Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 38

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 38
ÚR ÞJÖÐARBÚSKAPNUM fóðrað fé. Með því er þó engin afstaða tekin til vandamálsins um sumarhagana. Þegar nú- verandi sauðfjárhagar eru fullnýttir, vaknar vandamálið um hagkvæmustu útþenslumögu- leika. Hér er gert ráð fyrir því, að eldi naut- gripa af holdasöfnunarkyni til slátrunar sé hag- kvæmasta lausnin. Til þess að þessi vandamál komi greinilegar í ljós af töflunum, eru þessi þáttaskil höfð í búfjáraukningunni, þótt tæp- lega sé líklegt að skilin verði svó skörp. í sama skyni er nautgripataflan framlengd til 1961. Tafla III, Sauðfé og sauðfjárafurðir 1951— 1960, byggist á þeirri forsendu, sem þegar er getið, að fénu verði fjölgað upp í 800 000 vetrarfóðrað fé á því tímabili, er heyauki um- fram fóðrun mjólkurkúa segir til um. Liðir 1, 3 og 4, er sýna fjárstofn og fjölda sláturfjár, eru byggðir á Búnaðarskýrslum og Árbók land- búnaðarins. Liður 2, lömb fædd að frádregn- um vanhöldum, er mismunatala fundin út frá liinum þrem liðum. Kjötmagn ár hvert styðst aðallega við Árbók landbúnaðarins. Slátur er umreiknað í kjöt á 2 kg fyrir hverja slátraða sauðkind. Gærur eru varlega áætlaðar sem fimmtungur af kroppþunga. Ull er áætluð sam- kvæmt sérstakri athugun meðal söluaðila. Sam- kvæmt henni var ullarmagnið 1954 510—520 tonn af hreinni ull. Er því ekki fært að áætla nema 1 kg af hreinni ull af hverri kind miðað við fjárstofn i ársbyrjun. Það samsvarar þvi sem næst 1.85 kg af óhreinni ull frá kaupfé- lögum eða kaupmönnum, og er jiví gert ráð fyrir 2 kg frá bændum af hverri kind. Tafla IV, Nautgripir og nautgripaafurðir 1951 —1961, er byggð á þeirri skoðun, að mjólkur- kúm muni fjölga i svipuðu hlutfalli og mann- fjölgun nemur, og að fjölgun sláturnautgripa muni taka við, þar sem sauðfjárfjölgun sleppir. Gripafjöldi er tekinn eftir hagskýrslum. Mjólk- urmagn liðinna ára er áætlað með stuðningi Árbókar landbúnaðarins, en áætlað fram í tím- ann i ríflegu hlutfalli við fólksfjölgun. Kjöt og húðir er tekið eftir sérstakri athugun. Fengnar voru upplýsingar hjá heildsöluaðilum um mót- töku húða og kálfskinna á hverju ári. Tölur þessar voru leiðréttar með áramótabirgðum kaupfélaga. Fengnar voru upplýsingar hjá Kaupfélagi Húnvetninga um hlutföll húða- og kjötþyngdar nokkurra slátraðra gripa i hverj- um flokki. Meðaltalshlutföllin voru síðan notuð til þess að finna kjötþunga eftir húðaþyngd- inni. Kálfskjöt varð þó að áætla eftir tölu kálfa. Nánari athugun þyngdarhlutfallanna verður væntanlega gerð, og verður þá vonandi hægt að ákveða þau af meira öryggi. Við áætlun fóðrunar og slátrunar fram í timann er tekið tillit til sennilegrar aldursskiptingar og reikn- að með þvi, að um hver áramót sé álika margt af kálfum og geldneyti. Reiknað er með, að einn kálfur komi frá hverri kú á ári, og setur það takmörk fyrir heildarslátrun og fjölgun stofnsins.1) Farið er eftir tölfræðilegum líkum um skiptingu slátrunar á aldursflokka frá ári til árs, og eykst fjöldi geldneyta, sem slátrað er á árinu, en sláturkálfum fækkar, eftir þvi sem fleira er af geldneytum og kálfum í byrjun hvers árs. Gert er ráð fyrir nokkurri hækkun meðalþyngdar geldneyta og kálfa siðustu árin með tilliti til sennilegrar hækkunar meðalald- urs við slátrun í hverjum aldursflokki og senni- legrar fjölgunar lioldasöfnunarkyns (kynblönd- unar). Hér fara á eftir nolckrar tölur úr búfjár- töflunum, töflum III og IV.1) Búfé og búfjárafurffir Eining 1951 1954 1960 1961 Sauðfjárstofn i ársbyrjun Kindur 414 544 544 378 800 000 - Kindakjöt alls (slátur meðtalið) Tonn 6 300 6 669 13 718 - Kýr í ársbyrjun Gripir 31 766 31 950 36 400 37 200 Geldneyti og kálfar í ársbyrjun — 12 739 13 444 16 150 24 700 Mjólk Tonn 73 600 85 000 96 500 98 200 Nautgripakjöt alls — 1 452 1 552 1 760 2 325 1) Frá þeirri tölu dragast einnig ýmiss konar vanhöld, en með þeim er riflcga reiknað i þyngdarhlutföllum og meðnlþyngd. 1) Eftir setningu greinarinnar hafa borizt endanlegar tölur úr búnaðarskýrslum um búfjárfjölda i ársbyrjun 1955 (árslok 1954): Sauðfé 635 080. Kýr og kelfdar kvigur 32 663. Geldncyti og kálfar 14 665. Nautgripir alls 47 328. Hér skakkar allmiklu um kúafjöldann. Breytir það nokk- uð grundvelli vœntanlegrar þróunar, en engu um þróun- ina sjálfa, breytingarnar frá ári til árs. Þykir því ekki rétt að raska töflunum vegna þessa. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.