Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 11

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 11
EFNAHAGSMÁL 1954 Tafla 10. Framleiðsla landbúnaðarafurða 1950—1954 í þúsundum tonna Dilka- og Ár Mjólk kindakjöt Anna6 kjöt Kjöt alls 1950 ...... 72.5 5.80 3.66 9.46 1951 ...... 73.6 5.99 4.20 10.19 1952 ...... 77.0 5.35 4.54 9.89 1953 ...... 81.2 4.71 4.17 8.88 1954 ...... 85.0 6.00 3.99 9.99 Aukningin í mjólkurframleiðslu nam um fjögur þúsund tonnum 1954 eða tæp 5%. Alls var aukningin í kjötframleiðslunni um 1000 tonn, en það eru 12.5%. Var slátrað um 87 þúsund fleira fjár 1954 en 1953, og varð þvi aukning á framleiðslu kindakjöts um 27%. Þar sem svo til öll mjólkurframleiðslan er notuð sem neyzlumjólk eða til framleiðslu á mjólkurafurðum til sölu innanlands, má áætla, að á þennan hátt séu notuð 540—560 kg mjólk- ur á ibúa og mun það vera meira en í nokkru öðru landi. Á sama hátt fór á árinu öll kjöt- framleiðslan til neyzlu innanlands og svarar sú kjötneyzla til 65 kg á hvern ibúa. Miklar verklegar framkvæmdir voru i land- búnaði á árinu. Túnasléttur voru 1050 ha., ný- rækt túna var 2700 ha., lengd nýrra girðinga 415 km, vélgrafnir skurðir voru að rúmmáli 3400 þús. m3, en handgrafnir skurðir og lok- ræsi eru talin vera 43 kin að lengdarmáli. Byggðar voru hlöður 174 900 m3 að stærð. Þar af voru þurrheyshlöður 150 500 m3 og votheys- geymslur 24 400 m3, safnþrær, haughús og haugstæði að rúmmáli 16 500 m3. Þá er talið, að byggt hafi verið yfir 2200 nautgripi og 36 000 fjár. Heildarkostnaður við jarðabætur og girðing- ar er talinn hafa verið nálægt 37 m. kr. og heildarkostnaður við ofangreindar bygginga- framkvæmdir 56 m. kr., og er þar talin bæði ný fjármunamyndun og viðhald. Eftirfarandi vfirlit sýnir, að ný fjármuna- myndun í landbúnaði var 108 m. kr. 1953 og 145.8 m. kr. 1954 eða 37.8 m. kr. hærri. Tafla 11. Ný fjármunamyndun í landbúnaði 1953 og 1954 í milljónum króna 1953 1954 1. Búpeningur 43.0 45.5 2. Jarðabætur og girðingar .. 22.8 23.0 1953 1954 3. Vélbúnaður 11.6 24.2 4. Gripahús, lilöður o. fl. ... 27.0 46.3 5. Sláturhús, mjólkurbú o. fl. 2.6 4.9 6. Skógrækt og sandgræðsla . 1.0 1.9 Alls 108.0 145.8 íbúðarhús í sveitum 32.0 29.0 Samtals 140.0 174.8 Um haustið 1954 hækkaði verðlag á land- búnaðarafurðum lítillega. Það varð að sam- komulagi með fulltrúum neytenda og bænda í Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða að hækka verð til bænda á afurðum að meðaltali um 1.3% fyrir verðlagsárið 1. september 1954 til 31. ágúst 1955. 8. Iðnaður Fyrir landbúnað og sjávarútveg liggja fyrir nákvæmar og sundurliðaðar framleiðsluskýrsl- ur. Sama máli gegnir ekki um iðnaðinn. Árið 1953 gaf Hagstofa íslands út Iðnaðarskýrslur fyrir 1950 og er það eina slíka skýrslan, sem út hefur komið. Þar sem þvi ekki er unnt að gefa neitt yfir- lit um afköst iðnaðarins 1954 eða samanburð við fyrri ár, verður hér því aðeins drepið á nokkur veigamikil atriði. 1953 var lokið við virkjanir Sogs og Laxár og 1954 hóf Áburðarverksmiðjan starfsemi sína. Eru þessar þrjár stórframkvæmdir, sem byggð- ar voru að miklu leyti með efnahagsaðstoð Bandaríkjanna, hinar mikilvægustu fyrir þjóð- arbúskapinn. Áburðarverksmiðjan framleiðir um 6000 tonn af hreinu köfnunarefni árlega, en það svarar til 18 000 tonna af köfnunarefnisáburði. Eins og nú er munu um 13 000 tonn vera notuð innanlands, þannig að talsvert magn er nú til útflutnings, en gert ráð fyrir, að innan 5 ára muni islenzkur landbúnaður nota upp alla framleiðsluna. Afkastageta hinna nýju virkjana við Sog og Laxá er um 300 milljón kilowattstundir á ári, en afkastageta allra rafvera landsins er 550 milljón kilowattstundir á ári. Eftirfarandi tafla sýnir nánar orku (þ. e. ástimplað afl rafala i kw.) i árslok og orkuvinnslu (m. kwst.) al- menningsorkuvera undanfarin fjögur ár. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.