Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 14

Úr þjóðarbúskapnum - 01.03.1956, Blaðsíða 14
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Útflutningur alls Breyting 1953 1954 1953- -1954 5. V.-Þýzkaland .. . 51 55 + 4 6. Tékkóslóvakía . .. 12 45 + 33 7. Noregur 19 41 + 22 8. Holland 14 35 + 21 9. Finnland 54 27 27 10. Brazilía 25 27 + 2 11. Danmörk 15 26 + 11 12. Portúgal 35 22 -i- 13 13. Spánn 26 22 -7- 4 14. Pólland 12 18 + 6 15. Sviþjóð 31 18 -r- 13 16. A.-Þýzkaland .. . 25 17 -i- 8 17. Öhnur lönd .... 85 82 -r- 3 Samtals 706 846 + 140 Við þau ellefu lönd, til hverra útflutningur hefur aukizt, hefur aukningin numið 208 m. kr., en við þau fimm lönd, til hverra útflutn- ingur hefur minnkað, hefur minnkunin numið 65 m. kr. Þessar tölur bera með sér, að ekki er um að rœða stórvægilegar tilfærslur milli landa, aðalbreytingin er sú, að útflutningur- inn til helztu útflutningslandanna 1953 eykst 1954. Hins vegar má benda á, að á undanförnum árum hefur það mjög einkennt utanríkisverzl- un vora, hve breytilegir markaðirnir hafa verið. ísfiskmarkaðurinn i Bretlandi hafði mikla þýðingu fram á árið 1952, en lokaðist þá. Var þá leitað nýrra markaða fyrir saltfisk í Suður-Ameríku, skreið i Afríku og síðar fyrir freðfisk í Ráðstjórnarrikjunum og í vaxandi mæli í Bandarikjunum. 12, Innflutningurinn Verðmæti innflutningsins var 1130 m. kr. á árinu 1954 og var það aðeins meira en 1953 eða 1.7% aukning. Innflutningurinn þessi tvö ár var miklu hærri en á árunum á undan, sbr. töflu 13. Gerð hefur verið tilraun til að athuga sam- setningu innflutningsins eftir tilætlaðri notlcun og hverjar breytingar hafa orðið þar á milli ára. Hefur innflutningnum verið skipt i þrjá flokka, þ. e. neyzluvörur, rekstrarvörur og vörur til framkvæmda. Þar sem nákvæm sund- urliðun innflutningsins 1954 liggur enn ekki fyrir, hefur flokkunin verið gerð á þann hátt að fylgja heilum vörudeildum í verzlunar- skýrslunum, en innan hverrar vörudeildar geta verið allsundurleitar vörutegundir, sem ekki eiga saman í flokki. Er þvi flokkunin að þessu leyti ónákvæm og ber að taka með þeim fvrir- vara. Þá ber þess og að geta, að vörur til virkjana Sogs og Laxár, sem voru tollafgreidd- ar í október og nóvember 1953, og taldar í Verzlunarskýrslunum þá, voru raunverulega fluttar inn fyrr, og eru þvi hér dregnar frá innflutningnum 1953. Tafla 17 sýnir innflutning á helztu neyzlu- vörum eftir vörudeildum fyrir 1953 og 1954. Tafla 17. Innfluttar neyzluvörur eftir vörudeildum 1953 og 1954 í milljónum króna Vörudeildir 1953 1954 04 Korn og kornvörur 41.8 37.6 05 Ávextir og grænmeti .... 27.3 24.2 06 Sykur og sykurvörur .... 17.8 15.3 07 Kaffi, te, kakaó o. fl. ... 25.6 31.0 11 Drykkjarvörur 3.6 4.9 12 Tóbak og tóbaksvörur . .. 12.5 11.7 41 Dýra- og jurtaolíur o. fl. . 10.4 12.0 54 Lyf og lyfjavörur 5.0 8.1 55 Ilmolíur, snyrtivörur o. fl. 6.9 7.1 65 Garn, álnavara o. fl 110.1 120.9 84 Fatnaður 29.6 31.1 85 Skófatnaður 16.9 20.4 86 Mælitæki, ljósmyndavélar, úr o. fl 9.4 12.5 Annað 33.1 40.6 Samtals 350.0 377.4 % af heildarinnflutningi . 33 % 33 % Af töflunni má ráða, að innflutningur af neyzluvarningi var hlutfallslega sá sami bæði árin, þ. e. einn þriðji af heildarinnflutningn- um, en að verðmæti sé allmiklu hærri 1954. Eftirfarandi tafla er á sama hátt yfirlit yfir innflutning á rekstrarvörum. Tafla 18 sýnir, að innflutningur rekstrarvara var 18.2 m. kr. lægri 1954 en árið á undan, en rekstrarvörur eru 26% af heildarinnflutn- ingi 1954, en 29% 1953. Stafar þetta af lækk- uðum innflutningi á eldsneyti, smurolíu o. fl. og má þar nefna t. d. dieseloliu, sem minna var flutt inn af 1954 og við lægra verði. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.