendur mikilvægra stofnana eftir flokkshollustu frekar en verðleikum og þannig áfram. Rannsóknir á sambandi spillingar og hagvaxtar benda til að tærandi áhrif spillingar á efnahagslífið séu sterkari en nærandi áhrif hennar þegar öllu er til skila haldið. Þetta skiptir máli. Mörgum sýnist spilling víða í Afríkulöndum vera dragbítur á lífskjörum fólksins þar. Þetta er umhugsunarefni handa Íslend- ingum í ljósi þess að nýleg athugun Gallups sýnir að 67% svarenda í við- talskönnun Gallups telja spillingu vera alvarlegt vandamál í stjórn- málum og stjórnsýslu á Íslandi borið saman við 14% í Svíþjóð, 15% í Danmörku, 77% í Úkraínu, 80% í Rússlandi og 86% á Ítalíu. Traust Rannsóknir á trausti eru skemmra á veg komnar. Þær má að nokkru leyti rekja til bókarinnar Bowling Alone (2000) eftir bandaríska pró- fessorinn Robert Putnam, bók sem sumir telja áhrifaríkasta stjórnmála- fræðirit samtímans. Bókarheitið er dregið af staðtölum sem sýna að nú kjósa margir Bandaríkjamenn að slá keilur einir frekar en með öðrum. Hvers vegna? Sjónvarp hefur kennt mönnum að verja tómstundum í einrúmi, segir Putnam. Hann telur einnig að brottför kvenna af heimilum út á vinnumarkaðinn hafi veikt límið sem heldur fjölskyldum saman og þá um leið samfélaginu. Í þessu felst engin ásökun af hálfu Putnams, heldur er hann bara að leita skýringa á orðnum hlut, hæg- gengri þróun. Í bókinni lýsir Putnam því hversu traust hefur dvínað í Bandaríkj- unum undangengna áratugi. Hann hefur m.a. minnkandi kosninga- þátttöku til marks. Árin 1840-1900 var kosningaþátttaka í forseta- kosningum vestra 77% að jafnaði borið saman við 56% 1904-2012. Kosningaþátttakan hefur verið undir 60% öll árin frá 1972. Fækkun félagsmanna í verklýðsfélögum er angi á sama meiði. Spilling grefur undan trausti Nú eru til fjölþjóðleg viðtals- gögn allmörg ár aftur í tímann um traustið sem menn segjast bera hver til annars. Þegar menn eru spurðir hvort flestu fólki sé treystandi eða hvort gæta þurfi ýtrustu varúðar í samskiptum við annað fólk kemur í ljós að traustið sem Íslendingar bera hver til annars var löngu fyrir hrun miklu minna en annars staðar um Norðurlönd. Spilling og vantraust voru því trúlega meðal orsaka hrunsins frekar en afleið- ingar hrunsins. Vantraustið fyrir hrun leiddi ekki til aukins eftirlits heldur var því mætt með andvara- leysi og afskiptaleysi. Við bætast innlendar mælingar Capacents og MMR á trausti. Skv. MMR sögðust 14% landsmanna treysta Alþingi 2015. Capacent mælir aðeins meira traust: þau segja að 18% svarenda hafi treyst Alþingi 2015 borið saman við 50% 1995 og 42% 2008. Bankarnir fá enn verri útreið. Skv. MMR sögðust 7% svarenda treysta bönkunum 2015, en 12% skv. Capa- cent borið saman við 40% 2008. Skv. MMR sögðust 65% svarenda treysta Háskóla Íslands 2015, en 72% skv. Capacent borið saman við 90% 2008 og 84% 1995. Þessar tölur um þverrandi traust vitna ekki endilega um aukið óþol almennings. Það sést á því að traust almennings til lögreglunnar hefur haldizt stöðugt í kringum 80% frá því fyrir hrun. Hitt virðist líklegra að spilling stjórnmálanna sem birtist m.a. í illa útfærðri einkavæð- ingu og síðan hruni bankanna og nú síðast í tilraun stjórnmálamanna til að drepa nýju stjórnarskránni á dreif til að þóknast útvegsmönnum og sjálfum sér hafi átt drjúgan þátt í að draga úr áliti Alþingis. Vantraust í garð bankanna virðist stafa m.a. af því að þeir hegða sér enn að nokkru leyti eins og ríki í ríkinu, enda er þeim enn, sjö árum eftir hrun, búið svipað fákeppnisumhverfi og fyrir hrun. Um heiður og sóma Mörgum sýnist spilling víða í Afríkulöndum vera drag­ bítur á lífskjörum fólksins þar. Þetta er umhugsunarefni handa Íslendingum í ljósi þess að nýleg athugun Gall­ ups sýnir að 67% svarenda í viðtalskönnun Gallups telja spillingu vera alvarlegt vandamál í stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi borið saman við 14% í Svíþjóð, 15% í Danmörku, 77% í Úkraínu, 80% í Rússlandi og 86% á Ítalíu. Miðasala á tix.is, miðasölu Hörpu og í síma 528-5050. Tónlist hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar TRÚBROTS verður flutt á sviði Eldborgar þann 12. febrúar. Þar verður einnig eitt helsta meistaraverk íslenskrar tónlistarsögu, ….LIFUN, flutt í heild sinni, en verkið er 45 ára í ár. Meðlimir TRÚBROTS, þau Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Shady Owens, skipa hljómsveitina ásamt þeim Eyþóri Gunnarssyni, Friðriki Karlssyni, Gunnlaugi Briem, Jóhanni Ásmundssyni, Pétri Grétarssyni, Stefáni Jakobssyni, Andra Ólafssyni og Stefaníu Svavarsdóttur. Ekki missa af sannkallaðri veislu í Hörpu þar sem tónlist TRÚBROTS fær að hljóma og andi hippakynslóðarinnar svífur yfir vötnum. 