Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.01.2016, Blaðsíða 10
Halaleikhópurinn Loka sýningar á leikritinu “Sagan af Joey og Clark” úr Stræti, eftir Jim Cartwright í leikstjórn og leikgerð Guðjóns Sigvaldasonar. Föstudaginn 22. janúar kl. 20:00 og sunnudaginn 24. janúar kl. 17:00 Miðaverð 1.500 kr. Miðasala í síma 897-5007 og midi@halaleikhopurinn.is www.halaleikhopurinn.is Flóttamenn Flóttamannastraum- urinn til Evrópu mun að öllum líkindum styrkja efnahag Evrópu- ríkjanna, einkum þeirra sem taka við flestum flóttamönnum: Þýska- lands, Svíþjóðar og Austurríkis. Þetta er mat Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sem hefur tekið saman ítarlega skýrslu um áhrif innflytj- enda á efnahag Evrópuríkja. „Til skemmri tíma hafa aukin ríkisútgjöld lítillega jákvæð áhrif á þjóðarframleiðsluna, einkum í helstu áfangalöndunum, Þýska- landi, Svíþjóð og Austurríki,“ segir í samantekt skýrslunnar. „Til lengri tíma litið getur fjölgun í vinnuafli haft varanlegri áhrif á hagvöxt og opinber fjármál, en það fer eftir því hve hratt og með hve árangursríkum hætti flótta- menn aðlagast vinnumarkaðnum.“ Lykillinn að góðri aðlögun felst, að mati sjóðsins, í því að auðvelda flóttafólkinu aðgang að vinnu- markaðnum, til dæmis með því að ríkið greiði atvinnurekendum launagreiðslustyrki og með því að gera flóttafólki kleift að vinna á meðan beðið er eftir afgreiðslu hælisumsókna. „Þótt innlent launafólk hafi oft réttmætar áhyggjur af áhrifum innflytjenda á laun og atvinnu, þá sýnir fyrri reynsla að öll neikvæð áhrif eru bæði takmörkuð og tíma- bundin,“ segir í skýrslunni. Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 sóttu nærri milljón flóttamenn um hæli í Evrópusambandslönd- unum, sem er helmingi meira en árið 2014. Þá kom meira en 1,1 milljón flóttamanna til Þýskalands á árinu 2015. Í skýrslunni kemur fram að rík- isútgjöld vegna flóttafólks hafi verið að meðaltali um 0,14 pró- sent af þjóðarframleiðslu í ríkjum Evrópusambandsins á árinu 2015, og muni líklega verða um 0,22 pró- sent árið 2016. Mest eru útgjöldin úr ríkissjóði Svíþjóðar, hálft prósent á árinu 2015 og líklega eitt prósent á árinu 2016. Í skýrslunni segir að starfsmenn AGS hafi gert sérstaka úttekt á því hvernig innflytjendum hafi farn- ast á vinnumarkaði í Þýskalandi undanfarin 40 ár. Þar kemur í ljós að verulegur launamunur er á fólki eftir því hvort það er innfæddir Þjóðverjar eða innflytjendur. Munurinn er mestur, eða um 20 prósent, fyrst eftir að innflytjendurnir koma til Þýskalands en fer svo jafnt og þétt minnkandi, um eitt prósent á ári, en hverfur aldrei alveg. gudsteinn@frettabladid.is Flóttamenn styrkja efnahag þeirra sem taka við flestum AGS telur að flóttamannastraumurinn muni hafa góð áhrif á efnahag Evrópulanda, bæði til lengri og skemmri tíma. Það fari þó eftir því hvernig á verður haldið. Aðgangur að vinnumarkaði er lykillinn. Þótt innlent launafólk hafi oft réttmætar áhyggjur af áhrifum innflytjenda á laun og atvinnu, þá sýnir fyrri reynsla að öll neikvæð áhrif eru bæði takmörkuð og tímabundin. Úr skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Aeham Ahmad er Palestínumaður frá Sýrlandi, verðlaunaður píanóleikari og tekur þarna þátt í mótmælum við aðallestarstöð- ina í Köln, sem efnt var til 16. janúar undir yfirskriftinni: Sýrlenskir flóttamenn andmæla árásunum í Köln. FréttAblAðið/EPA Kjaramál Kostnaðarauki Reykja- víkurborgar á árinu 2015 vegna nýrra kjarasamninga við tólf stétt- arfélög borgarstarfsmanna nemur samkvæmt bráðabirgðamati 161,3 milljónum króna. Borgarráð samþykkti á fundi sínum 14. þessa mánaðar heimild til fjármálastjóra borgarinnar til að greiða laun