Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá í Hvalfirði, gerir athugasemd við þá staðhæfingu í grein minni 15. janúar sl. að veikindi hrossa á Kúludalsá hafi verið
„rannsökuð af opinberum stofnunum“ og að rannsóknir
hafi „staðið í mörg ár“.
Um það má segja að veikindin voru fyrst rannsökuð af
dýralækni árið 2007 og síðan af dýralæknum Matvæla-
stofnunar árið 2011. Í stuttu máli gefa niðurstöðurnar
„engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun
af völdum flúors eða þungmálma“. Yfirdýralæknir hefur
staðfest það. Þá hafa sérfræðingar á vegum iðnaðarráðu-
neytisins haft málið til skoðunar og er beðið lokaskýrslu
þaðan.
Á heimasíðu Matvælastofnunar segir orðrétt:
„Matvælastofnun hefur nú birt á vef sínum skýrslur með
niðurstöðum rannsókna á veikindum hrossa á Kúludalsá
í nágrenni Grundartanga. Áður hafði stofnunin birt frétt
um niðurstöður rannsóknarinnar sem sýndu engar vís-
bendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum
flúors eða þungmálma. Vísindasamfélaginu ber saman um
að vísbendingar um flúormengun komi fyrst fram í beinvef
og glerungi tanna enda sýnt fram á að flúor safnast upp
í þessum vefjum. Mæling flúors í beinvef er besta leið til
að greina flúoreitrun í dýrum. Viðmiðunargildi hafa ekki
verið ákvörðuð sérstaklega fyrir hross og því eru rann-
sóknir á öðrum dýrategundum hafðar til hliðsjónar. Það
er styrkur rannsóknar á þremur hrossum frá Kúludalsá að
tækifæri gafst til að skoða tennur og bein hrossanna mjög
nákvæmlega sem og vefjasýni úr lifur og nýrum. Því er
hægt að fullyrða að þau gildi sem komu fram á styrk flúors
í beini höfðu ekki heilsufarsleg áhrif á hrossin.
Að þeirri niðurstöðu fenginni eru ekki faglegar for-
sendur til að mæla styrk flúors í öðrum líffærum enda
liggja ekki fyrir viðmiðunargildi sem hægt væri að bera
slíkar mælingar saman við. Matvælastofnun getur ekki
beitt sér fyrir frekari rannsóknum nema fyrir liggi faglegur
rökstuðningur um gagnsemi þeirra.“
Svo mörg eru þau orð. Úr því Ragnheiður er ósátt við
niðurstöður sérfræðinga í heilbrigði og velferð dýra er eðli-
legt að hún beini gagnrýni sinni þangað.
Af Kúludalsá og
Matvælastofnun
Í stuttu máli
kveða
niðurstöð-
urnar á um
að það séu
„engar
vísbendingar
um að
hrossin hafi
orðið fyrir
eitrun af
völdum
flúors eða
þungmálma“.
Pétur Blöndal
framkvæmda-
stjóri Samtaka
álframleiðenda40.000
fréttaþyrstir
notendur
Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu
blaðið hvar sem er og hvenær sem er.
Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum:
Rúmlega níu prósent barna á Íslandi bjuggu við skort árið 2014. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en UNICEF birti skýrslu sína, Réttindi barna, í gær þar sem þetta kemur fram. Um er að ræða mikla fjölgun frá því á árinu 2009
þegar fjögur prósent barna liðu skort. Fjöldinn hefur
þannig rúmlega tvöfaldast á tímabilinu.
Barnafátækt er skilgreind sem „skortur á efnislegum,
andlegum og tilfinningalegum gæðum sem eru börnum
nauðsynleg til að lifa, þroskast og dafna“ og er oft mæld í
einstökum víddum eða flokkum. Börn teljast líða skort ef
þau skortir tvennt eða fleira af því sem spurt er um í lífs-
kjararannsókn Evrópusambandsins en svör við spurning-
um úr þeirri rannsókn eru flokkuð með skortgreiningu
UNICEF eftir sjö sviðum: næringu, menntun, klæðnaði,
upplýsingum, húsnæði, afþreyingu og félagslífi.
