Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 8
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
ef til vill meiru máli fyrir góðan árangur
áætlunargerðar og farsæla framþróun hennar
en nokkurt annað atriði, að eðlilegt jafnvægi
skapist frá upphafi á milli þessara aðila. Enda
þótt eðlilegt sé, að mismunandi aðstæður og
venjur hafi áhrif á það, hver lausn er valin á
sambandinu á milli þeirra aðila, sem að áætl-
unargerð standa, held ég þó, að í aðalatriðum
geti lausnin ekki verið nema ein. Arangur
áætlunargerðar er kominn undir því meir en
nokkru öðru, að hinar einstöku einingar efna-
hagslífsins séu færar um að gera áætlanir og
noti áætlanir sem lið í starfsemi sinni. Sú
stofnun, sem heildaráætlunina semur, getur
ekki tekið að sér að semja áætlanir fyrir þessa
aðila. Hennar starf er að hlaða úr múrstein-
um, sem aðrir hafa búið til, en ekki að búa
til sjálfa múrsteinana. Hafi einingarnar ekki
vanizt skipulegri áætlunargerð, og ekki beitt
henni í starfsemi sinni, er skjóts eða mikils
árangurs af áætlunargerð ekki að vænta.
Arangur áætlunargerðar er þannig kominn
undir styrkleika hverrar einingar. Sá styrkleiki
verður að skapast innan frá, en getur ekki orð-
ið til af þrýstingi að utan, enda þótt sú stofn-
un, sem heildaráætlunina semur, og ríkisstjórn-
in sjálf geti stuðlað að eflingu hans.
Þeir erfiðleikar, sem veikleiki hinna einstöku
eininga skapa, hafa í þróunarlöndunum oft leitt
til þess, að reynt hefur verið að styrkja sem
mest þann aðila, sem um heildaráætlunargerð
sér. Starfsemi hans hefur verið beint inn á verk-
svið hinna einstöku eininga, hann hefur verið
látinn taka að sér áætlunargerð fyrir þá, jafn-
vel stjórn heillra málaflokka að meira eða
minna leyti. Þetta hefur oft á tíðum leitt til al-
varlegra árekstra og jafnvel glundroða innan
stjórnarkerfisins. Því hefur ekki alltaf verið
gefinn nægur gaumur, að vandamál þróunar-
landanna eru ekki sízt fólgin í skorti á
reynslu í stjórnun og skipulagningu á öllum
sviðum, að hver einstök eining efnahagskerf-
isins er veik, hvort sem er um að ræða atvinnu-
fyrirtæki, samtök atvinnugreina, sveitarfélög.
ríkisfyrirtæki, ríkisstofnanir eða ráðuneyti. Það
getur virzt einföld og fljótvirk leið að reyna
að bæta upp þennan skort með því að skapa
sterka stofnun, er fjalli um heildarskipulagn-
ingu atvinnulífs og ríkisstarfsemi, og hafi víð-
tæk völd. En þetta er í raun og veru ekki
nein lausn, því styrkleiki slíkrar stofnunar get-
ur aldrei bætt upp veikleika hinna einstöku
eininga, og getur meira að segja beinlínis orð-
ið til þess að tefja fyrir þroska þeirra. Aætl-
unargerð er því í sjálfu sér engin lausn á
stjórnunarvandamálum þróunarlandanna, enda
þótt hún geti tvímælalaust leitt til góðs, þegar
henni er beitt af forsjá og skilningi. Aætlunar-
gerð hentar fyrst og fremst í þróuðum lönd-
um, þar sem stjórnun er á háu stigi og hver
eining efnahagslífsins hefur náð miklum
þroska. Aætlunargerð er því auðveldust og
árangursríkust, þar sem hennar er ef til vill
minnst þörf, en erfiðust og árangursminnst,
þar sem svo gæti virzt, að hennar væri mest
þörf.
I Vestur-Evrópu hefur yfirleitt alls staðar
verið lögð höfuðáherzla á hinn mikilvæga þátt
hinna einstöku eininga efnahagslífsins í áætl-
unargerðinni. Hlutverk þess aðila, sem um
heildaráætlunargerðina sér, hefur verið að
safna saman og samræma áætlanir hinna ein-
stöku aðila. Hér hafa menn hins vegar rekizt
á það vandamál, að áætlanir hvers aðila um
sig verða að byggjast á ákveðnum forsendum
um heildarþróun efnahagslífsins, forsendum,
sem á liinn bóginn er erfitt að gefa sér, nema
vitneskja sé fyrir hendi um fyrirætlanir hinna
einstöku aðila. Þetta vandamál hefur verið
reynt að leysa með því að hafa sem nánast
samband meðan á áætlunargerðinni stendur á
milli hinna einstöku eininga og þess aðila, sem
um heildaráætlunargerðina sér. Þannig er
smátt smátt og smátt hægt að endurskoða for-
sendurnar og samræma þær.
Það er þannig ekki hægt að gagnrýna áætl-
unargerð í Vestur-Evrópu fyrir það, að of
mikil áherzla hafi verið lögð á starfsemi þess
6