Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 29

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 29
ÍSLENZK HAGFRÆÐI Sveinn, að rikisfræðin eða statistikin sýni ásig- komulag landsins og hversu mikiS það geti gefiS af sér, hversu mikið vinnuafl sé i land- inu, hvernig menn noti landsgæðin og hversu mikill iðnaður og verzlun sé i landinu, hver áhrif stjórn rikisins hafi, og siðan hver sé afleiðing alls þessa, þ. e. hver sé velmegun þjóðarinnar. Er augljóst af þessu, að fyrir- myndin er þýzka háskólastatistikin. Arnljótur Ólafsson og hagfræði hans Þegar séra Arnljótur Ólafsson þýðir statistík með hagfræði fjórum árum síðar, skilgreinir hann hugtakið þrengra en séra Sveinn, þ. e. hann telur hagfræðina skýringu á högum lands og lýða, framsagða i tölum, og var þar um ný- tízkulegra sjónarmið að ræða. Jón Sigurðsson ritaði formála fyrir því bindi landshagsskýrsln- anna, sem i er heftið, þar sem birtist ritgerð séra Arnljóts. Notar Jón Sigurðsson þar einnig orðið hagfræði fyrir statistik. En þar eð hann hefur þekkt ritgerð séra Arnljóts, þegar hann ritaði formálann, virðist mega gera ráð fyrir þvi, að orðið sé að minnsta siður frá honum en séra Arnljóti. Þess má enn fremur geta, að þegar Jón ritar langa grein um Alþingi á ís- landi, sem birtist i Nýjum félagsritum 1846, virðist honum ekki vera kunnugt um neitt ís- lenzkt heiti á statistik, og gerir hann þar enga tilraun til þess að mynda það. í ritgerðinni segir m. a.: „Þegar eins stendur á og nú er á íslandi, að öll skattalögin eru í mesta ólagi og þar að auki ekkert til af neinu því, sem gefur mönnum yfirlit yfir efnahag landsins (stat- istík), sem ávallt verður þó að vera grundvöll- ur sá, sem öll skattgjaldalög byggjast á, svo menn vita nú ekki nema af ágizkun, hvað mörg jarðarhundruð eru á landinu og þvi siður meira, þá er ekki auðhlaupið að finna, hvar leggja eigi gjald á til svo mikils kostnaðar.“ Hér notar Jón Sigurðsson ekkert orð yfir statistík, en gera verður ráð fyrir, að honum hefði verið það kunnugt, ef farið hefði verið að nota eitthvert islenzkt orð yfir þau fræði. Merking orðsins hagfræði breytist Orðið hagfræði hefur þvi upphaflega alls ekki verið myndað til þess að tákna þau fræði, sem ávallt hafa verið nefnd ökonomi, enda er orðið ekki þýðing á þvi erlenda heiti, heldur nafn á statistík. Og mönnum hefur þótt orðið svo haglega gert, að menn hafa verið sammála um að nota það. Annað orð var ekki notað lengi vel. í bókaskrá Landsbókasafnsins er orðið landshagsfræði enn látið tákna statistík. Sá, sem svipast vill um eftir ritum um ökonomiu í bókaskrá Landsbókasafnsins, á ekki að leita í þeim flokki, sem nefnist landshagsfræði, þvi að þar eru rit um statistik, heldur i flokki, sem ber heitið þjóðmegunarfræði, svo sem áður var getið. Samstofna orðinu hagfræði í merkingunni statistík voru síðan mynduð ýmis orð, sem haldizt hafa i málinu, svo sem orðin hagstofa, hagskýrslur og hagtíðindi. Fyrsta þýðingin á orðinu ökonomi, sem mér er kunnugt um, þ. e. búvisi, náði ekki að fest- ast i málinu, e. t. v. vegna skyldleika sins við orðið búfræði, sem snemma var farið að nota til þess að tákna fræðin um sveitabúskap sérstaklega. Sama máli gegndi um orðin hag- speki og bústjórnarvisindi. Orðið þjóðmegun- arfræði náði langmestri útbreiðslu, en þó ekki fullri viðurkenningu, enda langt og óþjált. Um ökonomi voru þvi einnig notuð önnur orð, einkum auðfræði og viðskipta- fræði. Almenningur og ýmsir þeir, sem í blöð rituðu, kunnu hins vegar ekki skil á, hver munur væri á þjóðmegunarfrœði, auðfræði eða viðskiptafræði annars vegar og hagfræði hins vegar, þ. e. menn áttuðu sig ekki á, að ökonomi og statistík væri sitt á hvað. Sú staðreynd, að sömu mennirnir stunduðu bæði fræðin og rit- uðu um þau jöfnum höndum, stuðlaði og mjög að þvi, að ósérfróðir menn töldu hér vera um eitt og hið sama að ræða. Var þá i sjálfu sér ekki óeðlilegt, að menn notuðu einkum það orð í þessu sambandi, sem stytzt var og tungu- tamast, en það var orðið hagfræði. í blöðum tók það að tíðkast, að orðið hagfræði væri notað til þess að tákna ökonomi, líklega af misskilningi einum, þ. e. af því að talið var, að ökonomi og statistík væri hið sama. Varð smám saman æ minna um það, að orðið þjóð- megunarfræði væri notað. Hagfræði var notað sem þýðing á hvoru tveggja, ökonomi og statistík. Hagfræði, tölfræði, haglýsing Árið 1922 skrifaði dr. Þorsteinn Þorsteinsson grein i Timarit lögfræðinga og hagfræðinga, 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.