Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 16

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 16
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Verkaskipting samgöngutækjanna Kostnaður flutninga. Markmið stefnunnar í samgöngumálum hlýtur að vera fullnæging samgönguþarfa landsmanna á sem hagkvæmastan hátt fyrir þjóðarheildina. Með öðrum orðum, samgöngu- kerfið á að þróast þannig, að samgöngurnar dragi til sín sem minnst vinnuafl og fjármagn. Samgöngutækin, bílar, skip og flugvélar, hafa hvert um sig sína sérstöku kosti til ákveðinna flutninga við ákveðnar aðstæður. Er því óhugsandi að leggja nokkurn þessara höfuðþátta samgöngukerfisins niður, en hins vegar sjálfsagt að nota það tæki, sem hentar bezt hverju sinni. Þess vegna getur verið eðli- legt, að flutningar færist frá einni gerð sam- göngutækja til annarrar. Dragi slík tilfærsla úr kostnaði fyrir þjóðarbúið, án þess að draga úr fullnægingu samgönguþarfa, á hún rétt á sér. Þegar dæma skal um hvort tilfærsla flutn- inga á milli samgöngutækja sé réttmæt eða ekki, verður að hafa hliðsjón af mörgum at- riðum. Kemur í því sambandi til greina flutn- ingamagnið og fyrirsjáanlegar breytingar þess það tímabil, sem haft er í huga, og sú sam- göngutækni, sem gert er ráð fyrir. Samhengið milli breytinga flutningamagns annars vegar og kostnaðar hins vegar fer eftir því, hve mikil magnbreytingin er í hlutfalli við afkastagetu flutningatækjanna, sem fyrir hendi eru. í föstum áætlunarferðum hafa minnkaðir flutningar lítil áhrif á kostnað, né auknir flutn- ingar, meðan þau tæki, sem í notkun eru, anna þeim. Verði aukning flutninga aftur á móti svo mikil, að smíða þurfi t. d. fleiri eða stærri skip í stað þeirra, sem fyrir voru, hækk- ar kostnaður skyndilega til mikilla muna. Á samsvarandi hátt lækkar kostnaður mjög, ef unnt er að fella niður notkun samgöngutækja eða taka í notkun smærri og ódýrari sam- göngutæki en áður voru notuð. Stjórnar- og afgreiðslukostnaður flutningafyrirtækis breyt- ist lítið með auknum flutningum, meðan tækjakostur fyrirtækisins annar aukningunni. Þurfi aftur á móti að bæta við tækjum, kem- ur að því fyrr eða síðar, að stjórnar- og af- greiðslukerfið veldur ekki verkefninu og kostn- aður eykst skyndilega. Þetta gildir um allar greinar samgöngukerfisins, þær hafa sín af- kastatakmörk. Sé yfir þau farið, eykst kostn- aður verulega allt í einu. Athuga þarf, hvort breyting á flutninga- magni sé varanleg eða einungis stundarfyrir- bæri. Sé um breytingu að ræða, sem fyrirsjá- anlegt er að standi aðeins skamman tíma, er ekki rétt að leggja í mikinn kostnað til breyt- inga á tækjakosti. Meginreglan á að vera, að byggja aðgerðir í samgöngumálum á tilliti til þróunar langs tíma. En þó getur einnig verið réttmætt að miða aðgerðir við aðstæður, sem ekki standa nema stuttan tíma. Setjum svo til dæmis, að frá langtímasjónarmiði séð ætti að leggja niður áætlunarflug á ákveðinni stuttri leið og byggja á bílflutningum í staðinn. Rétt kynni þó að vera að halda fluginu áfram, þar til fjármagnið, sem bundið er í flugvélinni, hefur verið nýtt til fullnustu, þ. e. a. s., þang- að til reksturskostnaður flugvélarinnar á þess- ari ákveðnu leið er orðinn jafnhár reksturs- og fjármagnskostnaði bíls. Við reikning slíks dæmis verður einnig að taka tillit til þess tíma, sem farþegar spara við flugið. Til þess að hægt sé að meta, hvort flutn- ingar eigi að færast á milli samgöngutækja, verður einnig að taka tillit til þeirrar tækni, sem til greina kemur. Vanalega er sú tækni, sem í notkun er, og sem bundin er við gömul tæki, ekki sú, sem hagkvæmust er. Þannig þekkist t. d. ný tækni við fermingu og afferm- ingu skipa, sem byggist á notkun fleka. En verið getur, að ekki sé hægt að hagnýta sér þessa tækni, að svo stöddu, vegna þess að skip og vörugeymslur séu ekki við hana mið- uð. Ákvörðun um tilfærslu flutninga verður þá að byggjast á ákveðinni forsendu um það, hvaða tækni eigi að nota, Sé horft langt fram 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.