Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 42
Fangaðu augnablikið
með Símanum
Síminn er stoltur styrktaraðili Reykjavik International Games
Upplifðu Reykjavík International Games með Símanum, fangaðu öll ótrúlegu
augnablikin og deildu þeim jafnóðum. Á m.rig.is finnurðu dagskrá leikanna,
myndastraum, fréttir og allar upplýsingar.
#RIG16 SiminnIsland
— Er stoltur samstarfsaðili —
Fótbolti Geir Þorsteinsson og stjórn
KSÍ hafa ákveðið að kjósa Gianni
Infantino í forsetakjöri Alþjóða
knattspyrnusambandsins, FIFA,
þann 26. febrúar. Þetta staðfesti Geir
í samtali við Fréttablaðið í gær.
„Við þekkjum mjög vel til starfa
hans sem framkvæmdastjóra UEFA
[Knattspyrnusambands Evrópu],“
segir Geir en því starfi hefur Infant
ino gegnt síðan 2009. „Hann nýtur
mikillar virðingar innan UEFA.”
Geir segir að ákvörðunin hafi
í raun verið auðveld. „Hann er sá
maður sem stendur okkur næst og er
að okkar viti mjög góður maður. Við
þurftum ekki miklar sannfæringar.“
Fimm eru í framboði en Infantino
er annar tveggja Evrópumanna og
sá eini sem er nú starfandi í UEFA.
Hann ákvað að bjóða sig fram eftir
að Michel Platini, sem enn er forseti
UEFA, var dæmdur í bann.”
Miklir hagsmunir fyrir Evrópu
Geir segir mikilvægt að staðinn
verði vörður um sjónarmið knatt
spyrnusambanda í Evrópu innan
FIFA og að það sér stærsta ástæðan
fyrir stuðningnum við Infantino.
„Það er auðvitað mikilvægt og
jákvætt að knattspyrnan verði áfram
þróuð um allan heim en það eru
hins vegar miklir hagsmunir í húfi
fyrir Evrópuþjóðirnar,“ segir Geir
sem hefur hitt alla fimm frambjóð
KSÍ styður Infantino
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, styður Gianni
Infantino í framboði hans til forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.
Hann segir bannið á Michel Platini mikið áfall fyrir knattspyrnuna í Evrópu.
endurna að máli. „Ég hef kynnt mér
stefnuskrá hans og þau málefni sem
hann stendur fyrir hugnast okkur
vel,“ segir Geir enn fremur.
Vill fjölga liðum á HM
Meðal þess sem mikið hefur verið
rætt um er framtíð heimsmeistara
keppninnar. Infantino hefur sagt að
hann vilji fjölga liðum í lokakeppni
HM úr 32 þjóðum í 40. „Það er mik
ill þrýstingur um að fjölga liðum á
HM til að fleiri lið komist að. Það
var sami þrýstingur á UEFA áður en
liðum á EM var fjölgað [úr 16 í 24],“
segir Geir.
Hann segir að þessi þrýstingur
snúist ekki síst um að koma fleiri
liðum frá öðrum heimsálfum en Evr
ópu að á HM. Það sé nú þegar vilji að
koma fleiri liðum að á kostnað Evr
ópuþjóða, sem í dag eiga 13 fulltrúa
í hverri heimsmeistarakeppni.
„Evrópa vill ekki sjá eftir þessum
sætum á HM enda sýnir lokastaðan
á HM hverju sinni að Evrópa á fullan
rétt á þeim,“ segir Geir en lausn
Infantino er að fjölga liðum á HM til
að sætta öll sjónarmið. Evrópa fengi
samkvæmt hans áætlunum fjórtán
sæti á 40 liða HM.
„Það þarf líka að huga að keppn
inni sjálfri enda risastór viðburður
sem nýtur gríðarlegra vinsælda.
Þetta myndi öruggleg auka tekjur
FIFA af keppninni. Að sama skapi
má ekki gleyma að á hinum end
anum eru félögin sem líta ekki á
það sem jákvætt að HM lengist og
stækki,“ segir Geir.
Bann Platini áfall
Michel Platini var ásamt Sepp Blatt
er, fráfarandi forseta FIFA, dæmdur í
átta ára bann frá afskiptum af knatt
spyrnu vegna greiðslu sem FIFA
greiddi Platini árið 2011. Það var að
sögn þeirra fyrir störf sem Platini
vann fyrir FIFA og Blatter frá 1999 og
2002 en hins vegar eru engin gögn til
sem styðja það.
Geir segir að það hafi verið mikið
áfall að sú mikla umræða um spill
ingu innan FIFA sem verið hefur
undanfarin ár hafi teygt anga sína
inn í UEFA og alla leið til forseta
sambandsins.
„Það var mikið áfall að sjá hversu
víðtæk spillingin var í FIFA. Við á
Norðurlöndunum höfum rætt um
hversu stórtækt vandamál væri í
löndum Suður og MiðAmeríku eins
og komið hefur í ljós,“ segir Geir sem
vill ekki meta hvort dómurinn sem
Platini fékk hafi verið réttlátur.
„Við fengum kynningu á þessum
munnlega samningi. Eitt er að það
sé til munnlegur samningur og svo
annað mál að það hafi ekki verið
upplýst um greiðsluna þegar hún var
loks innt af hendi,“ bætir hann við.
Hann óttast ekki að Infantino sé
smitaður af þeirri umræðu sem verið
hefur um spillingu innan forystu
menn knattspyrnuhreyfingarinnar.
„Ég trúi því að þar fari stálheiðar
legur maður og við höfum ekki
ástæðu til að ætla neitt annað. Hann
er einn reyndasti og færasti stjórn
andinn í knattspyrnuheiminum –
er inni í öllum málum og ótrúlega
klókur.“ eirikur@frettabladid.isGianni Infantino er þekkt andlit í evrópsku knattspyrnuhreyfingunni. AFP
Hann er einn
reyndasti og færasti
stjórnandinn í knattspyrnu-
heiminum – er inni
í öllum málum
og ótrúlega
klókur.
Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ
2 1 . j a n ú a r 2 0 1 6 F i M M t U D a G U r26 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
2
0
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
3
9
-8
0
0
0
1
8
3
9
-7
E
C
4
1
8
3
9
-7
D
8
8
1
8
3
9
-7
C
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K