Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 16
Í gær lækkaði Royal Dutch Shell
afkomuspá sína um 300 millj-
ónir dollara, jafnvirði 39 milljarða
íslenskra króna. Olíufélagið á von
á 1,6 milljarða dollara hagnaði,
jafnvirði rúmlega 200 milljarða
íslenskra króna, á fjórða ársfjórð-
ungi 2015. Ef spáin gengur eftir
mun fyrirtækið hagnast um rúm-
lega helmingi minna en á fjórða
ársfjórðungi 2014.
Shell áætlar að tekjur ársins
muni nema 10,4 til 10,7 milljörðum
Bandaríkjadala, jafnvirði 1.350-
1.390 milljarða íslenskra króna,
sem er undir áætlun.
Í kjölfar tilkynningarinnar féllu
hlutabréf í Shell um 3,7 prósent í
morgunviðskiptum í gær. Í kjöl-
farið lækkaði hlutabréfavísitalan
FTSE 100 í Bretlandi um 3,13 pró-
sent í og mældist þá 5.692 stig í
gærmorgun. Hún hefur ekki mælst
lægri í þrjú ár.
Tilkynnt var í apríl í fyrra að
til stæði að Shell tæki yfir gas-
fyrirtækið BG Group. Í næstu viku
hittast hluthafar til að kjósa um
yfirtökuna. Þegar tilkynnt var
um yfirtökuna var hrávöruverð á
olíu 55 dollarar á tunnu en er nú
í kringum 28 dollara. Því er óvíst
hvað verður. – sg
Shell býst við
verri afkomu
Mercedes-Benz SL600 bifreið þakin Swarovski-kristöllum var til sýnis á Tokyo Auto Salon 2016 bílasýningunni í Japan um helgina. Sýningin er ein
stærsta bílasýning í heimi þar sem fjölmargar sérhannaðar bifreiðar eru til sýnis. fréttablaðið/afp
Glansandi glæsikerrur
Ákvæði var í samningi um sölu
Landsbankans á 38 prósenta hlut í
Valitor til Arion banka í desember
2014 um að ef af kaupum Visa Inc.
á Visa Europe yrði myndi Lands-
bankinn fá þær greiðslur í sinn
hlut. Sambærilegt ákvæði var ekki
í sölusamningi Landsbankans, sem
er í eigu ríkisins, á 31 prósents hlut
í Borgun til hóps fjárfesta og stjórn-
enda fyrirtækisins á 2,2 milljarða
króna í lok nóvember 2014. Hvorug
salan fór fram í gegnum opið útboð.
Búist er við að íslensku korta-
fyrirtækin fái milljarða í sinn hlut
vegna væntanlegrar sölu Visa Inc.
á Visa Europe. Söluandvirði nemur
21,2 milljörðum evra, jafnvirði 3.000
milljarða íslenskra króna. Ekki liggur
enn fyrir hve mikið hvert kortafyrir-
tæki fær greitt en upphæðin verður
í hlutfalli við umsvif þeirra í Evrópu.
„Maður getur alltaf verið vitur eftir
á en við teljum að við höfum gætt
okkar hagsmuna ágætlega í þessu
máli, það er að segja að hagsmunir
okkar vegna yfirtöku á Visa Europe
séu ágætlega tryggðir,“ segir Steinþór
Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór segir að samkvæmt upp-
lýsingum bankans sé megnið af
upphæðinni sem mun falla Borgun í
skaut vegna sölunnar á Visa Europe,
tilkomið vegna vaxtar Visa-við-
skipta Borgunar á erlendri grundu
eftir að Landsbankinn seldi hlut
sinn í fyrirtækinu. Tekið hafi verið
mið af áformum Borgunar um vöxt
á erlendri grundu þegar fyrirtækið
var selt. „Var meira verðmæti í hluta-
bréfum Borgunar? Kannski. Höfðum
við þessar upplýsingar 2014? Nei.
Hvað höfum við gert við peninginn?
Við höfum ávaxtað hann ágætlega,“
segir Steinþór.
