Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 36
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
stafanir haft úrslitaáhrif á það, hve langt fjár-
festingin er leidd og hversu mikið er framleitt.
Það er því afar mikilvægt, að framleiðsluskil-
yrðin, þ. e. verðlagsákvarðanir, gengismál o. fl.
séu varanleg og myndi áreiðanlegan grundvöll
fyrir framtíðaráætlanir búrekenda og vinnslu-
fyrirtækja, og að stefnan í fjárfestingarmálun-
um á hverjum tíma, hvatning eða latning til
framkvæmda, byggist á raunverulegri efna-
hagsnauðsyn.
Samkvæmt framansögðu bvggist tíu ára land-
búnaðaráætlunin á einföldum forsendum varð-
andi megindrætti í framtíðarhorfum landbún-
aðarins. Höfuðtilgangur áætlunarinnar var að
skapa landbúnaðinum hin hagkvæmustu tækni-
legu rekstrarskilyrði. Við þetta miðast áætlanir
um aukna ræktun, búpeningsfjölgun, aukinn og
bættan húsakost og vélvæðingu. Slíkar áætlanir
styðjast einkum við búfræði- og tækniþekk-
ingu. Ef nægar upplýsingar liggja fyrir, er hægt
að hafa slikar áætlanir í nánu innbyrðis sam-
ræmi, því að ýmsir þættir búrekstursins verða
og hljóta að standa í nokkurn veginn ákveðnu
lilutfalli hver við annan, þótt þau hlutföll geti
verið nokkuð breytileg, eftir þvi hvernig bú-
rekstri er hagað. Hér er átt við það, að ákveð-
inni stærð túna samsvarar að jafnaði ákveðinn
heyfengur, er gefur möguleika til ákveðins á-
setnings búpenings, er aftur þarf ákveðinn
húsakost o. s. frv.
Skýrslur
Heyfengur og fóðrun
Lykillinn að þróun landbúnaðarins er fóður-
öflunin. Á henni byggist vöxtur bústofnsins.
Yfirgnæfandi hluta vetrarfóðursins er nú aflað
á túnum. Stærð túna og árlegur töðufengur
1942—1960 er sýndur í töflu I.1) Taflan er
gerð þannig, að stærð ræktaðs graslendis er
tekin úr Búnaðarskýrslum 1942 og nýrækt túna
lögð við frá ári til árs og sömuleiðis áætluð
nýrækt samkvæmt töflu V. Tveim siðustu ár-
unum er bætt við með lítils liáttar aukningu
áætlaðrar ræktunar. Fleiri atriði en nýrækt
1) Allar töflurnar eru þannig geröar, aö tölur fyrir
árin til og með 1954 sýna raunveruiega framkvæmd eða
framlciðslu. Tölur fyrir árin frá og með 1955 eru samdar
sem áætlun eða spá. Þó hafa raunverulegar tölur fyrlr
árið 1955 verið settar inn 1 töflur X og XI.
Landbúnaðaráætlunin var i fyrstu stefnu-
skrá, án þess að ákveðnir framkvæmdamögu-
leikar væru fyrir hendi. Síðari skýrslugerðir
á sama grundvelli hafa hneigst meir að þvi
að vera spár um framleiðsluna og sennilegar
framkvæmdir, tengdar meira eða minna á-
kveðnum fyrirætlunum um leyfaveitingar og
lánsfjáröflun. Er því að vonum ekki eins hátt
risið á spánum, sem á hinni upphaflegu áætl-
un, i ýmsu þvi, er að fjárútlátum lýtur, en bú-
peningsfjölgun og aukning framleiðslumagns
hefur engu að síður reynzt örari en áætlað var
í fyrstu.
Sú spá eða áætlun, er hér liggur fyrir í töfl-
um I—XVI, er að sjálfsögðu ekki fyrirvaralaus.
Hún gerð um ýmis meginatriði í samráði við
forráðamenn og fróðleiksmenn á sviði land-
búnaðar og sennilega blandin nokkurri ósk-
hyggju. Hvorki er fvrirsjáanlegt, hve mikil
aultning landbúnaðarframleiðslunnar muni
reynast, en það fer meðfram eftir árferði, né
hver þróun framleiðslukostnaðar og verðlags-
mála verður, en það ræður miklu um rekstrar-
afkomu bænda, né hve mikils lánsfjár verður
hægt að afla og ætla landbúnaðinum. Hvað sem
sennileika spárinnar liður, hefur hún þó sitt
gildi í því að veita heildaryfirsýn, þannig að
auðveldara er að gera sér grein fyrir verkefn-
unum og afleiðingum þeirra ráðstafana og
framkvæmda, er til greina koma hverju sinni.
og spár
hafa áhrif á stærð túna i notkun og gildi þeirra
til hevöflunar, svo sem eyðing og endurbygg-
ing jarða og túnasléttur. Ofætlun er að taka
þau atriði með i reikninginn nema á lengri
árabilum, enda vega þau hvert annað upp að
nokkru.
Hér eru settar fram nokkrar tölur úr töflu I,
en þær gefa hugmynd um túnauka og töðufeng
á umræddu timabili.
Ætla má, að árið 1960 hafi stærð túna tvö-
faldast frá árinu 1942, en aukist um 70%
miðað við 1950.
Meðaltöðufengur af hektara sveiflast frá 3.2
tonnum upp í 4.3 tonn. Meðaltal af meðalfeng
áranna 1942—1954 er 3.7 tonn af hektara. Með
tilliti til auðfengnari áburðar og bættrar tækni
við heyöflun, þykir rétt að áætla meðaltöðu-
feng næstu ára 4 tonn af hektara.
34