Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 8
Aðalfundur Félags atvinnurekenda verður haldinn í Nauthóli, Nauthólsvegi 106, fimmtudaginn 4. febrúar næstkomandi. Opinn fundur hefst kl. 14, en venjuleg aðalfundarstörf kl. 16. Dagskrá opins fundar FA: 14.00 Menntun er drifkraftur sköpunar Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra 14.15 Við elskum það sem við gerum Guðný Guðjónsdóttir, forstjóri Sagafilm 14.35 Listgrein/atvinnugrein Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útón 14.55 Tíska á krossgötum Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður 15.15 Falda aflið sýnir sig Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda 15.30 Ka­hlé 16.00 Venjuleg aðalfundarstörf Fundarstjóri opna fundarins er Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Icepharma. Skráðu þig á atvinnurekendur.is. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Komdu á opinn fund Félags atvinnurekenda um verðmætasköpun menningarinnar SKAPANDI GREINAR – NÝ MJÓLKURKÝR? Fimmtudaginn 4. febrúar kl. 14 í Nauthóli Næring Fær ekki a.m.k. eina kjöt- eða fiskmáltíð eða sambærilega græn- metismáltíð daglega 2009 2014 1,4% 3,0% Klæðnaður Á ekki a.m.k. tvö pör af skóm sem passa 2,2% 3,1% Menntun Getur ekki tekið þátt í ferðum eða viðburðum á vegum skólans sem kosta peninga Húsnæði Býr í þröngbýli Afþreying Á ekki leiktæki, leikföng eða íþróttabúnað til að vera með utan dyra 1,8% 2,8% 8,3% 11,2% 1% 2,4% Félagslíf Getur ekki haldið upp á afmæli eða önnur tímamót í lífi sínu 0,7% 1,4% 2009 2014 2.650 584 6.107 1.586 ✿ Börn á Íslandi sem líða skort og verulegan skort 2009 og 2014 Fjöldi barna Skortur (skortir tvennt eða meira) Þar af verulegur skortur (skortir þrennt eða meira) ✿ Svör við ákveðnum spurningum úr viðauka lífskjararannsóknar Evrópusambandsins 2009-2014 – þau börn sem líða efnislegan skort Heimild: Skýrsla UNICEF: Réttindi barna á Íslandi: Börn sem líða efnislegan skort 9,1% allra barna á Íslandi leið skort 4% allra barna á Íslandi liðu skort 3,2% allra barna á Íslandi (1-15 ára) líða skort á sviði næringar Árið 2009 Árið 2014 Börn sem líða verulegan skort á Íslandi eru 36 sinn- um líklegri en önnur börn til að líða skort á sviði næringar SAMFélAg Fjöldi barna sem líða skort á Íslandi hefur rúmlega tvöfaldast á fimm árum, 9,1 prósent allra barna á Íslandi leið skort árið 2014, saman- borið við fjögur prósent barna árið 2009. Samtals líða 6.107 börn skort hér á landi, þar af 1.586 verulegan skort. Þetta kemur fram í skýrslu UNICEF, Réttindi barna á Íslandi: Börn sem líða efnislegan skort, sem kom út í gær. Börn teljast líða skort ef þau skortir tvennt eða fleira af því sem spurt er um í lífskjararannsókn Evrópusam- bandsins en svör við spurningum úr þeirri rannsókn eru flokkuð með skortgreiningu UNICEF eftir sjö sviðum: næringu, menntun, klæðn- aði, upplýsingum, húsnæði, afþrey- ingu og félagslífi. Aldursbil greiningar UNICEF nær yfir börn á aldrinum 1 árs til 15 ára. Sjá má hluta af spurn- ingunum hér í töflu. Helst liðu börn á Íslandi skort árið 2014 hvað varðar húsnæði og félags- líf. Mesta aukningin í prósentustigum er á þeim sviðum, auk afþreyingar. Einungis á sviði upplýsinga og nær- ingar hefur skorturinn minnkað. Skortur meðal barna mælist meiri en hjá fullorðnum. