Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 35
SKÝRSLUR OG SPÁR
hemill setur skorður við tekjumynduninni, en
það eflir enn flóttann úr byggðinni.
Einhverjir kynnu að vilja skjóta því hér inn
i, að lausn vandans lægi í því að stöðva land-
búnaðarframkvæmdir, hætta lánveitingum til
landbúnaðar og stöðva þar með eða draga úr
afkastaaukningu landbúnaðarins. Slíkt væri fá-
sinna. Tækniþróun landbúnaðarins verður að
haldast i hendur við þróun annarra atvinnu-
vega og þróun landbúnaðarins í nágrannalönd-
unum. Að öðrum kosti rýrnar hlutfallsleg hag-
kvæmni hans miðað við aðra atvinnuvegi.
Kynni það að leiða til almenns flótta frá land-
búnaði og til þess, að innflutningur búfjáraf-
urða yrði talinn hagkvæmur. Þótt úreltar og
óliagkvæmar framleiðslueiningar séu lagðar
niður, i hvaða atvinnugrein sem er, gefur það
ekkert tilefni til þess að bregða fæti fyrir
sköpun afkastamikilla og lifvæniegra fram-
leiðslueininga í sömu atvinnugrein.
Það sjónarmið ber nú mjög hátt i opinber-
um umræðum að miða stefnuna í atvinnumál-
um við að halda jafnvægi í byggð landsins.
Þetta sjónarmið er mjög mikilvægt, einkum
fyrir ibúa hinna dreifðu byggða, en það er
ekki einhlítt. Erfiðleikarnir eru tíðum vaxtar-
verkir tækniþróunarinnar, en ekki óheilbrigð-
ur stundarfaraldur. Þá þarf að horfast i augu
við þá staðreynd sem fyrst, og ber að leitast
við að milda hinar sáru verkanir eftir megni
og leiða strauminn i æskilegastan farveg, en
ekki að snúa hjóli þróunarinnar við. Viðmiðun
við rekstrarhagkvæmni hlýtur -að ráða mestu
um þær ráðstafanir, sem gerðar eru. Varanleg
lausn jafnvægisvandamálsins hlýtur að taka
fullt tillit til þeirrar viðmiðunar. Að öðrum
kosti verða úrræðin til lengdar jafnvel ekki til
hagsbóta fyrir þá, er þeirra njóta i fyrstu.
Mestu varðar, að menn geri sér ljósa grein
fyrir því, með hverjum hætti megi auka rekstr-
arhagkvæmnina og hvaða nýjar greinar fram-
leiðslu megi taka upp, er gefi bætta afkomu.
Forsendur áætlunarinnar
Við upphaflega samningu tiu ára landbún-
aðaráætlunarinnar og nánari útfærslur hennar
síðar liefur ekki verið lagt út í að áætla og
meta rekstrarhagkvæmni landbúnaðarins með
tilliti til útflutningsframleiðslu og í samanburði
við aðra atvinnuvegi. Áætlunin hefur byggzt
á þeim einföldu forsendum, að landbúnaður-
inn þurfi að fullnægja þörf innlenda mark-
aðsins, en það hefur hann ekki gert undanfarin
ár. Þótt ekki væri hærra stefnt en þetta, mvndu
áraskipti framleiðslunnar þýða, að annað veifið
yrði að flytja út nokkurt magn af landbúnað-
arvöru. Þá hafa menn einnig gert sér vonir
um það, að framfarir i landbúnaðinum myndu
hafa í för með sér lækkandi framleiðslukostn-
að, og því gera hagkvæmt fyrir bændurna og
þjóðina i heild að framleiða til útflutnings
þær landbúnaðarvörur, sem hagkvæmast er að
framleiða á íslandi.
Að verulegu leyti slcapa landbúnaðarfram-
kvæmdirnar framleiðsluaukningu. En þær eru
einnig til þess fallnar og ætlaðar að leysa úr-
eltan húsakost og tækjakost af hólmi, skapa
aukin vörugæði, létta af striti og lækka ein-
ingarkostnað afurðanna. Jafnhliða þvi að auka
framleiðsluna þjóna þær því öðrum mikilvæg-
um tilgangi.
Ráðstafanir varðandi fjárfestingu og láns-
fjárútvegun til landbúnaðar hafa ekki verið
ákveðnar nema til stutts tíma í senn, eins,
tveggja eða þriggja ára. Jafnan hefur þvi verið
tóm til þess að staldra við og íhuga hvert
stefnir, og því engin bráð hætta á ferðum, þótt
eigi hafi legið fyrir nákvæmar áætlanir um
markaðshorfur og rekstarhagkvæmni mörg ár
fram i tímann. Hafa ber þó hugfast, að þvi
lengra sem stigið er og því stærri skref, sem
stigin eru í senn, þeim mun brýnni ástæða er
til þess að gera sér grein fyrir rekstrarhorf-
unum, einkum ef farið er að gera ráð fyrir
framleiðslu til útflutnings.
Áætlun eða spá
Áætlanir um framtið landbúnaðarins eru ekki
ákvarðanir um framkvæmdir, heldur spár um
samanlögð viðbrögð bændastéttarinnar við
þeim skilyrðum, er atvinnurekstri þeirra eru
búin af hendi náttúrunnar, samfélagsins og
heimsmarkaðarins. Stofnanir hins opinbera
taka ákvarðanir, er varða rekstrarskilyrði og
framkvæmdamöguleika landbúnaðarins, sem og
annarra atvinnuvega, en bændur taka hver
fyrir sig hinar endanlegu ákvarðanir um bú-
rekstur og framkvæmdir með tilliti til þessara
skilyrða og eftir mati sínu á rekstrarafkom-
unni. Engu að síður geta hinar opinberu ráð-
33