Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 12

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 12
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM leyti þau tæki, sem annars staðar eru notuð til þess að leiðbeina einingum efnahagslífsins og samræma gerðir þeirra. Veikleiki eininganna Enda þótt Ijóst væri frá upphafi, að hinar einstöku einingar efnahagslífsins hefðu ekki að neinu ráði fengizt við áætlunargerð á sín- um sérstöku sviðum, reyndust erfiðleikarnir við að koma slíkri áætlunargerð af stað meiri en nokkurn hafði grunað. Talnalegar upplýs- ingar um starfsemi þessara eininga skorti. Stefna þeirra reyndist ómótuð og fyrirætlanir óljósar. Opinberir aðilar höfðu ekki nema að litlu leyti kannað þær þarfir, sem þeir áttu að sinna. Þeir liöfðu ekki borið saman þær ýmsu leiðir, sem til greina komu við að sinna þörfunum. Kostnaðaráætlanir höfðu sjaldnast verið gerðar, að minnsta kosti ekki kostnaðar- áætlanir, sem alvara lá að baki eða mark var á takandi. Langvarandi verðbólguþróun á að sjálfsögðu mikla sök á þessu ástandi. Onnur og ekki veigaminni skýring er mikil dreifing frumkvæðis og ábyrgðar innan hins opinbera valdsviðs, dreifing, sem er miklu meiri en tíðk- ast í nálægum löndum. Frumkvæði og ábyrgð á starfsemi og fram- kvæmdum hins opinbera eru hér á landi að- eins að litlu leyti í höndum ríkisins og stofn- ana þess, heldur í höndum sveitarfélaga og stofnana þeirra og ýmissa annarra aðila, sem eru að meira eða minna leyti sjálfstæðir. Öll þessi starfsemi og framkvæmdir njóta mikils fjárhagslegs stuðnings ríkisins, jafnvel stund- um svo mikils stuðnings, að telja má, að starf- semin sé að mestu greidd af ríkisfé. Hins veg- ar skapar þessi fjárhagslegi stuðningur ríkinu ekki skilyrði til þess að hafa áhrif á starfsem- ina og framkvæmdirnar nema að litlu leyti, vegna þess að hann fer fram samkvæmt ósveigjanlegum reglum, sem settar hafa verið eða myndazt hafa í framkvæmd. Það ráðu- neyti eða ríkisstofnun, sem um hlutaðeigandi málaflokka fjalla, hefur í raun og veru hvorki frumkvæði, vald né ábyrgð á sínu sviði, held- ur innir aðeins af hendi vissa tæknilega þjón- ustu. Hinir dreifðu aðilar, sem með frumkvæð- ið og ábyrgðina fara, hafa á hinn bóginn engin skilyrði til þess að fást við áætlunargerð, að Reykjavíkurborg og stofnunum hennar undan- skildum. Áætlanir verður einn aðili að gera í hverri grein, enda þótt hann hafi í því efni samráð við aðra aðila. En hafi sá aðili hvorki frumkvæði að eða ábyrgð á framkvæmdunum, verður áætlunargerðin annað hvort markleysa ein eða lauslegar getgátur um það, hvað þeir fjölmörgu aðilar, sem frumkvæðið og ábyrgð- ina hafa, muni gera eða geti gert. Áætlun og framkvæmd Það, sem sagt hefur verið hér að framan um dreifingu frumkvæðis og ábyrgðar í opin- beruin framkvæmdum, talar sínu máli um það, hversu erfitt hljóti að vera að brúa bilið milli áætlunar og framkvæmdar við þær aðstæður, sem ríkjandi eru hér á landi. í stuttu máli má segja, að ríkisvaldið noti alls ekki, eða í mjög litum mæli, öflugasta tækið, sem það hefur yfir að ráða til þess að tryggja samheng- ið á milli áætlunar og framkvæmdar, en það er fjárveitingavaldið og lánsfjáröflun ríkisins til opinberra framkvæmda. Það er þetta tæki, sem önnur lönd nota innan ríkisgeirans, og sem gerir það að verkum, að áætlanir innan þess geira verða að verulegu leyti annars eðl- is en utan hans. En þetta á ekki aðeins við um opinberar framkvæmdir, heldur einnig um framkvæmd- ir einkaaðila. Þessar framkvæmdir njóta mik- ils fjárhagslegs stuðnings af hálfu hins opin- bera hér á landi, og meiri stuðnings en í flest- um öðrum löndum. Þessi stuðningur er fyrst og fremst veittur fyrir milligöngu opinberra fjárfestingarsjóða. Ætla mætti, að einn höfuð- tilgangur áætlunargerðar væri einmitt að marka þessum stuðningi skýra stefnu og nota 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.