Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 31

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 31
ISLENZK HAGFRÆÐI málanna. Svo mikil störf við lausn hagnýtra viðfangsefna hafa jafnan beðið úrlausnar, að fáir hafa fengizt við hrein fræðistörf. Stærsta ritið, sem íslenzkur hagfræðingur hefur sam- ið, er bók dr. Benjamíns Eirikssonar banka- stjóra, Outline of an economic theory eða Meginatriði hagfræðikenningar. Kom hún út á ensku 1954, en hafði i aðalatriðum verið samin á árunum 1945—46, sumpart sem doktorsritgerð höfundar. Er í bókinni fjallað á frumlegan hátt um grundvallarvandamál nútímahagfræði. Er aðaltilgangur höfundar að fella kenningar um eðli fjármagns, vaxta og peninga inn i hina almennu jafnvægiskenn- ingu, og setur hann fram nýtt fræðikerfi, í því skyni að ná slikri samhæfingu. Þá hefur Jónas H. Haralz hagfræðingur, sem er starfsmaður Alþjóðabankans i Washington, samið ásamt bandarískum starfsbróður sínum mikið rit um efnahagsmál Mexíkó, en höfund- arnir dvöldu þar alllengi við hagfræðirann- sóknir á vegum Alþjóðabankans. Nokkur rit hafa verið samin sem fræðileg rannsókn á ákveðnum efnahagsvandamálum. Ber þar fyrst og fremst að nefna bók Jóns Þorlákssonar, Lággengið, sem út kom 1924. Hún fjallaði um gengismálið, sem höfundur hafði kynnt sér mjög rækilega. Dr. Benjamín Eiríksson gaf og árið 1938 út bók um Orsakir erfiðleikanna í atvinnu- og gjaldeyrismátunum, þar sem hann ræddi um efnahagsvandamálin á árunum fyrir styrjöldina. Á sjötugsafmæli dr. Þorsteins Þor- steinssonar, 1950, gáfu íslenzkir liagfræðingar út afmælisrit, honum til heiðurs, og voru þar 15 ritgerðir um hagfræðileg efni. Ýmis nefnd- arálit hafa verið samin um rannsóknarstörf, sem unnin hafa verið. Stærst þeirra er „álit og tillögur" skipulagsnefndar atvinnumála, sem skipuð var 1934, og kom álitið út 1936. Hafði nefndin ráðið hingað sænskan hag- fræðing, dr. Erik Lundberg, sem ritaði ýmsar álitsgerðir fyrir nefndina. En aðalhöfundar nefndarálitsins voru þeir Arnór Sigurjónsson, Emil Jónsson og Steingrimur Steinþórsson. Af öðrum slíkum ritum má nefna Álit hagfrœð- inganefndar, sem skipuð var af þingflokkun- um 1946, en í lienni áttu sæti Jónas H. Haralz, Klemens Tryggvason, Ólafur Björnsson og Gylfi Þ. Gislason. Ári siðar gerðu þeir Pétur Magn- ússon, Klemens Tryggvason og Gylfi Þ. Gísla- son nákvæma rannsókn á afkomu ýmissa greina sjávarútvegsins fyrir rikisstjórnina, en sú skýrsla var ekki prentuð. Enn fremur samdi dr. Benjamin Eiríksson ýtarlega álitgerð um hagmál fyrir ríkisstjórnina 1949, og var sú rit- gerð afhent ríkisstjórn og alþingismönnum, en ekki prentuð. Ýmis meginatriði hennar voru tekin upp í hagfræðilega álitsgerð þeirra dr. Benjamins Eiríkssonar og Ólafs prófessors Björnssonar, er fylgdi gengislækkunarfrum- varpinu 1950. íslenzk hagskýrslugerð Þrjár opinberar stofnanir fást nú við hag- skýrslugerð og athuganir á efnahagsmálum. Ber þar fyrst að nefna Hagstofu íslands, sem stofn- uð var 1914. Gefur hún út verzlunarskýrslur, búnaðarskýrslur, fiskiskýrslur- og hlunninda, iðnaðarskýrslur, mannfjöldaskýrslur og skýrsl- ur um Alþingiskosningar, auk Hagtiðinda, mánaðarblaðs um efnahagsmál. Hefur Klemens Tryggvason verið hagstofustjóri síðan 1951. 1952 hófst Hagstofan, í umboði nokkurra opin- berra stofnana, handa um að koma á fót vél- spjaldskrá yfir alla landsmenn, og hefur Hag- stofan siðan 1953 látið sveitarstjórnum og öðr- um opinberum aðilum í té íbúðaskrár og aðrar skrár. Þá hefur Landsbanki íslands og komið á fót hagfræðideild. Var Klemens Tryggvason fyrsti forstöðumaður hennar, en nú veitir lienni forstöðu dr. Jóhannes Nordal. Um all- langt skeið gaf Landsbankinn út árbók sem fylgirit með reikningum sínum, og var þar margvislegur fróðleikur um efnahagsmál næst- liðins árs. Síðan 1954 hefur hagfræðideildin gefið út tímarit um efnahagsmál, Fjármálatið- indi. Birta þau ritgerðir um hagfræði og efna- hagsmál, fréttaþætti og ýmsar hagskýrslur. Við Framkvæmdabanka íslands hefur pg verið komið á fót hagfræðideild, en Framkvæmda- bánkanum hefur með lögum verið falið að annast samningu þjóðhagsreikninga, og er nú unnið að þvi að koma því starfi í fast horf. Er Torfi Ásgeirsson deildarstjóri þeirrar deilcj- ar. Hefur Framkvæmdabankinn einnig hafið útgáfu timarits um efnahagsmál, og nefnist það Úr þjóðarbúskapnum. Þá hefur Beykjavíkurbær eigin hagfræði- deild, þar sem unnin eru ýmis hagskýrslustörf fyrir bæjarfélagið og athuganir gerðar i efna- hagsmálum fyrir stjórn bæjarins. Var dr. Björn 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.