Landsbankinn hafi einnig haft
takmarkað aðgengi að upplýsingum
um Borgun vegna sáttar við Sam-
keppniseftirlitið. Landsbankinn
hafi til að mynda ekki mátt vera
með stjórnarmann í fyrirtækinu. Þá
hafi verið hætta á að vöxtur Borg-
unar erlendis hefði endað illa. „Útrás
íslenskra fjármálafyrirtækja er í eðli
sínu mjög áhættusöm,“ segir Stein-
þór. Hann bendir einnig á að helsta
ástæðan fyrir sölu á hlutum í Valitor
og Borgun hafi verið þrýstingur frá
Samkeppniseftirlitinu um að ekki
mætti fleiri en einn banki vera eig-
andi að sama kortafyrirtækinu.
Steinþór bendir einnig á að ekki
hafi legið fyrir árið 2014 hvort
eða hvenær af sölu Visa Inc. á Visa
Europe yrði. „Við töldum að það
gætu hugsanlega orðið háar fjár-
hæðir,“ segir Steinþór. Hins vegar
komi á óvart hve háar upphæðir líti
út fyrir að bankinn muni fá vegna
sölunnar. ingvar@frettabladid.is
Tryggðu sig fyrir Visa samningi
við sölu á Valitor en ekki Borgun
Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa
Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. Bankastjóri Landsbankans segir að tekið
hafi verið mið af væntum vexti Borgunar við söluna en upphæðirnar hafi komið á óvart.
landsbankinn seldi 31 prósents hlut í borgun í nóvember 2014. bankastjóri lands-
bankans segir að tekið hafi verið mið af áformum borgunar um vöxt þegar samið
var um kaupverð. fréttablaðið/ernir
Maður getur alltaf
verið vitur eftir á en
við teljum að við höfum gætt
okkar hagsmuna ágætlega í
þessu máli.
Steinþór Pálsson,
bankastjóri Lands-
bankans
royal Dutch Shell lækkaði afkomuspá
sína fyrir fjórða ársfjórðung 2015 um
39 milljarða íslenskra króna.
fréttablaðið/Getty
Páll Harðarson, forstjóri Kauphall-
arinnar, vill að bankarnir verði að
fullu einkavæddir. Hann vill ekki
að ríkið eigi neinn hlut í bönkun-
um. Þetta sagði hann á fundi félags
viðskiptafræðinga og hagfræðinga
um einkavæðingu bankanna, sem
fór fram í gær.
„Aðkoma ríkisins að rekstri
eins banka hefur verið rökstudd
á grunni samfélagslegs ávinnings,
einkum til að tryggja samkeppni
á bankamarkaði. En reynslan af
ríkisrekstri banka gefur ekki til-
efni til bjartsýni að þessu leyti. Þótt
meiningin geti verið góð býður
þetta fyrirkomulag hættunni á
pólitískri spillingu heim þegar til
lengdar lætur,“ segir Páll.
Páll telur ótrúverðuga stefnu að
ríkið sé í stórum hluta bankakerfis-
ins og efast um að það tryggi góða
starfshætti. „Ekkert Evrópuríki
hefur markað þessa stefnu. Öll ríki
Evrópu sem fengu banka í fangið í
kjölfarið á fjármálakreppunni eru
byrjuð að selja eignarhluti sína.“
Þá hafi bankar og starfsumhverfi
þeirra gerbreyst á undanförnum
árum. „Hertar reglur í kringum
bankastarfsemi sem mótaðar hafa
verið á alþjóðavettvangi miða
að því að draga úr áhættusækni
og tryggja heilbrigða og trausta
bankastarfsemi. Ég tel því skyn-
samlegt að losa um ríkiseign í
hóflegum skrefum með það að
markmiði að ríkið verði í mesta
lagi minnihlutaeigandi í einum
banka.“ – sg, ih
Kaup hallar stjóri
vill bankana að
fullu úr ríkiseigu
páll Harðarson
telur það ekki lík-
legt til árangurs að
ríkið eigi banka.
Viðskipti
2 1 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r16 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð
2
0
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
3
9
-3
A
E
0
1
8
3
9
-3
9
A
4
1
8
3
9
-3
8
6
8
1
8
3
9
-3
7
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K