Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 4
Heilbrigðismál Greiðslur Sjúkra
trygginga Íslands til sérgreina
lækna á einkastofum hafa nærri
þrefaldast frá árinu árinu 1997. Á
árinu 2014 hækkuðu greiðslur um
1,3 milljarða króna frá fyrra ári.
Formaður velferðarnefndar segir
heilbrigðiskerfið þurfa heildar
endurskoðun.
Árið 1997 voru greiðslur til sér
greinalækna rúmir 2,7 milljarðar
króna á verðlagi í lok árs 2015. Á
árinu 2014 voru greiðslurnar orðn
ar 7,6 milljarðar króna á núvirði
og samkvæmt heimildum Frétta
blaðsins eru líkur á að þegar árið
2015 verði að fullu gert upp slái sú
upphæð met hvað varðar greiðslur
til sérgreinalækna. Sjúkratrygg
ingar Íslands ákváðu einhliða með
tveggja daga fyrirvara í lok árs að
loka á nýskráningar sérgreina
lækna í samningi við Sjúkratrygg
ingar því kostnaður hefur farið
langt fram úr áætlun.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, for
maður velferðarnefndar, telur að
hugsa þurfi kerfið upp á nýtt. „Við
sameiningu spítalanna í Reykjavík
var ekki farið í að efla LSH og byggja
yfir alla hina sameinuðu starfsemi
og þá gerðist það að sérgreinalækn
ar fóru að sækja í auknum mæli í
einkarekstur utan spítalanna.
Þannig hefur óskrifuð pólitísk
stefna verið að auka rekstur sér
hæfðrar heilbrigðisþjónustu utan
sjúkrahúsanna og heilsugæslu,“
segir Sigríður og telur þennan
geira varinn með beltum og axla
böndum. „Heilbrigðisráðherra
gerði samning 2014 við sérgreina
lækna í sjálfstæðum rekstri sem
hækkar til samræmis við verðlag og
laun tvisvar á ári og stækkar árlega.
Þetta þýðir að einkaþjónustan fær
að vaxa meðan hin opinbera tekur
á sig aðhald og niðurskurð.“
Á sama tíma og fé hefur nærri
þrefaldast frá ríki til sérgreina
lækna hefur opinber heilbrigðis
þjónusta barist í bökkum að mati
stjórnenda stofnana. Páll Matthías
son, forstjóri LSH, sagði í forstjóra
pistli sínum um fjárlagafrumvarpið
að hann hefði miklar áhyggjur af
stöðunni. „Þegar ég skoða fjárlaga
frumvarp næsta árs þá líst mér ekki
á blikuna. Ég hef þungar áhyggjur
af því að þar skorti ekki aðeins fé
til sóknar heldur í raun til óbreytts
rekstrar,“ sagði Páll.
Hvorki náðist í heilbrigðisráð
herra né landlækni við vinnslu
fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir. sveinn@frettabladid.is
Þegar ég skoða
fjárlagafrumvarp
næsta árs þá líst mér ekki á
blikuna.
Páll Matthíasson
forstjóri Landspítala
7,6
milljarðar voru greiðslur til
sérgreinalækna árið 2014.
✿ greiðslur til sérgreinalækna utan lsH
Framreiknað í milljónum króna á verðlagi desembermánaðar 2015.
Heimild/Sjúkratryggingar Íslands. fréttablaðið/ingo
1997
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2.768
3.231
3.989
4.519
4.972
4.736
5.009
5.031
5.296
5.420
5.849
7.044
6.726
6.136
7.606
6.060
6.171
6.331
Milljónir króna
Frá kr.
69.900
GRAN CANARIA
27. janúar í 7 nætur
Netverð á mann
frá kr. 69.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð/stúdíó/herbergi.
frá kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð/stúdíó/herbergi.
Stökktu
STÖKKTU TIL
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir á
sk
ilja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra.
Greiðslur til sérgreinalækna
nærri þrefaldast að raunvirði
Frá árinu 1997 hafa raungreiðslur til sérgreinalækna á einkastofum þrefaldast. Stórt stökk á milli 2013 og
2014. Sjúkratryggingar loka á nýja sérgreinalækna. Stjórnendur opinberra stofnana segjast berjast í bökkum.
stjórnsýsla Íslensk lög koma í veg
fyrir að einstaklingar geti höfðað
skaðabótamál gegn ríkinu þegar
dómstólar fara ekki að EESrétti.
Þetta kemur fram í rökstuddu áliti
ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, í gær.
Er þess krafist að Ísland fylgi megin
reglunni um skaðabótaábyrgð ríkis
vegna brota á reglum EESréttar, en
sú meginregla taki einnig til brota
dómstóla.
Fram kemur í tilkynningu ESA
að eftirlitsstofnunin hafi komist að
þessari niðurstöðu eftir rannsókn
í tilefni kvörtunar frá aðila sem
taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna
rangrar túlkunar Hæstaréttar á EES
rétti.
„Þótt ríki geti borið skaðabóta
ábyrgð vegna dóma sem brjóta gegn
reglum EESréttar er sjálfstæði dóm
stóla ekki dregið í efa í niðurstöðu
ESA. Hitt er heldur ekki dregið í efa
að dómar eru endanlegir. Megin
reglan um skaðabótaábyrgð ríkis
krefst þess að bætur séu greiddar en
ekki endurskoðunar á niðurstöðu
dómsins,“ segir í tilkynningu ESA.
