Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 6
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
tekið á herðar sér nýjar skyldur af því tagi,
sem að framan er lýst. Hlutverk þess hefur
einnig aukizt vegna þess, að þau málefni hafa
öðlazt aukna þýðingu, sem það einnig fyrr á
tímum bar að meira eða minna leyti ábyrgð
á. Má í því sambandi nefna menntamál og
rannsóknir, sömuleiðis samgöngumál.
Eðli áætlunargerðar
Gerð þjóðhags- og framkvæmdaáætlana er
aðferð til að beita á samræmdan hátt þeim
tækjum, sem ríkisvaldið hefur yfir að ráða, til
þess að ná þeim markmiðum, sem stefnt er
að í efnahagsmálum. Eins og nú horfir við,
eru þessi markmið fyrst og fremst full atvinna
og ör hagvöxtur samfara efnahagslegu jafn-
vægi. Aætlunargerð byggist ekki á neinum sér-
stökum tækjum til þess að hafa áhrif á þróun
efnahagsmála, heldur fjallar hún um beitingu
þeirra tækja, sem fyrir hendi eru, til þess að ná
þeim markmiðum, sem æskileg eru talin. Sá
ágreiningur, sem áður fyrr ríkti varðandi áætl-
unargerð, og gætir að nokkru leyti enn, þótt
í minna mæli sé, hefur í raun og veru verið
ágreiningur um hagstjórnartæki, en ekki um
áætlunargerðina sjálfa. Ymsir áhangendur
áætlunargerðar töldu, að áætlunargerð væri
ekki hugsanleg, eða næði a. m. k. ekki tilgangi
sínum, nema ríkisvaldið réði yfir sérstökum
tækjum til að fylgja stefnu sinni fram og þá
einkum, að það beinlínis ætti atvinnufyrirtæki
í ákveðnum greinum, eða gæti a. m. k. haft
bein áhrif á ákvarðanir stjórnenda þessara fyr-
irtækja. Andstæðingar áætlunargerðar voru í
raun og veru sömu skoðunar. Þeir voru á móti
áætlunargerð, af því að þeir töldu, að hún
fæli í sér, eða hlyti að leiða af sér, ríkisaf-
skipti af atvinnulífinu, sem þeir voru mót-
fallnir. Aætlunargerð er ekki lengur pólitískt
ágreiningsefni, eða a. m. k. ekki verulegt
ágreiningsefni, vegna þess að á Vesturlöndum
hefur skapazt víðtæk samstaða um þau efna-
hagslegu markmið, sem stefnt er að, og sann-
færing og samkomulag um, að þeim markmið-
um sé hægt að ná, án þess að ríkið þurfi að
eiga og reka atvinnufyrirtæki eða hafa bein
áhrif á ákvarðanir um framleiðslu þeirra og
fjárfestingu.
Hér að framan var áætlunargerð skilgreind
á þann hátt, að hún væri aðferð til þess að
beita hagstjórnartækjum á samræmdan hátt.
Stundum er hugtakinu áætlunargerð gefin svo
almenn merking, að það er látið ná til að heita
má allra aðferða, sem beitt er í þessu skyni.
Aætlunargerð fær þá svipaða merkingu og
stjórn efnahagsmála. Samkvæmt því mætti
tala um áætlunargerð í Þýzkalandi ekki síður
en í Frakklandi. Þessi notkun hugtaksins á að
því leyti rétt á sér, að samræmd beiting tækja
við stjórn efnahagsmála þarf síður en svo að
taka á sig mynd skipulegrar, opinberrar áætl-
unar. Svo víðtækur skilningur hugtaksins er
þó ekki heppilegur grundvöllur umræðna, né
er hann heldur í samræmi við það, sem menn
yfirleitt eiga við, þegar um áætlunargerð er
talað. Ég ætla því að takmarka notkun hug-
taksins við ákveðna tegund aðferða í stjórn
efnahagsmála. Þessar aðferðir hafa það sam-
eiginlegt, að sett eru upp á grundvelli þjóð-
hagsreikninga og í búningi þeirra ákveðin
markmið, sem stefnt er að, eða gert er ráð fyrir
að náist, á ákveðnu tímabili. Þær áætlanir, sem
þannig eru gerðar, geta náð til alls hagkerfis-
ins, til ákveðinna þátta þess, atvinnugreina,
þjónustustarfsemi og einstakra fyrirtækja. All-
ar verða þessar áætlanir hins vegar að vera
samræmdar á þann hátt, að þær séu byggðar
á sameiginlegum, almennum forsendum og í
stórum dráttum lagaðar hver að annarri. Aætl-
anirnar geta náð til mismunandi tímabila,
langra eða skammra. Þær geta verið greinar-
gerðir fyrir ákveðnum þróunartilhneigingum,
eða falið í sér að meira eða minna leyti fast-
mótaðar fyrirætlanir um tilteknar aðgerðir.
Það, sem þær eiga sameiginlegt, er hins vegar
alltaf, að stuðzt er við ákveðnar talnastærðir,
sem standa í rökréttu innbyrðis samhengi.
4