Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 45

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 45
SKÝRSLUR OG SPÁR einingu með nokkru öryggi. Ef gert er ráð fyrir sama rými fyrir geldneyti og kálfa og virðist gilda áriS 1950, þ. e. % af rýmisþörf kýr, þá hafa i árslok 1960 veriS losuS eldri fjós yfir tæp 7000 kýr. Þá eru slæm fjós yfir 10700 kýr enn í notkun. En ætla má, aS fjós- rými geldneyta og kálfa samsvari 16500 kúa rými. Væri allur nautgripastofninn á einum búgarSi mætti þvi ætla, aS allar mjólkurkýr hefðu góða aðbúð, en rúmlega tveir þriðju annarra nautgripa væru hafðir í fjósum, sem metin eru slæm. En það mat mun einkum miðað við mjólkurkýr, og getur megnið af þeim fjósum verið fullgóð öðrum nautgripum með einhverjum lagfæringum. Enda er þess varla að vænta, að bændur vilji bera eða geti borið mikinn tilkostnað vegna sláturgripanna. DæmiS er langtum flóknara í raunveruleikan- um vegna fjölda og smæðar býlanna, og gildir sá fyrirvari um allar tegundir útihúsa. Þó má reikna með því, einkum með tilliti til hinnar öru áætluðu geldneytafjölgunar siðustu ár á- ætlunarinnar, að geldnevti skipi viða hin lak- ari fjós, en mjólkurkýr í slæmum fjósum muni ekki skipta mörgum þúsundum. Fjárhús eru einfaldari í meðförum. Greini- lega kemur i ljós, að gert er ráð fyrir að byggja ný fjárhús í stað eldri yfir 100 000 fjár. Slæm fjárhús í árslok 1952 voru talin rúma 304 000 fjár. Meiri endurbygging væri vafalaust æski- leg, en erfitt er að hugsa sér, að meiri ný- byggingar verði framkvæmdar. LandbúnaSarvélar falla tæplega úr notkun vegna slits eða úreldingar á umræddu tima- bili svo neinu nemi. Helzt væri það nokkuð af hestaverkfærum, er ónýtast myndu fyrir aldurs sakir eða umhirðuleysis. Dráttarvélar og tæki með þeim eru tiltölulega ný, og ætti lang- mestur hluti þeirra að endast langt fram yfir umrætt timabil með sæmilegu viðhaldi. Slits gætir mest í beltadráttarvélunum vegna hinnar þungu jarðvinnslu, en þeim er hægt að halda við mjög lengi með þvi að skipta um einstaka hluta. Þörf landbúnaðarins fyrir beitadráttarvélar er sennilega vel fullnægt með áætlaðri viðbót. Hjóladráttarvélar og tæki með þeim er meg- inþáttur vélvæðingaráætlunarinnar. Hin upp- haflega tíu ára áætlun reiknaði með þörf fyrir 5300 hjóladráttarvélar og með hverri þeirra öll þau tæki, er til greina koma, þ. e. plóga, herfi, sláttuvéiar, heyvinnuvélar af öllum gerð- um o. s. frv. o. s. frv. Það er óskhyggja frem- ur en raunhyggja að áætla svo mikla fram- kvæmd fyrir árslok 1960, þótt æskilegt sé að stefna að þeirri vélvæðingu sem búrekstrinum er hagkvæmust, og sem beztri nýtingu aflvél- anna. Nú er markið sett lægra eða 4800 hjóla- dráttarvélar með miklu minni tækjakosti en upphaflega var reiknað með. Gert er ráð fyrir, að 3000 bændur muni eiga plóg og herfi með vélunum i árslok 1960. Mið- að við reynslu fyrri ára eru litlar likur til þess, að það mark náist, en búnaSarfrömuðir telja æskilegt, að bændur eigi þessi tæki til fullvinnslu nýræktarinnar og til að umbvlta túnum, er nauðsyn ber til. Er þessi tala sett hér til viðurkenningar á þessu sjónarmiði. ÁætlaS er, aS allir eigi sláttuvélar og tæki til rakstrar og snúnings með dráttarvélum sinum. Öll eftirspurn vegna rakstrar og snúnings beinist nú að múgavélunum og er áætlað, að mikið af hestamúgavélunum og jafnvel nokkur hundruð rakstrar- og snúningsvéla fyrir hesta verði notaðar meS dráttarvélum. Engin teljandi aukning er áætluð á snúningsvélum fyrir dráttarvélar og sláttu-, rakstrar- og snúnings- vélum fyrir hesta. Tölur um þau tæki eru nánast sléttaðar i tugi og hundruð og eru hundraðstölur þeirra því marklitlar. Fjöldi annarra tækja kemur til greina, en aðeins hin markverðustu eru sýnd í töflunni. Tæki til dreifingar og ávinnslu áburðar eru hin þýðingarmestu þeirra, sem sleppt er. Einnig mætti telja súgþurrkunartæki, en þau eru talin i töflu VI til og með 1957. Loks er sýndur í töflunni fjöldi fjósa, er hafa mjaltavélasamstæður. í þeirri grein hefur verið stöðnun hin siðari ár. Ráðunautar mæla með notkun slikra véla i öllum fjósum með 8 kýr og jafnvel færri. í krafti þess er áætluð 370 samstæðna aukning, en lítil framkvæmd er enn orðin á því. Vonir standa þó til þess, að notkun mjaltavéla, sem og annarra véla til léttis við bústörf og heimilisstörf, muni vaxa mjög með rafvæðingu sveitanna. ÁstæSa er til að taka það fram, að í með- fylgjandi töflum eru aðeins teknar til með- ferðar tvær aðalbúgreinar landbúnaðarins, nautgriparækt og sauðfjárrækt, með þeim fram- kvæmdum, sem nauðsynlegar eru vegna þess- ara búgreina. Þó er reiknað með fóðurþörf og hlöðurými vegna hrossastofnsins. Þótt minni búgreinar, svo sem hrossarækt, hænsnarækt, 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.