Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 10

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 10
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM línubáta i Faxaflóa í róðri var 7066 kg á vetr- arvertíð 1949, en var aðeins 4970 kg 1952. Síðan 1952 hefur meðalaflinn stöðugt farið vaxandi og var 7015 kg 1955. Miklar breytingar hafa orðið á hagnýtingu aflans á undanförnum árum eða aðallega eftir að löndunarbannið hófst í Bretlandi. Jafnframt þvi sem ísfiskurinn er nú orðinn næsta þýð- ingarlítill liður sjávarafurða, hefur framleiðsla skreiðar og freðfisks stóraukizt. Sundurliðun aflans eftir hagnýtingu fyrir árin 1952 til 1954 er gerð í töflu 8. Eins og taflan ber með sér, er um að ræða miklar breytingar á hagnýtingu aflans milli áranna. Þýðingarmesta breytingin 1953 er sú, að það ár er ráðstafað til herzlu 64 þúsund tonnum meir en 1952. Stafar þessi aukning fyrst og fremst af löndunarbanninu í Bretlandi og því, að frekar hagstæður markaður virtist vera fyrir skreið. Milli áranna 1953 og 1954 er breytingin hins vegar aðallega sú, að ráðstöfun til frystingar eykst frá 106 þúsund í 179 þús- und tonn eða um tæp 74 þúsund tonn, og stendur sú aukning í sambandi við viðskipta- samninginn við Ráðstjórnarríkin og batnandi söluhorfur í Bandaríkjunum. Yfirlit yfir útflutning helztu sjávarafurða er sýnt í töflu 9. Tafla 9. Verðmœti útflutnings sjávarafurffa 1953 og 1954 í milljónum króna 1953 1954 ísfiskur . . 8.8 13.4 Freðfiskur 210.3 295.3 Skreið ... 64.7 124.7 Saltfiskur 161.9 152.6 Síld 104.4 81.4 Fiskimjöl 41.1 67.1 Fiskilýsi . 51.5 48.1 Annað ... 14.3 19.5 Alls 657.0 802.1 Árið 1954 var fluttur út freðfiskur fyrir 295 m. kr. og var þessi eina útflutningsvara rúmur þriðjungur heildarútflutningsins. Mest var sala freðfisks til Bandaríkjanna (fyrir 122 m. kr.) og Rússlands (fyrir 100 m. kr.). Þótt samdráttur hafi orðið á skreiðarfram- leiðslunni 1954 (sbr. töflu 8), var útflutningur 8 skreiðar miklu meiri 1954 en 1953. Stafar það af því, að mikill hluti framleiðslu ársins 1953, var ekki seldur úr landi fyrr en 1954. Helzti markaðurinn fyrir skreið er í Vestur-Afriku, en einnig er nú töluvert selt til Ítalíu. Útflutningur á saltfiski var mjög svipaður bæði árin, en saltfiskur er aðallega seldur til Suður-Evrópu og Brazilíu. Á árinu 1953 áttu togararnir við vaxandi örðugleika að stríða vegna hækkandi reksturs- kostnaðar. 1954 var að tilhlutan Alþingis gerð athugun á rekstursafkomu togaraútgerðarinnar. Voru niðurstöður þær, að um stórfelldan tap- rekstur væri að ræða. Á grundvelli þessa á- kvað ríkisstjórnin að styrlcja hvern togara um kr. 2000.00 á úthaldsdag, og skyldu þeir pen- ingar fengnir með hækkuðum innflutnings- gjöldum á fólksbifreiðum. Þar sem aflinn var mikill og fór næstum allur til frekari vinnslu innanlands, og enn fremur, þar sem markaðir voru hagstæðir, mun afkoma fiskiðnaðarins hafa verið góð, að undanskildum þó síldarverksmiðjunum. 7. Landbúnaður Heyfengurinn 1954 er áætlaður um 291 þús- und tonn. Er það meira en nokkru sinni fyrr og 5 þúsund tonna aukning frá árinu áður. Var töðufengurinn 1954 233 þúsund tonn, sem var 15 þúsund tonna aukning frá árinu áður, en útheysfengurinn 58 þúsund tonn, sem var 10 þúsund tonnum minna en 1953. Orsakirnar til hins mikla töðufengs má rekja til þess, að túnin voru um 3000 ha. stærri en árið áður, svo og að meira var á túnin borið en áður hafði verið og enn fremur, að veðrátta ársins var í heild betri en í meðallagi. Vegna mikils hevfengs og hagstæðs verðlags á landbúnaðarafurðum varð veruleg aukning á búpeningnum um haustið 1954. Er gert ráð fyrir, að um 640 þús. fjár hafi verið sett á, en það er aukning um 93 þús. fjár frá árinu áður. Þá voru til í árslok um 49 þús. naut- gripir eða um 2500 fleiri en árið áður. Er varlega áætlað, að verðmæti bústofnsaukning- arinnar hafi numið 45 m. kr. Talsverð aukning varð á framleiðslu land- búnaðarafurða á árinu, sem sjá má af eftirfar- andi töflu um framleiðslu landbúnaðarafurða 1950—1954.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.