Rökstutt álit er annað skrefið í
meðferð samningsbrotamáls. „Hafi
íslensk stjórnvöld ekki brugðist
við rökstudda álitinu með nauð
synlegum aðgerðum innan tveggja
mánaða getur ESA vísað málinu til
EFTAdómstólsins.“ – óká
Ríkið bótaskylt ef dæmt er gegn EES-rétti
ESA krefst þess að Ísland
fylgi meginreglunni um
skaðabótaábyrgð ríkis vegna
brota á reglum EES-réttar, en
sú meginregla taki einnig til
brota dómstóla.
2 1 . j a n ú a r 2 0 1 6 F i m m t U D a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
ESa segir stjórnvöld hafa tvo mánuði til að bregðast við áliti sínu. fréttablaðið/gVa
rússlanD Færst hefur í vöxt að mat
vara í Rússlandi innihaldi ekki þau
matvæli sem tiltekin eru í innihalds
lýsingu. „Þetta kemur fram í nýlegu
yfirliti frá RUIE sem eru eins konar
samtök iðnaðarins í Rússlandi,“ segir í
umfjöllun Landssambands kúabænda.
Vísað er til þess að í gögnum RUIE
komi meðal annars fram að 76 pró
sent af þeim osti sem seldur sé í land
inu innihaldi fyrst og fremst plöntu
fitu en ekki mjólkurfitu. „Þá innihalda
unnar kjötvörur afar lítið af kjöti og
þeim mun meira af plöntupróteinum
í staðinn, enda skortur á kjöti líkt og
mjólkurafurðum í landinu.“
Breytingin er sögð tilkomin eftir
að Rússar lokuðu fyrir innflutning
helstu landbúnaðarvara til landsins
frá mörgum löndum í Evrópu og víðar.
Við það hafi orðið gjörbreyting á mat
vörumarkaði Rússa, enda hafi stór hluti
matvæla verið innfluttur. „Nú hefur svo
komið í ljós að á rússneska markað
inum eru ótal falsaðar matvörur, það
er vörur sem innihalda hreint ekki það
sem þær ættu að gera samkvæmt inni
haldslýsingum.“ – óká
Falskar lýsingar
matvæla í
Rússlandi
DanmÖrK Nefnd á vegum danskra
stjórnvalda leggur til að laun ráðherra
og þingmanna hækki um 15 prósent
en að eftirlaun lækki. Árslaun danska
þingmanna eru nú um 12,5 milljónir
íslenskra króna en ráðherra um 22,2 til
27,7 milljónir íslenskra króna. Nefnd
inni var einnig falið að leggja til nýtt
launa og eftirlaunakerfi fyrir borgar
stjóra og formenn svæðisráða.
Tillagan um hækkanir hefur sætt
gagnrýni, meðal annars jafnaðar
manna, en nefndin segir breytt kerfi
ekki fela í sér aukinn kostnað. – ibs
Þingfararkaup
hækki en
eftirlaun lækki
sjávarútvegUr Afli íslenskra skipa
í úthafskarfa hefur aldrei verið
minni en á síðasta fiskveiðiári, eða
síðan íslensk skip hófu beina sókn í
tegundina á miðunum á Reykjanes
hrygg. Á síðustu vertíð veiddu þau
aðeins 2.128 tonn af úthafskarfa
samanborið við 2.436 tonn árið
áður sem þá var allra minnsti afli
til þessa.
Mikið samdráttartímabil í afla á
úthafskarfa á Reykjaneshrygg krist
allast í því að aflamark íslenskra
skipa á nýliðnu ári var 3.244 tonn
og voru íslensk skip því nokkuð
frá því að veiða upp í aflamarkið.
Aflamark komandi vertíðar er
2.614 tonn. Í frétt Fiskistofu kemur
fram að á „velmektarárum úthafs
karfaveiðanna á Reykjaneshrygg
fór heildarafli íslensku skipanna
oft yfir 40 þúsund tonn. Aflinn á
síðustu tveimur vertíðum er því
aðeins svipur hjá sjón.“
Íslendingar veiddu á síðasta ári
42.626 tonn af norskíslenskri síld.
Þetta er minnsti afli íslenskra skipa
úr þessum síldarstofni síðan 1994
eða í rúm tuttugu ár. Aflamark
íslenskra skipa í norskíslenskri
síld á árinu 2015 var rúmlega 45
þúsund tonn en verður litlu meira
á komandi vertíð eða rétt tæplega
48 þúsund tonn.
Betri fréttir eru af kolmunna
og makrílveiðum. Á síðasta ári
veiddu íslensk skip 214.890 tonn
af kolmunna. Þetta er mesti ársafli
íslenskra skipa á tegundinni síðan
2007. Til að mynda var aflinn 5.882
tonn árið 2011 eða aðeins 2,7% af
afla síðasta árs.
Makrílafli íslenskra skipa á síðasta
ári var 169.336 tonn en var árið áður
173.560 tonn. Þetta var samdráttur
upp á 2,4% milli ára. Af þessum afla
voru 148.280 tonn fengin úr íslenskri
lögsögu eða 87,6% aflans. – shá
Döpur aflabrögð á Íslandsmiðum úr mikilvægum fiskistofnum
Makríllinn bætir upp lítinn afla úr áður sterkum karfa- og síldarstofnum.
fréttablaðið/óSkar
2
0
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
3
9
-5
3
9
0
1
8
3
9
-5
2
5
4
1
8
3
9
-5
1
1
8
1
8
3
9
-4
F
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K