Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 41

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 41
SKÝRSLUR OG SPÁR torveld og takmarkalínur óskýrar. SkráíSar hafa verið smáar og stórar viðbyggingar, og hefur rúmmál þeirra verið talið með í stærð byggðra húsa alls. Hafi viðbygging verið talin rúma heila íbúð, hefur hún einnig verið talin í fjölda íbúða. Skýrslurnar gefa þvi hugmynd um færri, en stærri byggðar íbúðir en raun- verulegt er. Hefur áætlaðri meðalstærð ný- byggðra íbúðarhúsa þvi verið deilt í rúm- metrafjölda alls, og þannig fenginn fjöldi reikn- aðra húsa. Nýbyggð hús eru nokkru færri, en hyggð og stækkuð hús alls nokkru fleiri en kemur fram í töflunni. Þar eð skýrslurnar benda til nokkurrar hækkunar á meðalstærð byggðra húsa, er gert ráð fyrir 360 rúmm. meðalstærð frá og með 1954. Auk nýbygginga og viðbygginga hafa öll árin verið framkvæmdar verulegar endurbætur eldra húsnæðis. Sumt af þeim endurbótum hefur verið tilkynnt og er þá talið með i upphæð framkvæmdanna, en að sjálfsögðu ekki i rúmmáli. Enn fremur munu talsverðar end- urbætur alls ekki hafa verið tilkynntar, þar eð þær hafa verið óháðar fjárfestingarleyfum og tilkynningarskyldu, sökum smæðar þeirrar hverrar fyrir sig. Samanlagður fjöldi þeirra íbúða, er hafa verið byggðar eða færðar til ibúðarhæfara horfs, mun því vera talsvert hærri en kemur fram í töflunni. Þegar áætluð er bygging ibúðarhúsa næstu ár, ber að hafa í huga, að stofnun nýbýla og endurbygging eyðibýla skapar lágmarksþörf íbúðarhúsabygginganna, en fjöldi þeirra hefur verið um 80 á ári að meðaltali síðustu árin, en nokkur fjölgun árlegra nýbýlastofnana er áætluð. Þar við bætast nauðsynlegar byggingar til rýmingar óhæfra ibúðarhúsa á byggðum jörðum. Áætlun um framkvæmd ársins 1955 er miðuð við húsafjölda í byggingu i ársbvrjun og með hliðsjón af byggingarefnisflutningum til sveitanna og almennum horfum. Sökum skorts á annarri viðmiðun er gert ráð fyrir sama áframhaldi næstu ár. Lánastarfsemi til landbúnaðar- framkvæmda Helztu lánastofnanir landbúnaðarins eru Ræktunarsjóður og Byggingarsjóður, báðir i vörzlu Búnaðarbanka íslands. Að vísu kemur landbúnaðurinn miklu viðar inn á lánsfjár- markaðinn, bæði beint og eftir krókaleiðiun afurðalánanna, en í fyrsta hefti þessa tímarits (júní 1955) er gerð grein fyrir þess háttar fjármögnun landbúnaðarframkvæmda, og vís- ast til þess, er þar segir (bls. 29: Útlán til landbúnaðar). En þessir tveir meginsjóðir veita stofnlán til framkvæmda og marka því stefn- una öðrum lánsstofnunum fremur. Skilyrði flestra framkvæmda er stofnlán til langs tíma fyrir verulegum hluta kostnaðar, við skapleg- um vöxtum miðað við tekjumöguleika af fjár- festingunni. Þegar siikt lán er tryggt, renna í farveg framkvæmdanna margir minni fjár- straumar ásamt verulegu vinnuframlagi fram- kvæmendanna sjálfra. Mikið af því, sem þannig lileðst utan á stofnframlagið, hefði annars orð- ið eyðslueyrir eða vinna aldrei unnin. Þessi regla hefur hvað sterkast gildi í landbúnaðar- framkvæmdunum. Þannig stuðlar hver láns- upphæð að fjármunamyndun, sem oft er marg- föld upphæð lánsins sjálfs. Þessi röksemd mæl- ir þó ekki með útþenslu lánastarfseminnar í heild umfram þol fjárhagskerfisins, en út í þá flóknu sálma skal ekki farið hér. Meðan framkvæmdir eru fýsilegar, og að til- skildu framkvæmdafrelsi eru lánveitingarnar aðaldriffjöður framkvæmdanna. Lánastarfsem- in er því nauðsynlegur liður i gerð áætlana eða spásagna um þróun landbúnaðarins, en jafnframt er nauðsynlegt vegna lánsfjáröflun- arinnar að gera sér grein fyrir væntanlegri þróun, hvert hún stefnir og hve langt, hvað eru raungildi og hvað hugarórar. Tafla X sýnir greiðsluyfirlit Ræktunarsjóðs, en tafla XI sams konar yfirlit yfir Byggingar- sjóð. Við athugun taflanna er tvennt áberandi við fyrstu sýn. Annað er það, að endurgreiðslur af fyrri lánum eru hverfandi hluti útlánanna á sama tima, eða fyrir Ræktunarsjóð 9% upp i 18.8% af útlánum sama árs, en fyrir Bygg- ingarsjóð 3.4% upp i 15.5%, þau ár, sem töfl- urnar ná yfir. Stöðugt hefur þvi orðið að auka sjóðina um megnið af útlánaupphæðinni. Hitt áberandi atriðið er það, að tekjur sjóðanna, utan rikisframlags, hrökkva mörg áranna ekki fyrir vaxtagjöldum, tækniþjónustu og öðrum kostnaði, einkum eftir að sjóðirnir taka að starfa með verulegu lánsfé öðru en frá ríkinu. Hjá Ræktunarsjóði eru gjöldin hærri en tekj- urnar árin 1952, 1954 og 1955 og áætluð hærri 1956. Hjá Byggingarsjóði eru gjöldin hærri öll árin nema 1953. Þetta myndi leiða til rýrn- 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.