12. febrúar í Eldborg Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð árið 1976 og verða því fjörutíu ára á þessu ári. Með stofnun þeirra nýttist betur samtakamáttur ýmissa félaga sem öll hafa það markmið „að berjast fyrir réttindum og vinna að mál- efnum fólks með þroskahömlun sem og annarra fatlaðra, barna og fullorðinna, og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóð- félagsþegna“, eins og segir í lögum samtakanna. Samtökin leggja sérstaka áherslu á að vera öflugur málsvari fólks með þroskahömlun og fatlaðra barna, styðja þau til að styrkja sjálfs- myndina, láta rödd sína heyrast og standa sjálf vörð um hagsmuni sína og réttindi. Starf og stefna Landssamtakanna Þroskahjálpar grundvallast á viður- kenndum mannréttindum sem áréttuð eru í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sérstök áhersluatriði í stefnuskrá samtakanna eru þessi: Virða ber manngildi, grunnþarfir og rétt allra manna. Fósturskimun skal beitt í þjón- ustu lífsins. Allir eiga rétt til að hafa áhrif á eigið líf og taka eigin ákvarðanir. Allir, sem þess þurfa, eiga rétt á stuðningi sem tekur mið af þörfum þeirra svo að þeir geti notið jafnra tækifæra á við aðra í samfélaginu. Allir eiga rétt á menntun við hæfi og án aðgreiningar. Allir eiga rétt á eigin heimili. Allt fullorðið fólk á rétt á að stofna fjölskyldu. Allt fullorðið fólk á rétt á vinnu. Allir eiga rétt á að njóta efnalegs öryggis. Allir eiga rétt á að njóta menn- ingar og frístunda. Allir eiga rétt á að njóta efri ára með reisn. Aðild að Landssamtökunum Þroskahjálp eiga nú rúmlega tutt- ugu félög; félag fólks með þroska- hömlun, foreldra- og styrktarfélög, landshlutafélög Þroskahjálpar svo og fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjónustu við fatlað fólk. Þessi félög eru starfrækt víða á landinu og eru félagsmenn þeirra um sex þúsund talsins. Þau félög geta verið aðilar að sam- tökunum sem vinna að markmiðum þeirra og í samræmi við stefnuskrá og lög samtakanna en aðildarfélög lúta ekki boðvaldi samtakanna eða stjórnar þeirra heldur velja félögin sér eigin stjórnarmenn samkvæmt reglum sem þau setja sér. Landssamtökin Þroskahjálp eru með heimasíðu (www.throska- hjalp.is) og á Facebook og gefa auk þess út tímaritið Þroskahjálp þrisvar sinnum á ári. Á þessum miðlum má finna miklar og marg- víslegar upplýsingar um baráttu- mál samtakanna og hagsmunamál og mannréttindi fatlaðs fólks. Þá reka samtökin húsbyggingasjóð til að greiða fyrir möguleikum fatlaðs fólks til að fá hentugt húsnæði og þar með betri möguleika til sjálf- stæðs og eðlilegs lífs. Á þeim fjörutíu árum sem liðin eru frá stofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar hefur ýmislegt áunn- ist í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Mikið verk er þó óunnið. Samtökin hafa náð virðulegum aldri en eru þó ung í anda og búa ekki einungis yfir mikilli reynslu og þekkingu heldur einnig eldmóði, kjarki og krafti. Landssamtökin Þroskahjálp munu því áfram verða í fararbroddi í baráttunni fyrir mannréttindum fatlaðs fólks, jöfnum tækifærum og auknum lífsgæðum. Landssamtökin Þroskahjálp 40 ára visir.is Auðskilinn texta umfjöll­ unarinnar má lesa á Vísi. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Lands­ samtakanna Þroskahjálpar Árni Múli Jónasson framkvæmda­ stjóri Lands­ samtakanna Þroskahjálpar s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 19F i M M T u d a g u R 2 1 . j a n ú a R 2 0 1 6 2 0 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 3 9 -5 8 8 0 1 8 3 9 -5 7 4 4 1 8 3 9 -5 6 0 8 1 8 3 9 -5 4 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.