Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 23
Gylfi Þ. Gislason prófessor:
r
Islenzk hagfræði
Hagfræðin og skipting hennar
Mannlegt samfélag mótast í ríkum mæli
af því, að menn geta ekki fengið ókeypis
nema lítinn hluta þess, sem menn þarfnast,
og verða því að afla sér flestra þeirra gæða,
sem þeir girnast, með fyrirhöfn. Af slíkri
starfsemi við framleiðslu gæða og liagnýtingu
þeirra leiðir margs konar félagsfyrirbrigði.
Þau vísindi, sem um þau fjalla, hafa verið
nefnd hayfræði.
Viðfangsefni hagfræði eru svo margvísleg og
margbrotin, að henni hefur verið skipt i grein-
ar. Sérhvert heimili glímir við efnahagsvanda-
mál. Þann þátt hagfræði, sem fjallar um slík
vandamál, mætti nefna heimilishagfræði eða
neyzluhagfræði. Nú á timum eru framleiðsla
og viðskipti yfirleitt stunduð af fyrirtækjum.
í sambandi við rekstur þeirra cr auðvitað um
fjölmörg efnahagsvandamál að ræða. Sá þáttur
liagfræðinnar, sem fjallar um þessi vandamál,
hefur verið nefndur rekstrarhagfræði. En auk
licimilanna og fyrirtækjanna er í þjóðfélaginu
þriðja tegund efnahagsstofnana, þ. e. opinberir
aðilar, ríki og sveitarfélög. Þessar stofnanir
annast mikilvæga þjónustu, hafa af henni gjöld
og afla sér tekna til þess að standa straum af
þeim. Sá þáttur hagfræðinnar, sem um þessi
vandamál fjallar, er nefndur fíármálafræði.
Milli hinna einstöku efnahagsstofnana og ein-
slaklinga i þjóðfélaginu eru að sjálfsögðu
margvisleg tengsl, þessir aðilar eiga viðskipti
hver við annan og hafa margvísleg víxláhrif
hver á annan. Þegar rannsökuð eru þau ótelj-
andi bönd, sem tengja þá saman, og víxláhrifin,
sem um er að ræða, er talað um þjóðhagfræði.
Áherzlu ber þó að leggja á, að öll slík skipting
í þætti eða greinar er gerð út frá hagnýtum
sjónarmiðum eingöngu. Grundvallarviðfangs-
efnin eru sameiginleg. Allt er þetta hagfræði.
í nánum tengslum við hagfræðina eru tvær
aðrar greinar, haglýsing og tölfræði. Þegar
lýst er efnahagslífi þjóðar og atriðum þeim,
sem máli skipta i þvi sambandi, og einkum
stuðst við töluupplýsingar og hagskýrslur, er
það nefnt haglýsing. Fræðin um það, hvernig
talnaupplýsinga er aflað, hvernig úr þeim má
vinna og setja fram niðurstöður, eru hins
vegar nefnd tölfræði.
Upphaf nútímahagfræði
Hagfræðin er ung visindagrein, einna yngst
þeirra fræðigreina, sem nú eru mikilvægar
taldar og rík áherzla er lögð á i hinum mennt-
aða heimi. Telja má hana um tveggja alda
gamla. Höfundar hennar sem visindagreinar i
nútimaskilningi eru venjulega taldir franski
læknirinn Francois Quesnay og þó einkum
brezki rökfræðiprófessorinn Adam Smith.
Quesnay gaf 1758 út rit um liringrás auðsins
(„Tableau économique"), en 18 árum siðar
eða 1776 kom út rit eftir Adam Smith um rann-
sókn á eðli og orsökum velmegunar þjóðanna.
Er þar í raun og veru i fyrsta skipti beitt
hreinum visindaaðferðum við rannsókn efna-
hagsvandamála og leitað að reglu eða lögmál-
um i efnahagslífinu. Áður hafði þó auðvitað
mikið verið ritað um ýmsa þætti efnahagsmál-
anna og þó einkum á sviði liaglýsingar. Hafði
rit þetta mikil áhrif á næstu áratugum.
Fyrstu hagskýrslur Islendinga
Hér á íslandi hafði fyrr á öldum litið verið
ritað um efnahagsmál. Ýmislegt var þó skráð
af því tagi, sem við mundum nú telja til hag-
lýsingar eða hagskýrslna. Gizur biskup í Skál-
holti lét um 1100 telja alla bændur á íslandi,
og eru helztu niðurstöður þeirrar talningar í
íslendingabók Ara fróða. Er hér um að ræða
elztu hagskýrslu islenzka. Reyndust þá 4560
búendur á landinu, þeir er þingfararkaupi áttu
að gegna. Páll bislcup i Skálholti hafði og
hundrað árum síðar tölu á öllum prestum í
biskupsdæmi sínu. Enn voru skattbændur
21