Fréttablaðið - 21.01.2016, Side 32

Fréttablaðið - 21.01.2016, Side 32
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarma’ir aUglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Trausti hóf nám í framreiðslu í hinum sögufræga Glaumbæ árið 1962 og útskrifaðist sem fram­ reiðslumaður 1965. Hann hefur átt farsælan feril í bransanum, vann á Hótel Sögu fyrst sem framreiðslu­ maður, síðar veitingastjóri og loks sem verktaki og sá þannig um veit­ ingar og þjónustu á hótelinu í 34 ár. Eftir það færði hann sig yfir á Hótel Loftleiðir þar sem hann sá um veit­ ingarekstur í ellefu ár. „Ég hef verið fagstjóri Iceland­ air hótelanna í tvö og hálft ár sem þýðir að ég hef haft umsjón með gæðaeftirliti og kennslu á þess­ um tuttugu hótelum. Núna er ég búinn að minnka við mig, kominn í 30 prósent vinnu en er auk þess í prófnefnd Hótel­ og veitingaskól­ ans líkt og undanfarin fjörutíu ár,“ segir Trausti. Tæknin auðveldar lífið Í grunninn hefur þjónsstarfið ekki breyst mikið í gegnum árin en tækn­ in hefur þó létt mönnum lífið á marg­ an hátt að sögn Trausta. „Þegar ég var að byrja þurfti þjónninn, líkt og í dag, að bera á sér penna, blokk og upptakara. Pöntunin var tekin niður á blokk og þetta hefur lítið breyst,“ segir hann. „Góð þjónusta eykur upplifun veitingahúsagesta en slæm spillir henni.“ Helsta breytingin út frá tækni­ legu sjónarhorni hefur orðið á því hvernig pöntuninni er komið áleiðis inn í eldhús. „Á upphafsárum mínum var miði í einriti settur upp á svo­ kallaða bommu sem fór inn í eld­ hús. Seinna voru miðarnir komnir í tví­ og þrírit en það var ekki fyrr en miklu seinna að fram komu kassa­ kerfi þar sem þjónninn „bommaði“ pöntunina inn í kassa sem prentaði miðana sem fóru síðan til matreiðslu­ mannsins.“ Síðan þróaðist tæknin enn frek­ ar. „Sums staðar eru þjónar nú orðið útbúnir spjaldtölvum sem þeir taka pantanirnar á og senda beint inn í eldhús,“ segir Trausti og bendir á að ýmsar útfærslur séu á pöntunarkerf­ um í dag bæði hér á landi og erlendis og fjölmargar nýjungar í boði. Trausti telur alla tækniþróun í þessum geira til góðs. „Hún eykur öryggi gestanna, þeir geta verið nokkuð vissir um að fá það sem þeir pöntuðu og borga fyrir það rétta upp­ hæð. Þá er auðvelt að fletta upp pönt­ unum aftur í tímann,“ segir Trausti og telur ekki síst þá sem hafa sér­ þarfir á borð við fæðuóþol eða ­of­ næmi njóta góðs af tækninni. „Skrift fólks er misgóð, ekki bara í lækna­ stéttinni, og áður gat komið upp misskilningur með pöntun sem var handskrifuð. Í dag er þetta mun ör­ uggara með tilkomu tölvukerfanna sem sjá um að skilaboðin berist óbrengluð.“ Hann segir hin nýju kassakerfi einnig mikilvæg fyrir rekstur veit­ ingastaðanna og þau geri þá mun skilvirkari. Spennandi starf Mikill uppgangur er í veitingahúsa­ geiranum samhliða fjölgun ferða­ manna. Það kallar á fleiri mat­ reiðslu­ og framreiðslumenn. „Að­ sóknin í matreiðslunám er mjög góð og rúmlega það. Staðan er ekki eins góð í framreiðslufaginu þótt ágæt­ ur stígandi hafi verið í því síðastlið­ in ár,“ segir Trausti sem er nokk­ uð bjartsýnn á framtíð framreiðslu­ starfsins þó að aðeins nokkur ár séu síðan aðeins tveir framreiðslu­ menn voru útskrifaðir að vori. „Það vantar fólk í þessi störf um allt land,“ segir Trausti sem telur að fólk átti sig ekki á því hversu spennandi starfið er og hversu marga möguleika námið opnar. „Margir sem hafa lokið námi í framreiðslu eru nú hótelstjórar, til dæmis á Hilton, Holtinu og víðar,“ segir Trausti sem mælir heils hugar með náminu. Öll tækniþróun til góðs Trausti Víglundsson hefur starfað í veitingahúsageiranum í hálfa öld og þekkir því afar vel til í bransanum. Hann segir að innreið sjóðsvéla og tölvutækninnar hafi komið sér vel fyrir framreiðslufólk, kokka og ekki síst gesti veitingahúsanna. trausti Víglundsson hefur starfað í veitingahúsabransanum í yfir fimmtíu ár. mynd/Vilhelm Borgun býður fjölbreyttar lausnir og góða þjónustu fyrir þá sem vilja taka við öllum greiðslukortum gegnum vefsvæði eða app. Viltu taka við greiðslum á netinu? Kannaðu málið á borgun.is kaSSakerfi og SjóðSVélar kynningarblað 21. janúar 20162 2 0 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 9 -4 4 C 0 1 8 3 9 -4 3 8 4 1 8 3 9 -4 2 4 8 1 8 3 9 -4 1 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.