Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 39

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 39
SKÝRSLUR OG SPÁR Ræktun og bygging útihúsa Frumskilyrði búpeningsfjölgunar, fram- leiðsluaukningar og tekjuaukningar í landbún- aðinum er i fyrsta lagi ræktun túna og jafnvel beitilands, og i öðru lagi bygging útihúsa yfir búfjárfjölgun og tilheyrandi fóðurbirgðir og áburðarbirgðir. Að sjálfsögðu ber þó að taka tillit til ónotaðra en nothæfra útihúsa, sem eru staðsett þar, sem fjölgun á sér stað. Töflur V—VIII og X eru allnákvæm sundur- liðun um ræktun og um byggingu útihúsa um árabil og um fjármögnun þessara framkvæmda. Töflur þessar ná aðeins til 1957, tafla X þó aðeins til 1956, enda er þýðingarlitið að leiða svo nákvæma sundurliðun langt fram í tím- ann. Umræddar töflur sýna framkvæmdir hvers árs, en ekki samanlagða fjármunaeign í hverjum flokki. Þær eru því ekki eins vel fallnar til efnislegrar umræðu um byggingar- þörfina og tafla XVI, er sýnir fjármunaeign landbúnaðarins. Þvi er málið tekið til með- ferðar í síðasta kafla þessarar ritgerðar. Tafla V, Ræktunarframkvæmdir 1948—1957, styðst við jarðabótaskýrslu Búnaðarfélagsins. Styrkir eru veittir til þessara framkvæmda og eru töflurnar þvi mjög áreiðanlegar. í þeim skýrslum eru handgrafnir skurðir taldir í rúm- metrum, en gleggra þótti til yfirlits að sýna þá í lengdarmetrum. Var rúmmáli þeirra því breytt i lengd eftir hlutfallinu 1 rúmmetri = 0.72 metrar, sem er hlutfallið í jarðabótaskýrslu 1953, og sú lengd lögð við lengd lokræsa. Áætlun um ræktun næstu ára er gerð í sam- ráði við búnaðarmálastjóra og landnámsstjóra. Tafla VI, Útihúsabyggingar 1949—1957, er að nokkru byggð á jarðabótaskýrslu Búnaðar- félagsins (liðir 1—-3), en að öðru leyti á fjár- festingarskýrslu Innflutningsskrifstofunnar og skýrslugerðum Fjárhagsráðs. Tala súgþurrkun- artækja 1954 og 1955 er áætluð eftir samtölum við járnsmiðjurnar. Áætlaðar framkvæmdir eru að mestu mið- aðar við þörf vegna heyaukningar og búfjár- fjölgunar og til nokkurrar endurbyggingar á óhæfum útihúsum, en einnig er miðað við lík- ur fyrir framkvæmdum. Eitt af þvi, sem gerir framkvæmdirnar kleifar, er aðgangur að láns- fé, og er þvi höfð hliðsjón af lánsfjáráætlun- inni samkvæmt töflu X. Helztu tölur úr töflu V og VI eru sem hér segir: Árlegar framkvæmdir Eining 1948 1951 1954 1957 Nýrækt túna Hektarar 1 562 2 467 2 712 3 600 Vélgrafnir skurðir .. 1000 rúmm. 1 456 1 829 3 397 4 000 Votheyshlöður Rúmmetrar - 33 600 24 400 25 000 Þurrheyshlöður — - 66 700 150 500 120 000 Geymslurúm hlaðna . Tonn þurrheys - 17 850 26 670 22 670 Fjós Kýr (= 18 rúmm.) - 1 000 2 180 2 500 Fjárhús Kindur (—3 rúmm.) - óuppl. 31 140 60 600 Geymslurúm hlaðna, byggðra ofangreind ár, talið i tonnum þurrheys, er tilgreint hér til frekari skýringar, þótt þess sé eigi getið i töflu V. Er þá reiknað með því, að heymagnið í tonni þurrheys fylli 7.5 rúmm. í þurrheyshlöð- um, en 3.75 rúmm. í votheyshlöðum, þ. e. rými votheyshlaðna nýtist helmingi betur. Að öðru leyti vísast til siðasta kafla ritgerðar þessarar um meðferð talnanna. í töflu VII er leitast við að sýna, á hvern hátt aflað er fjár til þess að standa straum af heildarkostnaði við ræktunarframkvæmdir og útihúsabyggingar. Taflan er að mestu samdrátt- ur úr öðrum töflum og þarf því varla nánari skýringar við. Sýnt er hversu miklu nemur rikisframlag, lán úr Ræktunarsjóði og önnur fjármögnun. Ríkisframlagið minnkar að hlutfalli með árinu 1954. Það stafar af því, að vaxandi áherzlu verður að leggja á peningshúsin, en þau eru ekki styrkhæf að lögum. Lán úr Ræktunarsjóði vaxa mjög, eru helmingi hærri 1955 en 1952. Hlutfallslegt framlag sjóðsins hækkar einnig mikið árið 1955. Það sem nefnt er önnur fjár- mögnun, en það er framlag bændanna sjálfra og lán frá öðrum aðilum en Ræktunarsjóði, er fyrst og fremst háð framleiðslumagni land- 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.