samkvæmt nýjum kjara- samningum við næstu launakeyrslu. Undir eru samningar við Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag iðjuþjálfa, Félag sjúkraþjálfara, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræða- garð, Kjarafélag viðskipta- og hag- fræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttar- félag bókasafns- og upplýsinga- fræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga, Stéttarfélag matvælafræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands. Samningar allra félaganna eru afturvirkir frá 1. september 2015 og gilda til 31. mars 2019. – óká Reykjavíkurborg mun greiða næst samkvæmt nýjum kjarasamningum Sjúkraliðafélagið er á meðal þeirra sem borgin hefur samið við um kaup og kjör. Fé- lagið, með lögreglumönnum og SFr, átti harða rimmu við ríkið um laun á síðasta ári. FréttAblAðið/Anton DanmÖrK Næstum helmingur allra yfirmanna í sveitarfélögum í Dan- mörku er konur. Árið 2007 voru þær 846 en 1.208 í fyrra. Í 20 af 98 sveitar- félögum eru fleiri konur í yfirmanns- stöðum en karlar. Í einkageiranum er þróunin hægari. Þar er þriðji hver yfirmaður kona. Samkvæmt samtökum iðnaðarins í Danmörku vilja margar konur heldur yfirmannsstöður í sveitarfélögum en hjá einkafyrirtækjum. Formaður stéttarfélagsins DJØF, Lisa Herold Fer- bing, er ekki sammála því. Hún telur að sveitarfélögunum hafi verið gert að huga að jafnrétti. – ibs Fleiri konur í yfirmanns- stöðum orKumál Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað lánshæfisein- kunn Landsvirkjunar í BBB- úr BB+. Á það bæði við um langtímaskuldbind- ingar sem eru með og án ríkisábyrgðar. Hækkunin kemur í kjölfar hækkunar á lánshæfi ríkissjóðs um einn flokk í BBB+ úr BBB frá 15. janúar 2016. Horfur eru metnar stöðugar. Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, segir tíðindin góð fyrir fyrirtækið og staðfesti jákvæða þróun í rekstri sem byggir á bættum fjárhag og lækkun skulda. „Að komast í fjár- festingaflokk án ríkisábyrgðar eykur traust lánveitenda og styður við starf- semi Landsvirkjunar meðal annars með bættu aðgengi að lánsfjármagni og lægri fjármagnskostnaði. Við munum áfram leggja megináherslu á lækkun skulda og að styrkja rekstur fyrirtækis- ins enn frekar,“ segir Hörður. – shá Byggir á lækkun skulda og betri fjárhag PaKistan Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og tugir særðust í árás vopn- aðra manna á Bacha Khan-háskól- ann í Charsadda í Pakistan í gær. Fjórir árásarmenn létu síðan lífið í nokkurra klukkustunda löngum skotbardaga við pakistanska herinn, sem mætti fljótt á svæðið. Óljóst var í gær hverjir stóðu að árásinni. Yfirmaður í pakistönsku talibanahreyfingunni Tehrik e Taliban sagði AFP-fréttastofunni að árásin væri gerð að undirlagi hreyf- ingarinnar. Hins vegar bar talsmaður hreyfingarinnar það til baka nokkru síðar. Liðsmenn hreyfingarinnar gerðu árið 2014 árás á skóla í Peshawar, þar sem 130 nemendur létu lífið. Aðeins fimmtíu kílómetrar eru á milli borganna Peshawar og Char- sadda, en þær eru í norðvesturhluta Pakistans, skammt frá landamærum Afganistans. – gb Tugir særðir og 19 látnir í árás talibana námsmenn í Karachi mótmæla árásinni á háskólann í Charsadda. FréttAblAðið/EPA Fjórir árásarmenn létu lífið í skotbardaga við pakistanska herinn eftir árásina á Bacha Khan-skól- ann í gær. Hörður Arnarson, forstjóri landsvirkjunar 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 6 F i m m t u D a G u r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 0 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 9 -7 6 2 0 1 8 3 9 -7 4 E 4 1 8 3 9 -7 3 A 8 1 8 3 9 -7 2 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.