Fátækt er samfélagsmein sem enginn getur leyft sér að
horfa fram hjá. Afleiðingar barnafátæktar geta haft mikil
áhrif á komandi kynslóðir – og þau langvarandi. Margar
niðurstöður UNICEF vekja athygli og áhyggjur. Aukinn
skortur hjá börnum á félagslífi og afþreyingu eykur hættu
á félagslegri einangrun í framtíðinni, sem hefur síðan
áhrif á velferð þeirra og framtíð, þátttöku á vinnumarkaði
og almennt í samfélaginu. Þá telur UNICEF stöðuna á
húsnæðismarkaði hafa mikil áhrif á velferð barna. Þröng-
býli hefur aukist umtalsvert og staða leigjenda er áhyggju-
efni. „Það á ekki að hafa áhrif hvernig barn á Íslandi býr,
hvar á landinu það á heima eða hverjir eru foreldrar
þess,“ segir í skýrslu UNICEF. Barn á að geta gengið að
sömu tækifærum vísum og öll önnur börn.
Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna,
segir niðurstöðuna sláandi og kalla á frekari skoðun og
spurningar. „Mér finnst í fyrsta lagi mikilvægt að þetta
verði gert árlega og svo að ríkið vinni upp úr þessum
gögnum,“ segir Margrét. Eygló Harðardóttir félagsmála-
ráðherra tekur í sama streng. Hún segir greininguna
nauðsynlega til að sjá áhrif af stuðningskerfi hins opin-
bera. „Við höfum verið með stuðning fyrir einstæða
foreldra sem hefur skilað árangri. En börn sem eru með
tvo foreldra á heimili sem eru atvinnulausir eða standa
höllum fæti á vinnumarkaði, fá kannski ekki nægan
stuðning, það eru þá þau börn sem búa við mestan
skort,“ segir Eygló.
Fátækt er framtíðargildra. Þó það sé ekki algilt, alls
ekki, þá er hætt við að fátækt barn verði síðar fátækt
foreldri. Þó að erfitt sé að mæla fátækt þá eru mælingar
á skorti afar góð vísbending um hvernig fólk raunveru-
lega hefur það úti í samfélaginu. Hópurinn sem rétt svo
nær að halda sér á floti fer stækkandi og það bitnar á
börnunum. Ekkert má út af bera, tannlæknaferð eða
biluð bifreið getur skilið á milli feigs og ófeigs.
Það þarf að vera samfélagsleg sátt um að allir eigi rétt
á að njóta velferðar. Velferðarsamfélag er ekki til nema
velferð barna samfélagsins sé tryggð. Ekkert íslenskt
barn á að vera undanskilið og þurfa að líða fyrir fjár-
hagsstöðu foreldra sinna eða fjölskyldugerð.
Fátækum
börnum fjölgar
Velferðarsam-
félag er ekki
til nema
velferð barna
samfélagsins
sé tryggð.
Ata aur og lygum
Alþingi Íslendinga hófst í vikunni.
Lítið hefur farið fyrir breyttum
vinnubrögðum í þinginu. For-
sætisráðherra var sakaður um
að snúa út úr fyrirspurnum og
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
sakaði þingmann Pírata um að
ata þingmenn auri með lygum.
63 þingmenn sitja á þingi sem
fulltrúar okkar hinna. Við
þurfum einhvern veginn að segja
fulltrúum okkar að þetta sé ekki
boðlegt lengur. Nú þurfa þessir
einstaklingar að ræða saman af
einhverju viti um framtíð þjóðar
vorrar. Bætt vinnubrögð þýða
samt ekki að ekki megi benda á
hundraða þúsunda króna styrki
frá sjávar útvegsfyrirtækjum.
Fátæk börn hér á landi
Nú berast þær fréttir að næstum
tíunda hvert barn á Íslandi líði
skort af einhverju tagi. Ný skýrsla
UNICEF sýnir fram á þetta þjóðar-
mein. Forseti Íslands sagði fyrir
jól að enginn ætti að þurfa að líða
skort hér á landi og fékk bágt fyrir
hjá ráðamönnum þjóðarinnar.
Þessi svarta skýrsla um fátækt
barna sýnir veruleika sem þarf
að breyta. Samkvæmt forsvars-
mönnum ríkisstjórnar drýpur hér
smjör af hverju strái, jöfnuður sem
mestur. Í slíku landi, einu af ríkustu
löndum heims þar sem mögulega
er hægt að ná hundruðum millj-
arða frá erlendum hrægömmum, er
leikur einn að útrýma fátækt barna.
sveinn@frettabladid.is
2 1 . j a n ú a r 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
SKOÐUN
2
0
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
3
9
-4
9
B
0
1
8
3
9
-4
8
7
4
1
8
3
9
-4
7
3
8
1
8
3
9
-4
5
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K