Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 5

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 5
Jónas H. Haralz: Um áætlunargerð Grein þessi er að mestu samhljóða erindi, sem höfundurinn hélt á fundi Hagfræðafélags íslands 16. apríl 1964. Inngangur Gerð þjóðhags- og framkvæmdaáætlana hef- ur færzt mjög í vöxt víða um heim á undan- förnum árum. A þetta bæði við um þróuð iðnaðarlönd í Vesturálfu og þróunarlönd í öðrum heimsálfum. Fleiri og fleiri lönd hafa tekið upp áætlunargerð í einhverri mynd, og þau, sem áður höfðu fengizt við áætlunargerð, hafa mörg hver eflt hana og aukið, eða hafa nú fyrirætlanir um það á prjónunum. A Norðurlöndum hefur þróunin verið sú sama og annars staðar, að áætlunar- gerð hefur farið vaxandi og fyrirætlanir eru uppi um aukningu hennar. Hér á landi hefur athygli einnig beinzt að áætlunargerð í vax- andi mæli, og fyrstu spor í áttina til skipulegr- ar áætlunargerðar hafa verið stigin nú sein- ustu árin. I þessari grein mun ég reyna að varpa nokkru Ijósi á eðli og tilgang áætlunar- gerðar. Ég mun enn fremur gera nokkra grein fyrir þeirri reynslu, sem hér á landi hefur fengizt af áætlunargerð, og ræða þau sérstöku vandamál, sem mæta henni hér á landi. Jarðvegur áætlunargerðar Það er augljóst, að vaxandi útbreiðsla áætl- unargerðar stendur í sambandi við þær breyt- ingar, sem hafa orðið í þjóðfélagsmálum á síð- ustu þrjátíu árum, og þá ekki sízt þær breyt- ingar, sem orðið hafa á afstöðu ríkisvaldsins til þróunar efnahagsmála á þessu tímabili. Ríkið hefur í vestrænum löndum tekið sér á herðar víðtækar skyldur til að halda fullri atvinnu og stuðla að velferð þegnanna, skyld- ur, sem alls ekki hvíldu því á herðum fyrr á tímum, nema í mjög takmörkuðum mæli. A árunum eftir styrjöldina bættist í löndum V.- Evrópu við sú skylda, að stuðla að skjótri end- urreisn eftir eyðileggingu styrjaldarinnar, og, síðan þeirri endurreisn lauk, skyldan að stuðla að örum hagvexti. Jafnframt hefur ríkisvaldið skuldbundið sig til að reyna að ná þessum markmiðum samfara efnahagslegu jafnvægi. Viðleitnin til að ná örum hagvexti er sú þessara kvaða ríkisvaldsins, sem nýjust er af nálinni og mesta athygli hefur vakið á slðustu árum. Nú hafa öll aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) bundizt sam- tökum um, að stefna að rúmlega 4% meðalhag- vexti á ári áratuginn 1961—1970. Aukinn áhugi fyrir áætlunargerð nú undanfarið stendur ekki sízt í sambandi við viðleitnina til þess að ná þessu markmiði. í þróunarlöndunum er áætlunargerðin að heita má eingöngu bundin viðleitninni til aukins hagvaxtar. Enn má benda á það, að hlutverk ríkisvalds- ins hefur á undanförnum árum og áratugum ekki aðeins aukizt á þann hátt, að það hafi 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.