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segist mjög þakklát frumkvæði UNICEF. „Þarna eru að koma mjög skýrt fram áhrif kreppunnar. Manni finnst mjög erfitt að sjá þessar tölur, en þær stað- festa mjög skýrt áherslur okkar í vel- ferðarráðuneytinu á húsnæðimálin. Við sjáum það að þau börn sem eru í fjölskyldum sem eru á leigumark- aðnum eru líklegust til að búa við skort og er það stærsti áhrifaþáttur- inn," segir Eygló. „Við þurftum þessa greiningu til að sjá áhrif af stuðnings- kerfi hins opinbera. Við höfum verið með stuðning fyrir einstæða foreldra sem hefur skilað árangri. En börn sem eru með tvo foreldra á heimili sem eru atvinnulausir eða standa höllum fæti á vinnumarkaði, fá kannski ekki nægan stuðning, það eru þá þau börn sem búa við mestan skort," segir Eygló. Talað er um að börn búi við veru- legan skort ef þau skortir þrennt eða fleira af listanum. Alls líða 2,4 pró- sent barna verulegan skort, þrefalt fleiri en 2009. Auk þess hefur fjölda atriða sem börn skortir fjölgað. Árið 2009 skorti ekkert barn meira en fjögur atriði af lista lífskjararann- sóknarinnar en árið 2014 skorti börn allt að sjö þætti af listanum. Um 0,2 prósent barna, eða um 147 börn. Fjöldi barna sem líða skort hefur tvöfaldast Árið 2014 bjuggu 6.106 börn við skort á Íslandi, þar af 1.568 við verulegan skort. Mesta aukningin frá könnun frá 2009 var á sviði húsnæðis, félagslífs og afþreyingar. Börn á Íslandi sem teljast ekki líða efnislegan skort Börn á Íslandi sem líða skort (skortir tvennt eða meira) Börn á Íslandi sem líða verulegan skort (skortir þrennt eða meira) Samkvæmt rannsókninni eru mestar líkur á að barn líði skort á Íslandi ef það er drengur sem á for- eldra sem eru einungis með grunn- menntun, yngri en 30 ára, í lægsta tekjubili, á leigumarkaði, fæddir á Íslandi, í stærri bæjum, tveir á heimili með eitt barn, í minna en 50 prósenta starfshlutfalli. Börn yngstu foreldranna eru rúm- lega þrisvar sinnum líklegri til að búa við skort en önnur börn. Árið 2009 bjuggu 12,5 prósent barna sem áttu foreldri eða foreldra sem fæddir voru erlendis við skort en aðeins 2,9 prósent barna sem áttu foreldra sem fæddir voru á Íslandi. Árið 2015 bjuggu hins vegar 9,4 prósent þeirra barna sem eiga foreldra fædda á Íslandi við skort, samanborið við 6,8 prósent sem áttu foreldra sem fæddir eru erlendis. Drengir með íslenska foreldra líklegastir til að líða skort 1,4% barna geta ekki haldið upp á afmæli eða önnur tímamót í lífi sínu Erfiður húsnæðismarkaður hefur mikil áhrif á skort barna, en sem fyrr segir var ein mesta aukningin í pró- sentustigum á sviði húsnæðis. Árið 2009 bjuggu 6,6 prósent barna á leigumarkaði við skort en árið 2014 hafði þetta hlutfall tæplega þrefaldast og var komið upp í 19 prósent. saeunn@frettabladid.is Við sjáum það að þau börn sem eru í fjölskyldum sem eru á leigumarkaðnum eru líklegust til að búa við skort. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra ÞýSKAlANd Hægriflokkurinn CSU, systurflokkur CDU, flokks Merkel Þýskalandskanslara, hefur lagt til að bann við að ganga með búrku verði innleitt í Þýskalandi. Ilse Aigner, fjármálaráðherra Bæjaralands, segir að löggjöfina ætti að innleiða sem fyrst. Hún segir löggjöfina snúast um að fólk geti séð hvert annað, slíkt skapi meiri samkennd í samfélaginu. Þá séu búrkur ekki í samræmi við hugmyndir Þjóðverja um kynja- jafnrétti. Þá vill hún að ferðamönnum verði einnig óheimilt að ganga með búrkur. Skýrsla sem gerð var fyrir ríkis- stjórn Þýskalands fyrir tveimur árum ályktar svo að búrkubann myndi að öllum líkindum ekki standast þýsku stjórnarskrána. – srs Vilja búrkubann í Þýskalandi Ekki er víst að búrkubann myndi standast stjórnarskrá. Nordicphotos/AFp 2 1 . j A N ú A r 2 0 1 6 F i M M T U d A g U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T A B l A ð i ð ✿ rúmlega 9% barna á Íslandi líða efnislegan skort 2 0 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 9 -7 B 1 0 1 8 3 9 -7 9 D 4 1 8 3 9 -7 8 9 8 1 8 3 9 -7 7 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.