Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 16
Or þjóðarbúskapnum
1953 1954 1953—1954
Innflutningur alls Breyting
13. Noregur 24 24 -
14. Ítalía 12 23 + 11
15. A.-Þýzkaland . .. 15 22 + 7
16. Pólland 27 21 -=- 6
17. Önnur lönd 201 77 -=- 124
Samtals 1111 1130 + 19
Frá ellefu þeirra landa, sem talin eru í töflu
20, hefur innflutningurinn aukizt um alls 224
m. kr., en frá þremur þeirra minnkað um alls
81 m. kr.
14. Yerzlun eftir gjaldeyrissvæðum
Tafla 21 sýnir skiptingu utanríkisverzlunar-
innar eftir gjaldeyrissvæðum.
Tafla 21. Skipting utanríkisverzlunarinnar eftir gjaldeyrissvæðum 1953 og 195b
í milljónum króna
Innflutningur Útflutningur
Gjaldeyrissvœði1) 1953 1954 1953 1954
Dollara-svæði2) ........................ 375.2 248.8 116.6 150.3
Vöruskiptasvæði ........................ 228.3 380.0 258.5 297.8
EPU-svæði .............................. 507.8 501.6 331.2 397.8
1111.3 1130.4 706.3 845.9
Svo sem sjá má minnkaði innflutningur frá
dollara-svæðinu verulega milli áranna. Orsakir
þessa eru aðallega tvær: í fyrsta lagi minnk-
aði innflutningur á benzíni og oliu frá
hollenzku Vestur-Indíum greiddur í dollurum
um 44.5 m. kr. í öðru lagi eru, eins og áður
hefur verið getið, taldar með innflutningnum
frá dollara-svæðinu 1953 vörur til Sogs- og
Laxárvirkjananna að upphæð 42 m. kr., sem
raunverulega voru fluttar inn 1951 og 1952.
Útflutningur til dollara-svæðisins jókst nokkuð
á árinu 1954 og stafar það aðallega af auknu
verðmæti freðfiskútflutnings til Bandaríkj-
anna.
Útflutningur til EPU-svæðisins jókst um 66
m. kr. 1954, en innflutningur minnkaði hins
vegar um 6 m. kr., en eftir 1951 hafa við-
skiptin við EPU-löndin minnkað mikið. Hlut-
deild þeirra í innflutningi okkar var 62% árið
1951, en 1954 aðeins 44%. Hlutdeild EPU-
svæðisins 1951 í útflutningi okkar var 61%,
en var 47% árið 1954.
1) Til dollara-svæðisins eru talin auk Bandaríkjanna og
Kanada ýmis önnur lönd, sem dollaraviðskipti eru við.
Til vöruskiptasvæðisins teljast þau lönd, sem ísland hef-
ur jafnvirðiskaup við, og eru það einkum Austur-Evrópu-
lönd. Til EPU-svæðis teljast öll lönd í Greiðslubandalagi
Evrópu og þar að auki lönd, sem cru á sterlingsgreiðslu-
svæðinu.
2) Með innflutningi frá dollara-svæðinu er talinn sá
hluti af olíu- og benzíninnflutningi frá hollenzku Vestur-
Indíum, sem greiddur er í dollurum. Þessar upphæðir
hafa numið árið 1953: 51 m. kr. og 1954: 7 m. kr.
Hins vegar hefur hlutdeild vöruskiptaland-
anna farið stórlega vaxandi undanfarin ár, og
óx enn á milli 1953 og 1954, aðallega vegna
hinna stórauknu jafnvirðisviðskipta við Sovét-
ríkin.
15. Greiðslujöfnuður
Auk útflutningsvarnings okkar seljum við
einnig margs konar þjónustu. Oftast flytjum
við þannig fiskafurðir út í eigin skipum. Við
fáum því greiðslu bæði fyrir andvirði afurð-
anna á skipsfjöl hér við land (FOB-verðið) og
fyrir flutning þeirra á ákvörðunarstað. Einnig
seljum við ýmis konar þjónustu án þess að
hún sé tengd vöruviðskiptum. Má þar nefna
farþegaflutninga, bæði með skipum og flugvél-
um, og varnarliðsvinnu síðustu áranna. Verð-
mæti FOB-útflutningsins er því aðeins einn
þáttur tekna okkar, að visu sá þýðingarmesti.
Á sama hátt kaupum við auk innflutningsvarn-
ingsins einnig ýmis konar þjónustu.
Það liggur þvi í augum uppi, að vöruskipta-
jöfnuðurinn, þ. e. a. s. mismunur FOB-útflutn-
ings og CIF-innflutnings, gefur mjög ófull-
komna mynd af viðskiptum okkar út á við.
Hin rétta mynd fæst með því að gera jöfnuð,
þar sem tekið er tillit til allra gjalda og allra
tekna. Slíkur greiðslujöfnuður fyrir árið 1954
er gerður i töflu 22.
Vöru- og þjónustuviðskipti eru sýnd sundur-
liðuð eftir greiðslusvæðum, dollara-svæði,
EPU-svæði og vöruskipta-svæði. Þessi sundur-
14